Frjáls verslun - 01.11.2006, Síða 79
F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 6 79
100 BESTU
GRÆJUR ÁRINS 2006
Tímaritið PC World hefur útnefnt bestu græjur ársins í rúm 20 ár og er topp 100
listi þeirra yfir bestu vörurnar alger skyldulesning fyrir áhugamenn um allt sem
snýr að tækninýjungum. Frjáls verslun skoðar hér þennan merka lista.
100 BESTU VÖRUR ÁRSINS 2006
TEXTI: KRISTINN JÓN ARNARSON • MYNDIR: ÝMSIR
SKYLDULESNING TÆKNIÁHUGAMANNSINS:
Þ
ar er enda farið yfir víðan völl og ekki bara verið að leita
að því tæki sem er með flest blikkandi ljós, heldur hugað
að notagildi og gildir þá einu hvort varan er áþreifanleg
eða í formi hugbúnaðar eða netþjónustu. Það er við hæfi
nú í síðasta blaði Frjálsrar verslunar á árinu að líta yfir það besta
sem borið var á borð fyrir tækniáhugamenn árið 2006.
Blaðamenn PC World fá ábendingar um þúsundir stafrænna
tækja og vefsíðna ár hvert sem allar eiga að vera „bestar á sínu sviði“
ef marka má framleiðendur og þá sem markaðssetja vörurnar.
Flestar eru þessar fullyrðingar ansi langt frá hinu sanna, en engu
að síður finnast ár hvert fjölmargar vörur sem án nokkurs vafa
standa upp úr. Og þær eru allar hér á topp 100 listanum. Dæmt
var út frá hönnun, frammistöðu og eiginleikum varanna, en ekki
var sérstaklega dæmt út frá verði.
Engu að síður var í sumum tilvikum ekki hægt að líta fram hjá
því ef verð vöru var langt undir því sem keppinautarnir buðu. Jafn-
framt var hverri vöru gefin sérstök einkunn fyrir áhrif á tækniheim-
inn til að láta þær græjur sem skipta verulegu máli fyrir framþróun
tækninnar njóta þess.
Að endingu var svo tekinn saman heildarstigafjöldi og þannig
raðað upp í 100 bestu vörur ársins. Nefna verður að listinn er
gerður í Bandaríkjunum og því slæðast inn vörur sem fást ekki á
Evrópumarkaði, en það er þó tekið fram við uppröðun græjanna í
50 efstu sætunum.
Græjurnar má þó að sjálfsögðu kaupa á ferðum erlendis eða með
aðstoð erlendra netverslana. Verð sem birt er í greininni er fengið
hjá íslenskum verslunum eða er áætlað út frá verði vestanhafs að
viðbættri tollálagningu og virðisaukaskatti við flutning til lands-
ins. Nánari upplýsingar, tengla og ítarefni má finna í upprunalegri
umfjöllun PC World á slóðinni find.pcworld.com/53158.
1. INTEL CORE DUO
Fartölvu/borðtölvuörgjörvi (frá u.þ.b. 30.000 kr.; fæst í flestum
helstu tölvuverslunum). Core Duo örgjörvinn frá Intel skilar öfl-
ugustu fjölvinnslu sem nokkurn tímann hefur þekkst í fartölvum en
er jafnframt ótrúlega sparneytinn, sem lengir líftíma rafhlaðanna.
Core Duo örgjörvinn er svo góður að hann er ekki einungis lang-
besti kosturinn fyrir PC fartölvur, heldur einnig fyrir nýjustu far-
og borðtölvurnar frá Apple (sem geta nú keyrt Windows). Í haust
kom svo á markað Core 2 Duo, sem er kröftugasti borðtölvuör-
gjörvi sem hannaður hefur verið.
Core Duo hefur veitt Intel umtalsvert forskot á fartölvumarkaðnum
og þótt Athlon 64 X2 DualCore (sem er hér í næsta sæti á lista-
num) sé verulega góður hefur framleiðandanum, AMD, ekki tekist
að ná sömu gæðum í fartölvuörgjörvunum og Intel.
2. AMD ATHLON 64 X2 DUAL-CORE
Borðtölvuörgjörvi (frá u.þ.b. 20.000 kr.; fæst í flestum helstu
tölvuverslunum). Þetta var fyrsti borðtölvuörgjörvinn sem byggði
á tvíkjarnatækni og var sá öflugasti þar til Intel gaf út Core 2 Duo
örgjörvann í haust. Ef þið þurfið verulegt afl til að keyra kröfuhörð
forrit og þurfið ekki að flakka um með tölvuna er X2 engu að síður
frábær kostur.
3. CRAIGSLIST.ORG
Smáauglýsingar á Netinu (að mestu leyti ókeypis). Nú er búið að
stofna Craigslist í yfir 200 borgum um allan heim, enda ekki að
furða, því að þessi smáauglýsingaþjónusta hefur sýnt hve hressilega
TOPP 100 LISTINN • (1-50)