Frjáls verslun - 01.11.2006, Síða 116
Þyrping hf, Hátúni 2b, 105 Reykjavík
594 4200
594 4201
thyrping@thyrping.is
www.thyrping.is
sími
fax
netfang
vefslóð
þróunarfélag property development
Þyrping reisir sérhannað 12000m² skrifstofuhúsnæði að Borgartúni 26.
Bílastæði verða annars vegar í bílageymslu undir húsinu fyrir um 200 bíla
auk bílastæða við bygginguna.
Húsnæðið skiptist í tvo misháa hluta, 8 hæðir vestan megin og 5 hæðir
austan megin. Á jarðhæð verður verslun og þjónusta en á öðrum hæðum
hússins er gert ráð fyrir skrifstofu- og þjónustustarfsemi. Húsnæðið verður
sérhannað út frá þörfum framsækinna fyrirtækja með frábæru útsýni.
Húsnæðið afhendist tilbúið til innréttinga vorið 2007.
Á vefsíðu Þyrpingar, www.thyrping.is, er að finna frekari upplýsingar auk
ítarlegra teikninga af húsinu í heild og einnig hverri hæð fyrir sig.
Frekari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Þyrpingar í síma: 594 4200.
Til leigu:
Glæsilegt skrifstofuhúsnæði
í hjarta helsta fjármálahverfis
Reykjavíkur
norður
vestur
suður
austur
hz
et
a
eh
f
S K R I F S T O F U - O G V E R S L U N A R H Ú S
leigu og þá fari menn að velta fyrir sér hvort
betra sé að kaupa eða leigja en hins vegar séu
allir langtímaleigusamningar verðtryggðir líkt
og lánin.
Lítið framboð
Varðandi leigu á verslunarhúsnæði segir
Björn Þorri að verslunin sækist að sjálfsögðu
eftir aðgengilegri staðsetningu og áhersla
sé gjarnan lögð á jarðhæðir eða húsnæði á
góðum og sýnilegum stöðum. Hann gerir
ráð fyrir að dýrustu fermetrarnir sem hægt
sé að finna á leigumarkaði hér á landi séu í
eftirsóttu verslunarhúsnæði og þá einkum og
sér í lagi í minni kantinum, lítið húsnæði á
góðum stað.
„Ef ég ætti að útvega í dag 1.000 fermetra
gott skrifstofuhúsnæði í glæsilegu húsi, að ég
tali nú ekki um glæsilegt hús, 7.000-12.000
fermetra að stærð þá er mér óhætt að fullyrða
að það sé nánast ekkert framboð af slíku.
Hugsanlega er eitthvað í byggingu, en í dag
eru þessi hús ekki á markaði. Það er skortur á
góðum eignum í besta flokki.“
- Er offramboð á skrifstofu- og verslunar-
húsnæði fyrirsjáanlegt nú þegar svo mikið er
byggt?
„Það er gaman að rifja upp hina tilfinninga-
þrungnu umræðu upp úr 1990 en umræða
um fasteignamarkaðinn er reyndar alltaf til-
finningaþrungin hér. Þá var ekki talað um
húsnæði, sem var á lausu, í fermetrum heldur
hektörum. En tíminn vann ótrúlega hratt
á því ástandi þótt skapast hefði nokkurt
offramboð í nokkur misseri. Ég held að það
hafi komið mörgum á óvart hversu fljótt
greiddist úr því máli en það er eins og fast-
eignamarkaðurinn og uppbyggingin komi
fólki stöðugt á óvart.
Það virðist hafa verið lögmál í gegnum
tíðina og ég sé ekki að það sé að breytast. Ég
held þó að menn séu að verða meðvitaðri um
hvað fasteignamarkaðurinn er óskaplega lítið
þroskaður hér, enda er hann svo ungur. Við
seljum nánast aldrei eignir sem eru yfir 100
ára, en víða erlendis eru seldar eignir sem eru
jafnvel 500-700 ára gamlar og jafnvel enn
eldri.“
Hús atvinnulífsins er að Borgartúni 35. Það er 3.514 m2.
Hörður Jónsson byggingameistari byggði húsið sem var
tilbúið í maí 2002. Samtök atvinnulífsins og aðildarfélög
þess stóðu saman að kaupunum árið 2001. Núverandi
eigendur eru Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins,
Landssamband ísl. útvegsmanna, Samtök fiskvinnslu-
stöðva, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök atvinnurek-
enda í raf- og tölvuiðnaði, Samtök verslunar og þjónustu og
Hlutdeild, deild Vinnudeilusjóðs SA. Auk þess eru leigjendur
í húsinu Samtök fjármálafyrirtækja, Útflutningsráð Íslands,
Nýsköpunarsjóður og GS1 Ísland.
Í húsinu Borgartúni 27 eru þrjú stórfyrirtæki, Capacent,
KPMG og Icelandic Group. Húsið var byggt á árunum 2002
og 2003 og tekið í notkun í nóvember 2003. Byggingaraðili er
BYGG. Skrifstofuhúsnæðið er 7300 m² og bílageymslur o.fl.
eru að auki 1400 m².
Yfirleitt er húsnæðið ekki selt fullbúið heldur tilbúið til innréttingar.
Algengt er að fermetrinn í svona húsnæði, og á þessu byggingarstigi,
kosti á bilinu 180-230 þúsund krónur.
(Framhald af bls.115)
KRAFA UM BETRA SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI EN ÁÐUR
116 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 6