Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2006, Síða 60

Frjáls verslun - 01.11.2006, Síða 60
60 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 6 ÁRAMÓTAVIÐTÖL GUÐMUNDUR HAUKSSON SPARISJÓÐSSTJÓRI HJÁ SPRON Starfsumhverfið þróast með jákvæðum hætti Árið 2006 er besta árið í sögu SPRON. Afkoman hefur aldrei verið betri og eigið fé hefur aukist mikið. Þjónustukannanir Capacent- Gallup hafa sýnt að SPRON býður bestu þjónustu sem veitt er meðal fjármálafyrirtækja á Íslandi og sambærilegar kannanir hafa sýnt að starfsánægja starfsfólks SPRON er jöfn því sem best ger- ist hjá fjármálafyrirtækjum á Íslandi. Viðurkenning Jafnréttisráðs kom skemmtilega á óvart en SPRON fékk þessa viðurkenningu fyrst fjármálafyrirtækja á Íslandi. Ég er bjartsýnn á næsta ár. Við erum með öflugt fyrirtæki sem byggir á frábærum hópi starfsmanna. Vaxtamunur er minni en hann hefur nokkru sinni verið og hins vegar lítið um vanskil. Í ljósi þess að SPRON hefur fjárfest mikið í markaðsverðbréfum mun þróun á verðgildi þeirra hafa mikil áhrif á afkomuna. Þessar fjár- festingar hafa skilað miklum tekjum og eiga vonandi eftir að gera það áfram. Allt okkar starfsumhverfi hefur þróast með jákvæðum hætti undanfarin ár og það er ekkert sem bendir til annars en að svo verði áfram. Það er mjög mikilvægt að Seðlabankinn lækki stýri- vexti sína án þess að það leiði til mikillar veikingar krónunnar. Takist það þá næst mjúk lending í efnahagslífi okkar. Okkur hjónunum fæddist þriðja barnabarnið á árinu. Það er ómetanlegt að sjá lífið þróast áfram með þessum hætti. Árið var frábært, við hjónin fórum í gott sumarfrí og ferðuðumst til fjar- lægra landa. ÞÓRUNN GUÐMUNDSDÓTTIR LÖGMAÐUR HJÁ LEX LÖGMANNSSTOFU Hlébarðinn hvarf á braut Eftirspurn eftir þjónustu okkar eykst sífellt og þess vegna fjölg- uðum við starfsfólki umtalsvert með tilheyrandi breytingum sem stækkun vinnustaðar hefur í för með sér. Ekki er ástæða til annars en bjartsýni hvað varðar næsta ár, enda virðast fyrirtæki og stofn- anir í síauknum mæli gera sér grein fyrir mikilvægi góðrar og fal- legrar lögmannsþjónustu. Miðað við að nýútskrifaðir lögfræðingar virðast í engum vandræðum með að fá vinnu er greinilegt að það er uppgangur í greininni. Það sem mér þykir minnisstæðast er þegar Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði alla sakborninga í Baugsmálinu svokallaða 10. mars en ég var einn af verjendunum í því máli. Í einkalífinu er það minnisstæðast þegar ég lá ein að nóttu til fárveik af salmonellusýkingu í tjaldi úti í skógi í Kenýa. Hlébarði, sem kom að tjaldinu urrandi og krafsandi, hvarf snarlega á braut vegna þess að hann hafði hreinlega ekki lyst á mér, enda var ég ekki kræsileg. Þórunn Guðmundsdóttir. „Miðað við að nýútskrifaðir lögfræðingar virðast í engum vandræðum með að fá vinnu er greinilegt að það er uppgangur í greininni.“ Guðmundur Hauksson. „Við erum með öflugt fyrirtæki sem byggir á frábærum hópi starfsmanna.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.