Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2005, Blaðsíða 59

Frjáls verslun - 01.07.2005, Blaðsíða 59
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5 59 ustunnar og hefur víðtæka þekkingu á því sviði, auk þess að hafa verið forstjóri stórs íslensks fyrirtækis. Þekking og reynsla Róberts Trausta hérlendis og erlendis ásamt minni úr íslensku viðskiptalífi teljum við vera góðan bakgrunn sem þarf til að veita vandaða og góða þjónustu þeim stjórnendum og fjárfestum sem við stefnum að því að þjóna bæði hérlendis og erlendis.“ Fóru vandlega yfir kaup og sölu fyrirtækja „Áður en við ákváðum að hefja samstarf í Firma Consulting ehf. fórum við yfir fyrirtækja- markaðinn, þ.e. hvernig staðið er að kaupum og sölum á fyrirtækjum á Íslandi. Niðurstaða okkar var sú að hlutlausa aðila vantaði, sem skilað gætu vandaðri þjónustu við meðalstór og stór fyrirtæki og hefðu nægilega breiðan bakgrunn í menntun, reynslu og þekkingu á rekstri fyrirtækja og erlendum samskiptum. Því ákváðum við að hefja samstarf og leggja áherslu á þann markhóp. Jafnframt gerðum við samstarfssamning við stórt fyrirtæki í milligöngu fyrirtækja í Danmörku með samskiptanet á hinum Norðurlöndunum. Enn- fremur munum við hefja samstarf við fyrirtæki í þessum geira á austurströnd Bandaríkjanna,“ segir Magnús. Róbert Trausti segir engin landamæri í viðskiptum þegar þeir eru spurðir um áherslu á þjónustu við kaup og sölu fyrirtækja erlendis: „Við getum aðstoðað fyrirtæki hér heima í fjárfestingum innanlands og erlendis í gegnum okkar traustu samstarfsaðila, sem eru stórir og virtir í sínum heimalöndum. Það er engin spurning að mikil gróska er hér í viðskiptalífinu. Og sóknarhugur til útlanda, sem við kjósum að nefna landnám fremur en útrás. Möguleikarnir eru miklir erlendis. Við horfum einkum til Danmerkur og þá sérstaklega til Kaupmannahafnar, sem ég þekki vel til eftir störf þar um árabil sem sendiherra. Þá vil ég einnig nefna Eystrasaltslöndin þar sem ég þekki til og tækifæri eru einnig mörg. Við leyfum okkur að telja þessi svæði heimamarkað íslenskra fyrirtækja. Mörg spennandi tækifæri eru einnig á austurströnd Bandaríkjanna. Fyrirtæki okkar er sjálfstætt og óháð. Við ábyrgjumst trúnað og fljóta og örugga þjónustu og erum þegar farnir að veita þá þjónustu sem við sérhæfum okkur í. Get ég nefnt sem dæmi að við fengum fyr- irspurn frá forstjóra fyrirtækis, sem veltir um einum milljarði króna á ári, hvort við gætum fundið fyrirtæki í Danmörku, sem starfaði í sama geira og það íslenska og væri áhugaverð fjárfesting. Það tók okkur ekki nema einn sólarhring með aðstoð samstarfsaðila okkar í Danmörku að finna fyrirtæki í Kaupmannahöfn, sem við töldum henta fyrir þennan aðila. Er þegar hafin skoðun á þessum kosti.“ Trúnaður er mikilvægur Magnús og Róbert Trausti segja að trú- naður þeirra við viðskiptavini sé mikilvægur og nauðsynlegur til að ná árangri. Þeirra markmið verði að hafa fremur færri skjólstæðinga en fleiri og sinna þeim síðan með markvissum og yfirveguðum vinn- ubrögðum og í kyrrþey. „Við hófum í júlí að láta vita af okkar og sendum út til fáeinna eigenda og stjórnenda fyrirtækja upplýsingar um hvaða þjónustu við bjóðum upp á og létu viðbrögðin ekki á sér standa. Var greinilegt á þeim hversu vel þegin sú þjónusta er, sem við bjóðum upp á,“ segir Magnús Róbert Trausti Árnason og Magnús Hreggviðsson, stofnendur Firma Consulting ehf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.