Frjáls verslun - 01.11.2006, Page 60
60 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 6
ÁRAMÓTAVIÐTÖL
GUÐMUNDUR HAUKSSON
SPARISJÓÐSSTJÓRI HJÁ SPRON
Starfsumhverfið þróast
með jákvæðum hætti
Árið 2006 er besta árið í sögu SPRON. Afkoman hefur aldrei verið
betri og eigið fé hefur aukist mikið. Þjónustukannanir Capacent-
Gallup hafa sýnt að SPRON býður bestu þjónustu sem veitt er
meðal fjármálafyrirtækja á Íslandi og sambærilegar kannanir hafa
sýnt að starfsánægja starfsfólks SPRON er jöfn því sem best ger-
ist hjá fjármálafyrirtækjum á Íslandi. Viðurkenning Jafnréttisráðs
kom skemmtilega á óvart en SPRON fékk þessa viðurkenningu
fyrst fjármálafyrirtækja á Íslandi.
Ég er bjartsýnn á næsta ár. Við erum með öflugt fyrirtæki sem
byggir á frábærum hópi starfsmanna. Vaxtamunur er minni en
hann hefur nokkru sinni verið og hins vegar lítið um vanskil. Í ljósi
þess að SPRON hefur fjárfest mikið í markaðsverðbréfum mun
þróun á verðgildi þeirra hafa mikil áhrif á afkomuna. Þessar fjár-
festingar hafa skilað miklum tekjum og eiga vonandi eftir að gera
það áfram.
Allt okkar starfsumhverfi hefur þróast með jákvæðum hætti
undanfarin ár og það er ekkert sem bendir til annars en að svo
verði áfram. Það er mjög mikilvægt að Seðlabankinn lækki stýri-
vexti sína án þess að það leiði til mikillar veikingar krónunnar.
Takist það þá næst mjúk lending í efnahagslífi okkar.
Okkur hjónunum fæddist þriðja barnabarnið á árinu. Það er
ómetanlegt að sjá lífið þróast áfram með þessum hætti. Árið var
frábært, við hjónin fórum í gott sumarfrí og ferðuðumst til fjar-
lægra landa. ÞÓRUNN GUÐMUNDSDÓTTIR
LÖGMAÐUR HJÁ LEX LÖGMANNSSTOFU
Hlébarðinn hvarf á braut
Eftirspurn eftir þjónustu okkar eykst sífellt og þess vegna fjölg-
uðum við starfsfólki umtalsvert með tilheyrandi breytingum sem
stækkun vinnustaðar hefur í för með sér. Ekki er ástæða til annars
en bjartsýni hvað varðar næsta ár, enda virðast fyrirtæki og stofn-
anir í síauknum mæli gera sér grein fyrir mikilvægi góðrar og fal-
legrar lögmannsþjónustu. Miðað við að nýútskrifaðir lögfræðingar
virðast í engum vandræðum með að fá vinnu er greinilegt að það
er uppgangur í greininni.
Það sem mér þykir minnisstæðast er þegar Héraðsdómur
Reykjavíkur sýknaði alla sakborninga í Baugsmálinu svokallaða
10. mars en ég var einn af verjendunum í því máli.
Í einkalífinu er það minnisstæðast þegar ég lá ein að nóttu til
fárveik af salmonellusýkingu í tjaldi úti í skógi í Kenýa. Hlébarði,
sem kom að tjaldinu urrandi og krafsandi, hvarf snarlega á braut
vegna þess að hann hafði hreinlega ekki lyst á mér, enda var ég
ekki kræsileg.
Þórunn Guðmundsdóttir. „Miðað við að nýútskrifaðir lögfræðingar
virðast í engum vandræðum með að fá vinnu er greinilegt að það er
uppgangur í greininni.“
Guðmundur Hauksson. „Við erum með öflugt fyrirtæki sem byggir á
frábærum hópi starfsmanna.“