Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2005, Qupperneq 34

Frjáls verslun - 01.07.2005, Qupperneq 34
34 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5 D A G B Ó K I N A/S við sig eignarhlut upp á 3,8% og fór hlutur þess upp í 23,9% af heildarhlutafé Össurar og þar með urðu Danirnir stærsti hluthafinn. Sænska fjárfestinga- félagið Industrivärden AB, sem áður hafði verið stærsti hluthaf- inn, svaraði fyrir sig um miðjan ágúst og fór hlutur þess þá upp í 23,35%. En Danirnir bættu þá þegar um betur, keyptu meira og lyftu eignarhlut sínum upp í 24,58%. Þannig standa mál núna. Það er þetta andrúmsloft þegar danskir og sænskir keppa. 5. ágúst Bomba sumarsins, Andri hættir hjá KEA Þetta mál var ein af bombum sumarsins. „Andri Teitsson, framkvæmdastjóri KEA, segir starfi sínu lausu af persónulegum ástæðum og stjórn félagsins hefur fallist á uppsögn hans.“ Þetta hljómaði svo sem saklaust en þjóðfélagið „fuðraði nánast upp“ dagana á eftir þegar Andri sagði á heimasíðu KEA að hann hefði beðið um langt fæðingarorlof í samræmi við lög og reglur en að stjórnin hefði talið það óheppilegt. Það var síðan olía á eldinn þegar Benedikt Sigurðarson, for- maður stjórnar KEA, sagði spurður um málið í fréttum Stöðvar 2 að fæðingarorlof væri ekki fyrir forstjóra: „Ég er þeirrar skoðunar og hef verið lengi og fyrir þennan tíma að þessi lög væru sett fyrst og fremst til að tryggja réttar- stöðu almennra starfsmanna. Staða stjórnenda, sem eru á alvörulaunum og eru lykilmenn í sínum fyrirtækjum, er að mínu mati allt öðruvísi og er eðlilegt að það væri hugsanlega tekið á þeim málum með ákvæðum í starfs- samningum viðkomandi,“ sagði Benedikt á Stöð 2. Og viðbrögðin létu ekki á sér standa. 5. ágúst Jón Björnsson til Magasin du Nord Það þóttu auðvitað tíðindi þegar forstjóri Haga, Jón Björnsson, var ráðinn forstjóri Magasin du Nord í Danmörku frá 1. október. Jón hefur setið þar í stjórn frá því Baugur og fleiri keyptu fyrirtækið undir lok síðasta árs. Við þessa breytingu fór „domino-spilið“ í gang hjá Högum. Finnur Árna- son, forstjóri Hagkaupa, tók við sem forstjóri Haga og Gunnar Ingi Sigurðsson, rekstrarstjóri Hagkaupa, tók við Finni sem framkvæmdastjóri Hagkaupa. Gunnar hefur verið rekstrarstjóri verslana Hagkaupa frá árinu 1998. 8. ágúst Kaupa stórt land á Spáni Hún var einhvern veginn öðru- vísi fréttin um að þeir Björgólfur Thor Björg- ólfsson, stjórnar- formaður Actavis, og Róbert Wessman, forstjóri Actavis, væru í forsvari fyrir kaup íslenskra fjár- festa á 2 milljóna fermetra orlofs- húsalandi á Spáni fyrir um 8 millj- arða króna. Landið er í nágrenni Murica á suðausturströnd Spánar og áætla þeir Björgólfur og Róbert að skipuleggja þar orlofshúsabyggð fyrir vel stæða einstaklinga. Áætlað er að reisa hótel auk 2.500 íbúða og íbúðar- húsa og byggja upp golfvelli og útivistarsvæði fyrir íþróttastaði. Áætluð fjárþörf verkefnisins er um 9,5 milljarðar króna. Stofnað hefur verið hlutafélag utan um þetta verkefni og heitir það AB Capital. Burðarás á um fimmtung í félaginu á móti þeim Björgólfi Thor og Róberti. Íslandsbanki, Straumur og Landsbankinn lána fé til verkefnisins. 9. ágúst Leiðir skilja -Magnús selur í Samson Tilkynnt var þennan dag að Magnús Þorsteinsson, viðskipta- félagi Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar í hartnær fimmtán ár, hefði selt þeim hluti sína í þremur eignar- haldsfélögum; Samson eignar- haldsfélagi ehf., Samson Global og Topaz Equities. Leiðir þeirra hafa þó ekki skilið að fullu því Magnús er ennþá annar stærsti hluthafinn í lyfjarisanum Actavis Group á eftir Björgólfi Thor. Það hefur verið áberandi undan- farin misseri að áhugi Magnúsar hefur legið í því að verða umsvifa- mikill á sviði flutninga. Hann er aðaleigandi Avion Group sem á nokkur flugfélög og keypti auk þess Eimskip af Burðarási sl. vor. 10. ágúst Nýr fjármálastjóri til Actavis Þennan dag var sagt frá því að Mark Keatley hefði verið ráðinn framkvæmdastjóri Actavis Group frá 1. september og taki sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Hann var áður framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Farmar SA í London, leiðandi framleiðanda á lyfjum til þriðja aðila í Evrópu. Mark hefur MBA-gráðu frá Stan- ford Business School. Hann er löggiltur endurskoðandi í Bret- landi og meðlimur í félagi endur- skoðenda þar. 10. ágúst Bjarni í Brauðbæ selur Nýir eigendur eru komnir að Hótel Óðinsvé og Brauðbæ, en þar hafa feðginin Bjarni Árna- son og Þóra Bjarnadóttir ráðið ríkjum undanfarin ár. Það er Þórstorg ehf. sem kaupir af þeim feðginum. Þórstorg er í eigu Lindu Jóhannsdóttur, Ellerts Finn- bogasonar, félags í eigu Birgis Sigfússonar, Jóhanns Gunnars- sonar og fjárfestingafélagsins Gamma ehf. Ellert er hótelstjóri. Bjarni Árnason hóf rekstur smurbrauðs- stofunnar Brauðbæjar árið 1964. Andri Teitsson. Róbert Wessman. Magnús Þorsteinsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.