Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2006, Page 64

Frjáls verslun - 01.11.2006, Page 64
64 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 6 ÁRAMÓTAVIÐTÖL DR. JUR. HERDÍS ÞORGEIRSDÓTTIR PRÓFESSOR VIÐ LAGADEILDINA Á BIFRÖST Þátttakan sló öll aðsóknarmet Eins og kunnugt er hafa verið nokkrar hræringar í háskólasam- félaginu á Bifröst undanfarna mánuði sem lyktaði með því að nýr rektor hefur verið skipaður sem vonir eru bundnar við. Að mínu mati stendur Tengslanet III-ráðstefnan síðastliðið vor upp úr hvað varðar jákvæða ásýnd í starfi skólans á árinu. Ég hef staðið fyrir þessari ráðstefnu undanfarin þrjú ár en markmið hennar er að efla völd kvenna í samfélaginu með því að koma saman og ræða ýmsar hliðar jafnréttismála og álykta út frá þeim. Þátttakan sló öll aðsóknarmet. Í því samkeppnisumhverfi sem íslenskir háskólar starfa tel ég brýnt að Bifröst nái að efla akademíska ásýnd með markverðu framlagi á sviði fræða og rannsókna. Þá sé ég ýmis tækifæri í auknu alþjóðlegu samstarfi. Háskólar starfa í nokkuð erfiðu sam- keppnisumhverfi. Því er mikilvægt fyrir minni skólana að leggja áherslu á sérstöðu sína og ágæti. Það sem setur mark sitt á árið eru alvarleg veikindi nánustu vinkonu minnar nú í lok árs en þau eru áminning um fallvaltleika tilverunnar. Ég er auðvitað ánægð með það að á árinu hafa komið út eftir mig nokkrar greinar og rit á alþjóðavettvangi og ég hef talað á ráðstefnum víða erlendis en það eru samtöl við vini og gleðistundir með krökkunum mínum sem standa upp úr. GUÐNÝ ARNA SVEINSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI FJÁRMÁLASVIÐS KAUPÞINGS Samþætting, sundmót og skuldabréf Árið hjá okkur í Kaupþingi var annasamt. Við lentum í mótbyr í upphafi árs en þrátt fyrir það er þetta metár hjá okkur hvað afkomu varðar. Við notuðum árið vel að mínu mati. Samþætting starfseminnar í þeim tíu löndum sem við störfum í var meginvið- fangsefnið. Ef tiltaka á einhver sérstök atriði, þá myndi ég fyrst nefna skuldabréfaútboð bankans í Bandaríkjunum. Við sóttum 3 milljarða Bandaríkjadala til þarlendra fagfjárfesta sem er stærsta skuldabréfaútboð okkar til þessa. Og svo ný afstaðið hlutafjár- útboð þar sem við seldum hlutafé til erlendra fagfjárfesta fyrir 56 milljarða. Næsta ár leggst vel í mig. Kaupþing hefur sýnt sterkan innri vöxt á árinu og við væntum þess að bankinn haldi áfram að vaxa og dafna. Erfiðleikarnir sem upp komu hjá íslensku bönkunum í upphafi ársins eru nú að baki og ég tel að allir bankarnir komi sterkari út úr þeim mótbyr. Fjármálageirinn er orðinn gríðarlega mikilvægur fyrir þjóðarbúið og mikilvægt að áframhaldandi vöxtur og þróun ríki hjá bönkunum og er ekkert sem bendir til annars en að svo verði. Smáatriði daglegs fjölskyldulífs koma mér sífellt gleðilega á óvart. Að fylgjast með dóttur minni vinna sigra á sundmótum, sjá dæturnar ná árangri í náminu og lífinu sjálfu eða að uppgötva heiminn með augum 2ja ára snáða eru ómetanleg augnablik. Guðný Arna Sveinsdóttir. „Samþætting starfseminnar í þeim tíu löndum sem við störfum í var meginviðfangsefnið.“ Herdís Þorgeirsdóttir. „Að mínu mati stendur Tengslanet III-ráð- stefnan síðastliðið vor upp úr hvað varðar jákvæða ásýnd í starfi skólans á árinu.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.