Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2005, Side 22

Frjáls verslun - 01.07.2005, Side 22
22 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5 D ómsdagur, sá fyrsti í þessu mikla máli. Þau gengu saman sem ein liðsheild í Austurstrætinu á leið í Hér- aðsdóm Reykjavíkur við Lækjartorg. Þau voru vel klædd, afslöppuð, vel útlítandi, brosandi og geisluðu af sjálfstrausti. Þannig komu sakborningarnir sex í Baugsmálinu mönnum fyrir sjónir þegar þeir gengu ásamt verjendum sínum inn í Héraðsdóm Reykjavíkur hinn 17. ágúst þegar Baugsmálið var dómtekið. Fréttamenn, innlendir sem útlendir, voru á útopnu í kringum þau. Sennilega hafa sakborningar aldrei áður komið jafn sameinaðir fyrir dómara Héraðsdóms Reykjavíkur. Þetta var eins og vel útfært atriði í kvikmynd. ÁKÆRAN ER RÖNG „Ákæran er röng og ég er algjörlega saklaus,“ sagði Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, þegar Pétur Guðgeirsson dómsforseti spurði hann hvort ákæran á hendur þeim væri rétt eða röng. Þessi setning telst mjög líklega setning ársins í íslensku viðskiptalífi, líkt og myndin af sakborningum saman í Austurstrætinu á leið í Héraðsdóm telst mynd ársins. Aðrir sakborningar svöruðu á sömu leið og Jón Ásgeir. „Ákæran er röng, ég er saklaus,“ hljómaði þegar Pétur Guðgeirsson dómsfor- seti spurði ákærðu, einn af öðrum, hvort ákæran á hendur þeim væri rétt eða röng. HIN ÁKÆRÐU Hin ákærðu eru: Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, Tryggvi Jónsson, fyrrverandi forstjóri Baugs, Jóhannes Jónsson, stjórnar- maður í Baugi, Kristín Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Gaums, Stefán Hilmarsson endurskoðandi og Anna Þórðardóttir endur- skoðandi. Lögmenn sakborninganna eru: Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Einar Þór Sverrisson, verjandi Jóhann- esar Jónssonar, Jakob R. Möller, verjandi Tryggva Jónssonar, Kristín Edwald, verjandi Kristínar Jóhannesdóttur, og Þórunn Guðmundsdóttir, verjandi Stefáns Hilmarssonar og Önnur Þórð- ardóttur. Þinghaldið í Héraðsdómi stóð aðeins yfir í 20 mínútur en þá frestaði Pétur því til 20. október. Fyrirsjáanleg eru mikil og ströng réttarhöld sem setja munu svip sinn á fréttir vetrarins - svo umfangsmikið er það. Fari málið fyrir Hæstarétt er búist við að dómur hans liggi fyrir næsta haust. Ákæruatriðin í málinu eru 40 talsins og málsskjöl yfir 20 þúsund blaðsíður. Þau verða ekki afhent fjölmiðlum. Eðlilega varð ekki þverfótað fyrir fréttamönnum og ljósmynd- urum í Héraðsdómi þegar sexmenningarnir mættu ásamt lög- mönnum sínum. Þinghaldið hófst kl. 13.30 þennan dag og hófst á því að Jón H. B. Snorrason, saksóknari og yfirmaður efnahagsbrota- deildar ríkislögreglustjóra, fór yfir ákæruatriðin. FJÖLSKIPAÐUR DÓMUR Dómurinn er fjölskipaður. Meðdómendur Péturs eru þeir Arngrímur Ísberg héraðsdómari og Garðar Valdimarsson, hæstaréttarlögmaður Jón Gerald Sullenberger, fyrrverandi viðskiptafélagi Bónusfeðga, og sá sem kærði málið til lögreglunnar, mætti við þingfestingu málsins. SEK EÐA SAKLAUS? B A U G S M Á L I Ð D Ó M T E K I Ð TEXTI: JÓN G. HAUKSSON MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.