Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2005, Page 53

Frjáls verslun - 01.07.2005, Page 53
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5 53 í mastersnám á tölvufræðum í City University í London. Árið 1998 var ég orðinn 63 ára og þá var kominn tími til að hætta og snúa sér að áhugamálunum. Ég gíraði mig aðeins niður, hætti í Búnaðarbankanum og tók að mér verkefni fyrir KPMG á árunum 1998-2000. Verkefnin fólust aðallega í því að sinna áreiðanleikakönnunum og ráð- gjafaverkefnum á vegum tölvu- mála. Eftir það lagði ég niður störf og nýt eftirlaunaáranna við tungumálagrúsk, golf, laxveiðar og önnur áhugamál.“ Strik í reikninginn „Ég lenti í því þegar ég var 42 ára að fá heilablóðfall, æð sprakk í höfð- inu, í vertíðarlokum ársins 1982. Ég gekkst þá undir aðgerð, var frá vinnu í þrjá mánuði en náði mér smám saman aftur. Læknir minn, Bjarni Hannesson, sagði mér að innan við 2% þeirra sem fengju heilablóðfall á þessum stað, næðu sér að fullu. Ég tel mig því vera verulega heppinn að vera við góða heilsu nú 23 árum síðar. Í veikindum mínum reyndust Ólafur og Helgi mér afskaplega vel og gengu í störf mín í fjarveru minni. Þar sannað- ist hið fornkveðna, „sá er vinur er í raun reynist“. Þá fann ég virkilega fyrir því hve góðir vinir mínir þeir eru,“ segir Guðni. „Að hætta að vinna 65 ára - hvað tekur við? Fjölskyldan, fyrst og fremst og svo allir okkar góðu vinir. Við hjónin eigum barnaláni að fagna. Við eigum þrjú uppkomin börn, 13 barna- börn og tvö barnabarnabörn, eða 18 afkomendur alls sem sjá mér fyrir nægum verkefnum það sem eftir er. Við eigum okkar sælureit sem er sumarhús í Skorradal og þangað viljum við fara eins oft og kostur er. Nú verða stundirnar þar fleiri. Ég á mér ýmis áhugamál önnur, svo sem veiði og að spila keilu. Svo á ég við ramman reip að draga, þar sem ég á langt í land með að standast hinum „nestorunum“ snúning í golfi, en nú er lag að ráða bót á því!“ Meiri sérhæfing og flóknara starfsumhverfi „Starfsumhverfi endurskoðandans hefur breyst verulega á þeim tíma sem ég hef starfað,“ segir Ólafur. „End- urskoðunarfyrirtækin hafa stækkað og hafa tekist á við meiri sérhæfingu í störfum. Áður fyrr þurftu menn að vita allt um alla hluti sem lutu að þjónustunni, en nú gengur það ekki. Það koma stundum margir starfsmenn að stærri verkefnum og hefur hver þeirra sérþekk- ingu á sínu sviði. Sérhæfingin er meiri og tækjabúnaður og möguleikar manna eru núna allt aðrir og meiri en áður var. Starf endurskoðandans var mjög tímabundin álagsvinna en vinnu- álagið er orðið jafnara en áður,“ segir Ólafur. Gjörbreytt starf endurskoð- enda Sveinn er á því að starf endurskoðandans hafi breyst heilmikið á starfsferlinum. „Þar ber helst að nefna fjögur atriði. Starfsumhverfið sjálft hefur breyst mikið. Löggjöfin og allt regluverk um fjármálafyrirtæki er í dag ótrúlega miklu flóknari og ítarlegri en þegar ég var að starfa á mínum fyrstu árum sem endurskoðandi. Alþjóðavæð- ingin hefur gert það að verkum að fyrirtæki starfa ekki lengur bara í einu landi, oft mörgum í einu. Endurskoðandinn verður að bregðast við þeirri gífurlegu breytingu sem af því leiðir. Einn angi af því er að samræma vinnu- brögð við kollegana í öðrum löndum. Önnur breyting er sú að formleg uppbygging fyrirtækja er orðin mjög flókin í mörgum tilfellum. Þú sérð í fréttum að A-hf á í B-hf sem á í C-hf sem á í D-hf. Endurskoðandinn verður að leggja fram vinnu til að endur- skoða samstæðureikninga á milli þeirra og getur það verið ansi flókið mál. Þriðja breytingin sem minn- ast má á, er sú að viðskipta- samningar eru orðnir miklu flóknari í öllum greinum, ekki síst í fjármálaheiminum. Margir kannast orðið við svokallaða afleiðusamninga sem gera reikn- ingsskilin verulega flókin. Í fjórða lagi má nefna tækn- ina sem að sjálfsögðu hefur í mörgum tilfellum hjálpað end- urskoðandanum, en skapar jafn- framt nýja áhættu. Viðskipti gerast hraðar og eru oft pappírs- laus,“ segir Sveinn. Kenndir við íþróttafélög Fjór- menningarnir eru allir kenndir við íþróttafélög, Ólafur og Helgi við KR, Sveinn við KA og Guðni við Val. „KR stendur sig ekki vel um þessar mundir í Landsbanka- deildinni í knattspyrnu en við látum ekki deigan síga þó illa gangi. Það var alltaf gott sam- komulag hérna í vinnunni, við KR-ingar vorum með svo mikla yfirburði og fáir sem lögðu til atlögu við okkur,“ segir Ólafur sem var þekktur skíðakappi hjá KR á sínum yngri árum. „Þegar Valur féll í fyrsta skipti úr úrvalsdeild niður í 1. deild í knattspyrnu, var Sveinn Jónsson duglegur að velta mér upp úr því, því KA hafði vanalega ekki úr miklu að spila. Þegar tæki- færið gafst, fullnýtti Sveinn nátt- úrulega það. Fótboltarígurinn stóð hins vegar samstarfi okkar aldrei fyrir þrifum, við göntuð- umst eðlilega með árangur okkar félaga þegar þannig stóð á,“ segir Guðni. „Það væri heldur ekkert gaman af því ef KR ynni alltaf. Önnur íþróttafélög myndu hreinlega hætta ef svo færi,“ segir Helgi, en hann var lengi leikmaður í meistaraflokki KR og landsliðsmaður í knatt- spyrnu á árunum 1955-61. Hann spilaði einnig handbolta með Aftureldingu og körfubolta með ÍR. „Þetta kallar maður nú bara lauslæti,“ segir Ólafur, „að stunda íþróttir með þremur félögum“! E N D U R S K O Ð U N Sveinn kom til starfa hjá Endurskoðun hf. 1978 en var áður aðstoðar- seðlabanka- stjóri. „Löggjöfin og allt reglu- verk um fjármálafyrirtæki er í dag ótrúlega miklu flóknari og ítarlegri en þegar ég var að starfa á mínum fyrstu árum sem endurskoðandi.“ - Sveinn Jónsson. Ólafur var skattrann- sóknarstjóri áður en hann hóf störf hjá Endur- skoðun hf. „Eftirminnilegast úr störf- um mínum finnst mér vera samrunarnir sem orðið hafa á stórum fyrir- tækjum á Íslandi.“ - Ólafur Nilsson.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.