Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2006, Qupperneq 22

Frjáls verslun - 01.11.2006, Qupperneq 22
Stefnumótunin snýst um einföld, skýr markmið: Við setjum okkur markmið um hvað mörg lyf verði þróuð, hvaða vöxtur eigi að nást á hverju svæði, hvað framlegð hverrar verksmiðju eigi að vera mikil – allt markmið sem er einfalt að mæla. Galdurinn í okkar geira er að taka flókið fyrirtæki í flóknu starfsumhverfi og koma með einföld lykilskilaboð sem er auðvelt að mæla og fylgja eftir.“ Er Actavis til sölu? - Þið hafið keypt mörg fyrirtæki undanfarin ár – en sumir velta því fyrir sér hvort Actavis sé ekki sjálft orðið álitleg söluvara. Hvernig horfir það við þér? „Upp úr 1999 voru margir að horfa á okkur, félagið var tiltölulega ódýrt og oft spurst fyrir um það en undanfarin fjögur ár hefur sjaldan verið spurt. Við erum það félag sem hefur vaxið hraðast, bæði með yfirtökum og innri vexti – eins og er fáum við því ekki fyrirspurnir um hvort við séum til sölu. Hins vegar er mikill áhugi á okkur meðal erlendra fagfjárfesta sem gætu hugsað sér að verða hluthafar í félaginu í framtíðinni. Félagið er auðvitað skráð á markað svo það má segja að það sé stöðugt að skipta um eigendur. Ég hef unnið með fimm stjórnar- formönnum síðan ég tók við 1999 en breytingar á stjórn hafa ekki breytt neinu um stefnu félagsins. Ég er annars þeirrar skoðunar að stjórnendur eigi ekki að vera að spá alltof mikið í hverjir eiga félagið.“ - Hvort fer meiri tími í það hjá þér að leita eftir nýjum fyrirtækjum til að kaupa eða sinna daglegum rekstri Actavis? „Þetta kemur í skömmtum. Það fer töluverður tími í að hugsa um framtíðina, spá í hvort rekstrarumhverfið sé að breytast, hvar tæki- færin – og hætturnar – liggi. Sem dæmi um breytingar er að 1999 seldum við til þriggja aðila sem seldu lyfin frá okkur áfram undir öðrum vörumerkjum. Þetta var og er arðbær rekstur og framlegðin há – af hverju átti þá að vera að sperrast við að ná meiru og fara í beina samkeppni við viðskiptavini okkar? Ég reyndi þá að sjá fyrir hvernig samheitalyfjaiðnaðurinn myndi líta út eftir fimm ár, sýndist að hann myndi örugglega þjappast saman, samkeppnin fyrir hvert lyf færi harðnandi, einstök fyrirtæki myndu stækka og yrðu sjálfbær í að þróa ný lyf. Því yrði í framtíðinni mikilvægt að selja lyf undir eigin vörumerkjum og geta þannig stýrt vörunni frá framleiðslu í apótekin. Þetta þýddi hins vegar að við færum í samkeppni við kaupendur okkar en um leið vildum við ekki missa framlegðaráhrifin sem við höfðum af sölunni til þeirra. Alpharma var þá eitt stærsta fyrirtækið og við svo litlir að við gátum varla fengið fund með þeim. Við seldum þeim og þeir voru einna fyrstir að hóta því að hætta að versla við okkur ef við færum að selja lyf undir okkar eigin vörumerkjum – nú höfum við keypt þá. Ef við stefnum að því að eitthvað gerist 2008 verðum við að koma því af stað núna því að starfsumhverfi okkar einkennist af formlegum og flóknum ferlum. Ætli helmingur af mínum tíma fari ekki í að hugsa um framtíðina og helmingur í daglegan rekstur. Áherslan í daglega rekstrinum er að tryggja að lykilmarkmiðin séu að nást.“ - Er hægt að spyrja hvernig hefðbundinn vinnudagur hjá þér lítur út? „Nei, hann er ekki til! Dagarnir ákvarðast af því sem ég vil klára þann daginn, miðast við hvaða mál hafa forgang, skipuleggja ferðalög og horfa fram í tímann. Ég vil líka vera sveigjanlegur til að geta stokkið á það sem kemur upp á og endurraða þá verkefnunum. Vinnan einkennist af ferðalögum, formlegum fundum, innanhús- fundum og óformlegum samskiptum í síma og um tölvupóst. Áður en við tökum ákvarðanir erum við ekki að drukkna í löngum skýrslum, heldur drögum við saman lykilstaðreyndir og komum ákvörðunum hratt og vel í verk.“ - Hversu oft fundarðu með lykilstjórnendum? „Framkvæmdastjórnin samanstendur af stjórnendum tekjusviðanna fjögurra sem eru Bandaríkin, Vestur-Evrópa, Mið- og Austur-Evr- ópa og sala til þriðja aðila, auk þeirra sem leiða þróunarsvið, fjár- málasvið og rekstrarsvið. Við hittumst formlega einu sinni í mánuði en höldum svo vikulega símafundi og þá með stærri hópi sem í eru FORSÍÐUGREIN • MAÐUR ÁRSINS RÓBERT Í ERLI DAGSINS Tekur á í ræktinni í Laugum snemma að morgni. Kominn á skrifstofuna og skoðar tölvupóstinn. 22 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.