Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2006, Síða 20

Frjáls verslun - 01.11.2006, Síða 20
 FORSÍÐUGREIN • MAÐUR ÁRSINS S kotið við gluggann með gömlum sjónauka á þrífæti, hægindastól eftir þekktan bandarískan arkitekt og andlit af konu eftir Alfreð Flóka tekur sig vel út á stórri skrif- stofunni. Útsýnið í allar áttir nýtur sín til hlítar. Úr þess- ari byggingu er horft lengra en sjónauki dregur. Þegar gluggað er í erlendar umfjallanir um Actavis hefur ör stækkun félagsins – úr 100 manns 1999 í ell- efu þúsund 2006 – vakið athygli. „En það er ekki endalaust hægt að horfa á þessa fortíð,“ segir Róbert ákveðinn. „Nú er athyglin á framtíðarsýn okkar.“ Þegar Róbert kom að Delta 1999, þá þrítugur að aldri, höfðu verið átök milli lykilstjórnenda, en þáverandi stjórn Delta áleit Róbert Wessman rétta manninn til að hnika rekstrinum í betra horf. Delta hafði byggt myndarlega verksmiðju sem reyndist dýrari en áætlað var. Það voru engir peningar til að greiða laun og Íslandsbanki hafði tekið fyrir lánaviðskipti við fyrirtækið. Deilurnar bárust jafnvel inn á fundinn þar sem átti að kynna Róbert fyrir starfsmönnum svo á endanum steig hann fram og kynnti sig sjálfur. Og það var ekki aðeins sýn nýja forstjórans sem fundarmenn fýsti að heyra af – hann var líka spurður hversu gamall hann væri og hvort hann væri giftur! En hvaða möguleika sá þá Róbert í upphafi? „Delta átti góða verksmiðju og fyrirtækið var gott í að þróa ný samheitalyf – þetta var vel gert en ég áleit að hægt væri að gera enn betur með því að þróa fleiri lyf og fjárfesta í verksmiðjum þar sem framleiðslukostnaðurinn væri lágur. Mitt fyrsta verk var að hóa saman lykilstarfsmönnum, við eyddum nokkrum dögum á Hótel Örk til að koma saman og kynna sýn fyrirtækisins: Ætlunin var að stækka erlendis, efla þróunarhlutann og fjárfesta í sölukerfi – síðan hefur þetta verið kapphlaup. Sjálfur trúði ég á að Delta gæti orðið öflugt alþjóðlegt félag en af því að horfurnar voru sannarlega ekki bjartar hafði ég ekki hátt um þetta í byrjun: þetta var einfaldlega of brjálæðislegt! Samkeppnin í samheitalyfjageiranum er gríðarleg, til þess að halda sjó er nauðsynlegt að vera með mörg lyf í þróun. Þegar ég tók við störfuðu tuttugu manns í lyfjaþróun, nú eru þeir 800, 330 verkefni Actavis stefnir að því að verða þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimi • Ávöxtun í Actavis hefur verið 59% á ári síðan árið 1999 • Yfirtökurnar eru orðnar 25 og ellefu þúsund starfsmenn Actavis eru að störfum í 32 löndum. Mikill hraði einkennir starfsemina. „Okkur liggur á,“ segir Róbert Wessman. „OKKUR LIGGUR Á“ Róbert Wessman, forstjóri Actavis Group, er maður ársins í íslensku atvinnulífi árið 2006, að mati dómnefndar Frjálsrar verslunar. Hann hlýtur þennan heiður fyrir einstakan árangur við að stækka fyrirtækið, athafnasemi, djarflega framgöngu við yfirtökur á erlendum fyrirtækjum og framúrskarandi ávöxtun til hluthafa á undanförnum árum. Þegar Róbert var ráðinn forstjóri lyfjafyrirtækisins Delta í Hafnarfirði árið 1999, þá þrítugur að aldri, störf- uðu 100 manns hjá fyrirtækinu. Núna eru ellefu þúsund starfsmenn Actavis að störfum í 32 löndum. Arðsemi Actavis hefur verið 59% á ári að jafnaði frá árinu 1999 sem auðvitað er einstök ávöxtun. Yfirtökurnar eru orðnar 25 talsins í tíð Róberts, þar af þrjár á síðustu fjörutíu dögum. Actavis Group er núna fjórða stærsta samheitalyfja- fyrirtækið í heimi. Stefnan er skýr; að verða það þriðja stærsta og ná 15 til 20% vexti á hverjum markaði. Áætlaðar heildartekjur á árinu 2006 eru 127 milljarðar króna, en í fyrra voru þær ríflega 50 milljarðar. Stjórn Actavis Group undir forystu Björgólfs Thors Björgólfssonar stjórnarformanns hefur staðið þétt við hlið Róberts og annarra stjórnenda. Actavis er það samheitalyfjafyrirtæki, sem hefur vaxið hvað hraðast í heiminum hin síðari ári, og greiningardeildir erlendra banka hafa sent frá sér yfir- lýsingar um að Actavis sé eitt allra áhugaverðasta félagið á sviði samheitalyfja. TEXTI: JÓN G. HAUKSSON Undraverður árangur! 20 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 6
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.