Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2006, Side 208

Frjáls verslun - 01.08.2006, Side 208
208 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 6 M I C H A E L E . P O R T E R efla sig á sviði nýsköpunar um leið og leitað er leiða til að auka samvirkni í efnahagslífinu á grunni heilbrigðra viðskiptahátta og samkeppni. Hann benti einnig á mikilvægi þess að ná tökum á hvers kyns sveiflum í hagkerfinu, m.a. í gengismálum, í ljósi viðskiptakostnaðar og áhættu fyrir atvinnulífið. Að síð- ustu þá væri vert fyrir Ísland að huga að stefnumörkun fyrir landið með hliðsjón af því á hvaða sviðum það gæti skapað sér og atvinnulífinu hérlendis sérstöðu í samfélagi þjóðanna. Samstarf við stofnun Porters Við undirbúning á heimsókn Porters til Íslands kom í ljós gagnkvæmur áhugi í Háskóla Íslands og Harvard-háskóla á því að hefja formlegt samstarf á sviði stefnumótunar og samkeppnishæfni. Þetta samstarf er nú orðið að veruleika og tveir kennarar frá viðskipta- og hag- fræðideild Háskóla Íslands munu fara til Harvard í desember nk. til að taka þátt í vinnustofu með Porter, aðstoðarmönnum hans og öðrum samstarfsaðilum víðs vegar að úr heiminum. Vegna þessa samstarfs mun viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands frá og með haustinu 2007 bjóða öllum meist- aranemum í Háskóla Íslands upp á námskeið í rekstrarhagfræði með sérstaka áherslu á samkeppnishæfni (Microeconomics of Competitiveness). Námskeiðið, námsefnið og kennsluaðferð- irnar eru þróaðar af Michael E. Porter og stofnun hans. Á námskeiðinu er samkeppnishæfni fyrirtækja, stofnana og hagkerfa skoðuð með tækjum og tólum rekstrarhagfræði. Til- gangurinn er að þjálfa nemendur í að greina þá þætti sem ráða því hverjir skara fram úr í samkeppni. Námskeiðið býr nem- endur undir að móta stefnu fyrirtækja eða opinberra aðila með samkeppnishæfni að leiðarljósi. Námsefnið kemur að mestu leyti frá Harvard-háskóla en liður í samstarfinu verður að þróa námsefnið frekar með hliðsjón af íslenskum aðstæðum og upp- lýsingum um íslensk fyrirtæki. Það var mikill fengur að fá Michael E. Porter til Íslands. Fyrirlestrar hans voru afar fjölsóttir og mjög gagnlegir fyrir þá sem á hlýddu. Capacent ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækið, sem stóð að komu Porters til landsins, á mikið lof skilið fyrir framtakið. Háskóli Íslands tók virkan þátt í undirbúningi heimsóknarinnar og samstarfið sem nú er hafið milli Háskóla Íslands og Harvard-háskóla er eitt af því sem tekur við í fram- haldi af heimsókninni. Michael E. Porter er heiðursdoktor við viðskipta- og hag- fræðideild Háskóla Íslands Til marks um það sem er í vændum verður haldin ráð- stefna í febrúar 2007 um „samkeppnishæfni og útrás íslenskra fyrirtækja“. Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar verður dr. Christian Ketels, sem er einn af samstarfsmönnum Porters í Harvard. Ráðstefnan verður haldin á vegum MBA-námsins í Háskóla Íslands og félags þeirra einstaklinga sem hafa lokið MBA-gráðu frá Háskóla Íslands. PORTER Á ÍSLANDI framhald HELSTU RITVERK PORTERS Porter hefur verið afkastamikill fræðimaður. Verk hans má flokka á ýmsan hátt, en það eru einkum þrjár bækur sem hafa að geyma grundvöllinn og kjarnann í framlagi hans: 1. Competitive Strategy: Techniques for Analyzing Industries and Competitors, útgefandi Macmillan - Free Press 1980. Þessi bók markar upphafið að frægðarferli Porters. Í bókinni eru kynntar hugmyndir hans og verkfæri til að greina rekstrarumhverfi fyrirtækja, einkum samkeppniskraftalíkanið. Hann leggur jafnframt línurnar um það hvaða meg- inleiðir fyrirtæki geta farið til að treysta stöðu sína í samkeppninni og ná yfirburðum, Annars vegar er um að ræða leið lágmörkunar á kostnaði við verðmætasköpunina og hins vegar um leið til aðgreiningar vöru og þjón- ustu á markaðnum. Í grunnlíkani Porters gerir hann svo greinarmun á því hvort þessum leiðum er beitt á markaði í heild eða á markaðskima. Porter kynnir einnig til sögunar í bók sinni aðferðir til að greina samkeppnisaðila og mögulegar aðgerðir þeirra. Einnig hvernig flokka megi fyrirtæki sem keppt er við í stefnuhópa. Hann fjallar einnig um þróun innan atvinnugreina og að hverju þurfi að huga við stefnumarkandi ákvarðanir. 2. Competitive Advantage: Creating and Sustaining Superior Performance, útgefandi Macmillan - Free Press 1985. Þessi bók hefur að geyma kjarnann í hugmyndum Porters um samkeppnisfor- skot og yfirburði fyrirtækja. Bókin er rökrétt framhald af fyrstu bókinni og þráðurinn sem er tekinn upp snertir meginleiðirnar sem fyrirtæki geta farið til að ná árangri. Meginskilaboðin lúta annars vegar að framleiðni í starfsemi fyrirtækjanna og hins vegar að þeirri sérstöðu sem fyrirtæki ná að skapa sér á markaði. Til að ná utan um nýtingu framleiðsluþáttanna kynnir Porter til sögunnar virðiskeðjuna, sem nú er ómissandi verkfæri í stefnumótunarvinnu fyrirtækja. Virðiskeðjan gefur til kynna hvað fyrirtækið gerir og í hvaða röð. Virðiskeðjan varpar ljósi á verðmætasköpunina og kostnaðinn við starfsem- ina. Skilningur á virðiskeðjunni er grundvallaratriði ef fyrirtækið ætlar að keppa á grundvelli skilvirkni og skiptir sömuleiðis miklu máli ef ætlunin er að ná forskoti á grundvelli aðgreiningar. Í bókinni er einnig fjallað um mik- ilvægi tækni við að ná samkeppnisforskoti og hvernig velja megi keppinauta og markhópa. Þá er fjallað um verðmætasköpun frá sjónarhóli virðiskerfis, samstarfs og samvirkni milli sjálfstæðra aðila. Að lokum er vikið að því hvað skipti máli í bæði sókn og vörn fyrirtækja. 3. The Competitive Advantage of Nations, útgefandi Macmillan Press 1990. Með þessari bók lýkur þríleik Porters um lyklana að samkeppnishæfni. Hér er sviðið stækkað og horft á samkeppnishæfni þjóða. Í fyrstu er greint frá þeim hugtökum og forsendum sem lagðar voru til grundvallar þeim rann- sóknum sem bókin byggir á. Saman myndar þessi grunnur „demant“ Porters sem varpar ljósi á samkeppnishæfni þjóða. Demanturinn gerir grein fyrir aðstæðum í framboðshlið og framleiðsluþáttum hagkerfis þjóðarinnar og einnig aðstæðum í eftirspurnarhlið kerfisins. Litið er til atvinnugreinanna, skipulags þeirra og einkenna fyrirtækjanna í landinu, ekki síst með tilliti til þeirrar samkeppni sem er innanlands. Jafnframt er horft til stoðkerfis, atvinnugreina og fyrirtækja sem geta stutt við þá verðmætasköpun sem er í tiltekinni atvinnugrein. Hér er fjallað um klasana sem Porter bendir á að skipti miklu máli í samkeppnishæfni þjóða. Í bókinni er einnig vikið að hlut- verki hins opinbera í að efla samkeppnishæfnina og skapa þær aðstæður sem ýta undir færni fyrirtækja til að ná árangri bæði heima fyrir og erlendis.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.