Ægir - 01.11.2004, Side 11
11
Ú T G Á FA
„Vinnan við þessa útgáfu hefur
verið einstaklega ánægjuleg og þá
ekki síst að finna afar góðar und-
irtektir auglýsenda, sem hafa
beinlínis keppst um að fá að
kynna sína vöru í þessum ritum
sem eru langstærsti og útbreidd-
asti vettvangur þeirra sem vilja
kynna sig fyrir útgerðarfyrirtækj-
um og sjómönnum,“ segir Valþór
Hlöðversson framkvæmdastjóri
Athygli.
„Við höfum á gríðarlegri
reynslu og uppsafnaðri þekkingu
að byggja, en það er átttugasti ár-
angurinn sem nú er að koma út,“
segir Valþór. Ritin voru áður gef-
in út af Fiskifélagi Íslands. At-
hygli tók síðar við starfinu og
eignaðist útgáfuréttinn fyrir fjór-
um árum. „Ritunum er dreift
ókeypis og þann háttinn munum
við hafa á héðan í frá. Það er laga-
skylda að hafa almanakið um borð
í öllum stærri skipum og okkur í
Athygli er sönn ánægja að geta
lækkað útgerðarkostnað útgerðar-
manna með frídreifingu,“ segir
Valþór.
Nytsamlegar upplýsingar
Í ritunum tveimur eru í raun allar
þær upplýsingar sem sjómenn
þurfa. Jón Sigurðsson, vélstjóri og
trillukarl, hefur veg og vanda af
Skipaskránni, en þar er að finna
ítarlegar tækniupplýsingar um öll
þilfarsskip, úthlutaðan kvóta,
kennitölu útgerða og svo fram-
vegis. Í Sjómannaalmanakinu eru
síðan ýmsar nytsamlegar upplýs-
ingar sem mönnum til sjós eru
mikilvægar og í raun ómissandi,
svo sem helstu lagabálkar sem
gilda um og útgerð, töflur um
sjávarföll og gang himintungla
og upplýsingar um alla helstu
nytjafiska á Íslandsmiðum, en í
bókinni eru einmitt myndir af
þeim sem Jón Baldur Hlíðberg
hefur teiknað.
„Þetta er gott almanak og
skipaskráin er mjög vönduð,“
segir Jón Sigurðsson, aðspurður
um ritin. Hann segir dreifinguna
í fyrra hafa tekist einstaklega vel
og engin ástæða sé að ætla að ekki
takist eins til í ár. „Það er því
ekki að ástæðulausu að ég hef
gjarnan talað um mest lesnu bók-
ina á Norður - Atlandshafinu. Ég
veit raunar að það er ekki bara til
sjós sem menn glugga í þessar
bókum, ég veit um marga sem
taka skipaskrána sem hreinan og
kláran skemmtilestur og leggja
bókina ekki frá sér fyrr en svefn-
inn lokar brá.“
Sjómannaalmanakið og Skipaskráin 2005 komin út
Ókeypis dreifing í öll skip
Sjómannaalmanakið og Skipaskráin 2005 eru
komin út, en þetta er alls tæplega 1200 blað-
síðna verk í tveimur bindum. Athygli er útgef-
andi ritanna sem dreift er um borð í öll íslensk
skip og báta, utan skemmtibáta, og auk þess
útgerðarfyrirtækja, hafna og fleiri slíkra - að
viðbættum áskrifendum Ægis.
„Þetta er gott almanak og skipaskráin
er mjög vönduð,“ segir Jón Sigurðsson,
ritstjóri.
Nokkrir af starfsmönnum At-
hygli með Sjómannaalmanakið
2005 og Skipaskrána 2005,
sem samtals eru tæplega 1200
blaðsíður. Frá vinstri:
Atli Rúnar Halldórsson, Ágúst
Ólafsson, Gunnar E. Kvaran,
Valþór Hlöðversson ritstjóri,
Árni Þórður Jónsson og
Jóhann Ólafur Halldórsson.
Myndir: Sigurður Bogi Sævarsson.
aegirdes2004-11tbl 16.12.2004 12:39 Page 11