Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2006, Síða 95

Frjáls verslun - 01.11.2006, Síða 95
F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 6 95 Markaðsfyrirtækin verðlaunuð. Gunnar Már Sigurfinnsson frá Icelandair, Bjarney Harðardóttir frá Glitni og Aðalheiður Héðinsdóttir frá Kaffitári tóku við viðurkenningu úr hendi Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Hjónin Björn Kr. Leifsson og Hafdís Jónsdóttir í World Class hlutu á dögunum verðlaun Ímark sem markaðs- menn ársins 2006. Þetta var í 16. sinn sem verðlaunin voru afhent, en þau hafa fyrir löngu unnið sér fastan sess meðal íslensks markaðsfólks. Það var einróma niðurstaða dómnefndar að eigendur hinnar þekktu lík- amsræktarstöðvar væru vel að nafnbótinni komnir sakir frumkvöðlaeiginleika, markaðshugsunar, staðfestu og dugnaðar. Starfsemin hefði eflst jafnt og þétt í tímans rás, bæði hér heima og í Danmörku, þar sem World Class rekur fimmtán stöðvar. „Þau hafa náð ótvíræðu forystuhlutverki á sínu sviði og um leið stuðlað að bættri heilsu og vellíðan viðskipta- vina,“ sagði Ingólfur Guðmundsson, formaður fulltrúaráðs Ímark þegar verðlaunin voru afhent. „Góður markaðsmaður þarf að hafa áræðni og vera opinn fyrir nýjungum. Það er virkilega ánægjulegt að vinna til þessara verðlauna, þau fela í sér jákvæða athygli gagn- vart því sem vel er gert,“ sagði Hafdís Jónsdóttir. Frumkvöðlar. Björn Kr. Leifsson og Hafdís Jónsdóttir í World Class eru markaðsfólk ársins. MARKAÐSMÁL Ímark valdi Icelandair á dögunum sem markaðsfyrirtæki ársins. Það var for- seti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sem afhenti fulltrúum Icelandair þessi eftirsóttu verðlaun. Auk Icelandair hlutu Glitnir og Kaffitár sérstaka viðurkenningu. Þessi þrjú fyrirtæki, sagði Jóhannes Ingi Davíðsson, fram- kvæmdastjóri Ímarks, hafa öll náð góðum árangri í markaðsmálum. Farþegar Icelandair verða í ár um 1,6 milljónir sem er um 20% vöxtur milli ára. Markaðsstarf félagsins fór fram í 10 þjóðlöndum og aðeins 10% þess var hér á landi. „Með miðasölu á Netinu og nýjum áherslum í markaðs- málum höfum við minnkað heiminn og breytt ímynd félagsins. Í hugum almennings erum við stórt og alþjóð- legt fyrirtæki og þannig viljum við líka vera,“ segir Halldór Harðarson, for- stöðumaður markaðssviðs Icelandair. Í dag flýgur Icelandair til 25 áfangastaða, bæði í Evrópu og vest- anhafs. Jafnframt eru ýmsar nýj- ungar á döfinni hjá félaginu og þar ber hæst að snemma í júní á næsta ári hefst reglulegt áætlunarflug til þriggja nýrra áfangastaða, það er Bergen, Gautaborgar og Halifax. Þá verður áherslum í leiðakerfi félagsins breytt á þann veg að boðið verður upp á morgunflug frá Norðurlöndunum og áfram um miðmorgun til Bandaríkjanna. Hjónin í World Class markaðsmenn ársins: Ótvírætt forystuhlutverk Icelandair markaðsfyrirtæki ársins: Minni heimur og breytt ímynd
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.