Ægir

Årgang

Ægir - 01.11.2004, Side 23

Ægir - 01.11.2004, Side 23
23 F R É T T I R þorsks á öllum veiðisvæðum við landið. Komið hefur til tals að safna kvörnum til aldursgreiningar úr þeim fiskum sem magasýni eru tekin úr og gætu sýnin þá nýst til útreikninga á aldursgreindum afla, en flokkun á fiski hefur á síðari árum valdið erfiðleikum við að ná sýnum úr lönduðum afla. Ef menn ná tökum á tilviljana- kenndri sýnatöku er hér um mjög góða sýnatöku að ræða, ekki síst ef söfnunin nær yfir öll veiðisvæði þorsks hér við land. Einnig hefur komið til tals að safna fæðusýnum úr ýsu og ufsa auk þorsks til að átta sig betur á fæðuvali einstakra tegunda. Sem dæmi um atriði sem væri áhuga- vert að skoða er hvort ufsi sé frek- ar að éta kolmunna en þorskur á sömu slóð. Niðurstöður verkefnisins sýna mikinn breytileika í fæðu þorsks á þeim tíma sem verkefnið nær yfir. Sá tími er þó stuttur og liggja niðurstöður aðeins fyrir í tvö heil ár og þá frá frekar tak- mörkuðum fjölda fiskiskipa. Fyrir verkefnið gildir það sama og um aðrar mælingar í fiskifræði, upp- lýsingagildi þess verður því meira sem það hefur staðið lengur. Mynd 7. Magafylli af nokkrum mikilvægum fæðutegundum frá upphafi söfnunar. aegirdes2004-11tbl 16.12.2004 12:40 Page 23

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.