Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2005, Page 58

Frjáls verslun - 01.07.2005, Page 58
58 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5 M agnús Hreggviðsson, fyrrum stjórnarformaður og aðaleig- andi Fróða, og Róbert Trausti Árnason, fyrrum forstjóri Keflavíkurverktaka og sendiherra, hafa stofnað saman ráð- gjafafyrirtækið Firma Consulting. Þeir segja að „þekking og traust“ séu einkunnarorð hins nýstofnaða fyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf við fjárfesta og stjórnendur meðalstórra og stórra fyrirtækja. Þeir Magnús Hreggviðsson og Róbert Trausti Árnason, segja að lögð verði áhersla á persónulega þjónustu þar sem gæði, trúnaður og traust verða í fyrirrúmi. Meðal þess sem Firma Consulting ehf. tekur að sér er aðstoð við kaup og sölu á fyrirtækjum á Íslandi, Norðurlöndum og Bandaríkjunum. Ennfremur aðstoð við samein- ingu fyrirtækja, verðmat á fyrirtækjum, verðmat á fasteignum, við skoðun á fjármögnun fyrirtækja, stofnun og uppstokkun. Magnús og Róbert Trausti eru þekktir einstaklingar í viðskipta- lífinu hér á landi og hafa víðtæka reynslu og þekkingu. Magnús er með áratuga reynslu úr endurskoðunarstörfum, sem rekstrar- ráðgjafi, fyrirtækja- og fasteignasali, útgefandi, fasteignarekandi og starfandi stjórnarformaður í nokkrum fyrirtækjum. Róbert Trausti hefur starfað við fyrirtækjaráðgjöf og verið í sjálfstæðum rekstri. Var hann um nokkurra ára skeið forstjóri Keflavíkurverktaka og starfaði um árabil sem sendiherra í utanríkisþjónustunni og ráðneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu og var um skeið forsetaritari. Traustur sameiginlegur grunnur „Við samein- uðum krafta okkar í sumar og teljum að bak- grunnur okkar Róberts Trausta sé sterkur þegar kemur að ráðgjöf við kaup og sölu fyrirtækja,“ segir Magnús. „Róbert Trausti hefur undanfarin tvö ár aðstoðað marga í slíkum viðskiptum. Ég seldi Fróða á síðastliðnu ári og hef síðan verið að skoða ýmsa möguleika í viðskiptalífinu sem gætu hentað mér og varð niðurstaðan sú að fara í þessa sérhæfðu ráðgjafaþjónustu, aðstoð við kaup og sölu fyrirtækja. Ég stofnaði 18 ára gamall bókhaldsskrifstofu sem óx í meðalstórt endurskoð- unar- og ráðgjafafyrirtæki á þeirrar tíðar mælikvarða og helgaði mig henni í fimmtán ár. Aflaði mér m.a. löggildingar til sölu fyrirtækja, fasteigna og skipa. Árið 1982 söðlaði ég um og fór úr hlutverki ráðgjafa í framkvæmdahlutverkið með sölu endurskoðunar- og ráðgjafafyrirtækis míns. Var frá 1982 í 22 ár í útgáfustarfsemi, fasteignarekstri, „land-development“ (Smárahvammi), og ráðgjöf við nokkra athafnamenn. Nú hef ég í hyggju að hasla mér völl á sér- hæfðu sviði og nýta mér menntun mína, reynslu úr ráðgjafastörfum og rekstri sem framkvæmdamaður síðastliðna tæpa fjóra áratugi. Þeir félagar segja að markmið Firma Consult- ing ehf. verði að veita stjórnendum og eigendum meðalstórra og stórra fyrirtækja vandaða þjón- ustu: „Við viljum vera óháðir aðilar á þessum vettvangi og teljum okkur vera með reynslu og bakgrunn sem á að vera traustur grundvöllur fyrir slíka þjónustu. Róbert Trausti er sem kunnugt er með mikla reynslu í utanríkismálum sem fyrr- verandi sendiherra og starfsmaður utanríkisþjón- TEXTI: HILMAR KARLSSON MYND: GEIR ÓLAFSSON N Ý T T F Y R I R T Æ K I „Við sameinuðum krafta okkar í sumar og teljum að bakgrunnur okkar Róberts Trausta sé sterkur þegar kemur að ráðgjöf við kaup og sölu fyrirtækja,“ segir Magnús Stofna Firma Consulting Magnús Hreggviðsson og Róbert Trausti Árnason hafa stofnað ráðgjafafyrirtækið Firma Consulting. Þetta er fyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf við kaup og sölu meðalstórra og stórra fyrirtækja.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.