Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2006, Side 48

Frjáls verslun - 01.11.2006, Side 48
48 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 6 D A G B Ó K I N Gott til síðasta dropa Langt eftirbragð og fullkomið jafnvægi Sagt var frá því að Baugur Group og meðfjárfestar hefðu lokið yfirtöku á öllu hlutafé í bresku versl- unarkeðjunni House of Fraser. Heildarkaupverðið með fjármögnun skulda var 603 milljónir punda eða 77 milljarðar króna. Það var í lok ágúst sem Baugur, ásamt meðfjár- festum, gerði tilboð í HoF. Meðfjárfestar Baugs eru Don McCarthy, sem verður stjórn- arformaður félags- ins, FL Group, Tom Hunter, eigandi West Coast Capital, Kevin Stanford, stofnandi Karen Millen, Halifax Bank of Scotland (HBOS) í gegnum fjárfestinga- félag sitt Uberior og Stefan Cassar, fyrrum fjármálastjóri Rubicon Retail, en hann verður fjármálastjóri félagsins. John King, sem hefur verið forstjóri bresku versl- unarkeðjunnar Matalan frá árinu 2003, hefur verið ráðinn forstjóri House of Fraser. Hann mun hefja störf í byrjun árs 2007. 9. nóvember YFIRTAKAN Á HOUSE OF FRASER House of Fraser í London. 28. nóvember LATIBÆR FÉKK BAFTA VERÐLAUNIN Magnús Scheving hefur notið mikillar velgengni með fyrirtæki sitt, Latabæ, og er sjónvarpsefni frá fyrirtækinu núna sýnt víða um heim. Nýjasta skrautfjöðrin í hatt Magnúsar var þegar sjón- varpsþættirnir um Latabæ fengu verðlaun bresku kvikmyndaakademíunnar, BAFTA, í flokki alþjóðlegs barnaefnis. Magnús Scheving og félagar í Latabæ. 29. október Ekstrablaðið kallar íslenska athafna- menn „bófa“ Um fátt hefur verið meira rætt en ótrúleg skrif danska Ekstrablaðsins um íslenska athafnamenn að undanförnu. Þetta hefur verið umsvifamikill greinaflokkur af hálfu blaðsins og hefur hann gengið út á að kalla íslenska athafnamenn „bófa“ og hafa allir helstu for- kólfarnir í íslensku útrásinni fengið sinn skammt. Meginlínan í skrifunum hefur verið sú að íslensku fjárfest- arnir séu óheiðarlegir og hafi komist í álnir á vafasaman hátt. Langflestir íslensku fjár- festanna, sem um hefur verið fjallað í þessum ótrúlega greinaflokki, hafa ekki séð ástæðu til að svara skrifunum – ekki talið þau svara verð. Áður en Ekstrablaðið hóf þessa umfjöllun sendi það frá sér tilkynningu um að von væri á umfangsmiklum skrifum um „íslenska kraftaverkið“ og hvaðan peningarnir koma. ,,Hefur þú átt viðskipti við Sterling, Merlin eða Magasin? Og viltu vita hvert pening- arnir þínir fóru? Eða hefurðu lesið Nyhedsavisen nýlega og furðað þig á því hvaðan pen- ingarnir koma? Kauptu þá Ekstrablaðið,“ sagði í tilkynn- ingu vegna greinaskrifanna. „Við höfum komist til botns í hinu íslenska „kraftaverki“ og fylgt peningunum frá Rússlandi til Lúxemborgar, til Karíbahafsins, til Íslands, til Danmerkur. Og það er nú ekki falleg sjón. Við munum sýna þér viðskiptalíkan með bófum, háttsettum stjórnmálamönnum og tugmilljörðum króna,“ sagði ennfremur í tilkynningunni. Þá hampaði blaðið því í umræddri fréttatilkynningu að dönsku blaðamennirnir tveir sem stóðu að umfjölluninni hefðu báðir unnið til „danskra blaðamannaverðlauna“ en einnig var boðað að rússneskur fréttaritari kæmi að skrifunum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.