Frjáls verslun - 01.11.2006, Page 32
32 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 6
FORSÍÐUGREIN • MAÐUR ÁRSINS
Alhliða
fjármálaþjónusta
fyrir þig og þína
E
i
n
n
t
v
e
i
r
o
g
þ
r
í
r
1
2
.0
7
8
www.spkef. is
Keflavík - Njarðvík - Sandgerði - Garður - Grindavík - Vogar
- Þú nefnir að erfiðustu ákvarðanirnar séu þær sem enginn annar
sjái rökin fyrir. Er kalt á toppnum?
„Ég álít ekki að það sé kalt á toppnum eins og sumir segja. Þó maður
þurfi að taka erfiðar ákvarðanir virða menn ákvarðanir okkar því að
við erum með samstilltan hóp stjórnenda. Þó menn séu ekki alltaf
sammála er kúltúrinn þannig að menn fylkja sér að baki ákvörð-
uninni og hrinda henni í framkvæmd.“
- Hvaða eiginleikum leitarðu eftir þegar þú ræður fólk?
„Ég lít á reynslu, en umfram allt að fólk hafi frumkvæði, kraft og
metnað, bæði fyrir sig sjálft og fyrirtækið. Okkur liggur á hér í
Actavis. Í okkar umhverfi er meiri samkeppni en víðast annars staðar.
Verðlækkanir í okkar geira nema um 10 prósentum á ári sem er álíka
upphæð og allur hagnaðurinn. Við þurfum bæði að ná því aftur og
samt að vaxa.
Ég leita eftir fólki sem skilur að okkur liggur á og að það er áríðandi
að klára hlutina. Ég leita að stjórnendum sem eru virkir, óhræddir að
taka á hlutunum, deila út verkefnum og fylgja þeim eftir. Auðvitað
verður að tryggja að allir hafi sömu framtíðarsýn, ekki dugir að margir
kokkar séu að krydda sömu steikina. Við höfum lent í að ráða stjórn-
endur sem byrjuðu á að byggja upp sitt eigið veldi, en þeir hafa ekki
staldrað lengi við hjá okkur. Starfsfólkið er lykilatriði í hverju fyrirtæki
– fyrirtæki er aldrei sterkara en þeir sem vinna hjá því.“
Vörður á vegi
velgengninnar
- Geturðu nefnt fimm ákvarðanir sem hafa ráðið miklu um vel-
gengni Actavis undanfarin ár?
„Það væri hægt að nefna margar slíkar! En ætli það sé ekki fyrst sú
ákvörðun að koma lisinopril inn á þýska markaðinn í upphafi. Í öðru
lagi þegar við ákváðum 1999 að þó öll salan væri til þriðja aðila og
skilaði mikilli framlegð væri best að byrja að selja undir eigin merki.
Í þriðja lagi eru ákvarðanir um að lækka framleiðslukostnað með
fjárfestingum á Möltu og í Búlgaríu og efla þróunarstarfsemi á Ind-
landi.“
Viltu aðild að ESB?
- Hvaða áhrif hefði aðild Íslands í ESB á starfsemi Actavis?
„Hún skiptir okkur í sjálfu sér engu máli. Með því að vera fyrir utan
ESB þurfum við rannsóknarstofur þar til að fá leyfi fyrir lyf okkar
sem væri flókið ef við værum ekki í EFTA, en ESB-aðild breytir ekki
öllu.
Veltan okkar hér heima er minni en eitt prósent af veltu Actavis.
Gjaldmiðillinn skiptir heldur ekki öllu máli en það er samt óheppi-
legt að vera með lítinn og sveiflukenndan gjaldmiðil. Það væri miklu
heppilegra fyrir okkur ef hér væri tekin upp evra. Vaxtastigið hér er
brjálæðislegt sem skiptir reyndar ekki öllu máli fyrir okkur því að
getum við tekið lán í evrum eins og önnur fyrirtæki. Einstaklingar
á Íslandi geta gert það líka en það er varla forsvaranlegt vegna geng-
isáhættunnar. Það myndi breyta heilmiklu fyrir heimilin í landinu ef
evran væri tekin upp hér. Ég vildi gjarnan sjá krónuna tengda evrunni
með einhverjum hætti.“
Hátt lyfjaverð á Íslandi
- Verð á lyfjum er stöðugt bitbein. Hvers vegna er verð á lyfjum á
Íslandi hærra en á Norðurlöndum?
„Þar koma til nokkrir þættir. Lyf frá okkur sem seljast aðeins í litlu
magni á íslenska markaðnum ættu sum hver að vera allt að fimm
sinnum dýrari ef þau ættu að standa undir sér miðað við það þjón-
ustustig sem við veitum. Læknar vilja ekki að við hættum með þessi
lyf og okkur finnst það skylda okkar að þjóna markaðnum hér. Þetta
veikir samanburðinn við aðra, en við höfum upp úr stærri lyfjunum
svo að í heild er framlegðin eðlileg.
Við höfum bent á galla í kerfinu. Ef þeir væru lagaðir væri hægt
að skila bæði neytendum og ríki sparnaði án þess að lyfjaverðið væri