Ægir

Årgang

Ægir - 01.11.2004, Side 25

Ægir - 01.11.2004, Side 25
25 S J Ó V E I K I til dæmis stendur á tábergi eða il. Þessar upplýsingar berast til heil- ans sem reiknar þær út og gefur svo vöðvunum aftur boð um hvernig þeir skuli vinna svo ein- staklingurinn geti haldið jafn- vægi uppréttur svo ekki sé talað um að hreyfa sig. En þá erum við komin út á haf. Þegar líkaminn fer af stað og hreyfist eins og taktfastar öldur þá gefur innra eyrað heilanum boð um að við séum á fleygiferð. Upplýsingarnar geta hinsvegar verið misvísandi; á sama tíma geta augun beinst á einhvern ákveðinn punkt og því spyr heil- inn fæturnar að því hvað sé hið rétta í stöðunni. Svarið er oft mis- vísandi og berist heilanum þau ekki er niðurstaðan sjóveiki. Allt fer af stað. Upplýsingar um allan lík- amann Hlutirnir eiga þó enn eftir að flækjast, þrátt fyrir þessar upplýs- ingar. Hannes segir að smátt og smátt læri heilinn að skynja að innra eyrað gefi yfirdrifnar og oftúlkaðar upplýsingar. Heilinn læri því smátt og smátt að finna út greinarbestu upplýsingarnar, eins og dómari leitar uppi áreið- anlegasta vitnið í hverju því máli sem hann fær til að leiða til lykta og uppkvaðningar. „Þessar upplýsingar frá heilan- um og innra eyranu sérstaklega berast síðan út um allan lík- amann, sem magnast allar upp í sjógangi,“ segir Hannes Petersen. „Í miklum sjógangi magnast boð frá jafnvægisskynviðtækjum innra eyrans sem örva svæði í heilastofni er hafa með ógleði og uppsölur að gera, sem og hjart- slátt, öndun og blóðþrýsting. Ógleðis- og uppsölusvæði mið- taugakerfisins örvast, þetta hefur áhrif á hjartslátt, öndun, blóð- þrýstingur lækkar og hjartsláttur verður hægari. Að auki, vegna þessara mögnuðu boða frá innra eyranu, verður vökuástand sljóvg- aðra og meltingarvegur hægvirk- ari. Af þeirri ástæðu þýðir oft lít- ið að taka sjóveikitöflur, svo hægt fara þær í gegnum meltingarveg- inn að virku efni þeirra ná ekki í blóðstreymið. Stílar eða plástrar eru því það sem best dugar, þá ef þeir eru settir á líkamann áður en haldið er úr höfn.“ Sú spurning er áleitin hversu haldgóð sjóveikilyf séu, hvort þau séu ef til vill fölsk lækning. Hannes kímir þegar þetta er und- ir hann borðið og gagnspyr ef engin sé veikin, hvað sé þá að lækna. „Ef lækna á mann af sjóveiki, verður að taka hann frá borði og setja hann í land. Það er í raun eina lækningin. Í stuttu máli má segja að sjóveiki sé svar náttúru- lega frískra einstaklinga við sjúku umhverfi. Lyf geta vissulega tón- að einkennin niður, en aukaverk- anirnar eru þær að við skynjum okkur þreytt, erum slappari og ekki jafn góð til athafna og ella ætti að vera. Margir telja að sjó- veiki sé bara það eitt að þú kastir upp og sért með ógleði. En hún er líka að líffærin fara að vinna öðruvísi og hægara en eðlilegt má telja og það löngu áður en ein- kenni ógleði og uppkasta finnst,“ segir Hannes. Hann bætir því við að sálræni þátturinn í sambandi við sjóveiki sé býsna stór. Þekkt sé að hafi menn í nægu að snúast gleymi þeir gjarnan einkennum veikind- anna. Sjálfur segist hann til dæm- is oft hafa reynt þetta á eigin skinni sem læknir í þyrlusveit Landhelgisgæslunnar. „Í sjúkra- flugi suður á Reykjaneshrygg finnur maður fyrir velgju á leið- inni, sé ókyrrð í lofti. Hinsvegar gleymir maður því alveg að vera flugveikur á leiðinni til baka því þá hefur maður í nógu að snúast við að sinna sjúklingnum um borð.“ Mannlega þáttinn má ekki vanmeta Hannes Petersen segir athyglis- vert að í rannsóknum á orsökum sjóslysa og óhappa um borð í skipum séu tvær meginskýringar einkum nefndar. Það er einhvers- konar bilun í skipunum eða ofsa- veður sem gjarnan skelli á næsta fyrirvaralítið. Að orsökin liggi þarna sé bæði rétt og satt oft og tíðum, en mikilvægt sé að horfa víðar og rannsaka slysin út frá fleiri þáttum. Mannlega þáttinn megi aldrei vanmeta, hvorki í þessu nú öðru, og hugsanlega sé sjóveiki einnig orsakavaldur, einkum hvað varðar slys og óhöpp. „Fyrirlesturinn sem ég flutti um þetta efni í haust vakti ánægjulega mikla athygli. Þetta vekur ákveðnar væntingar um að öryggismál verði nú tekin til um- ræðu á breiðari grundvelli en gert hefur verið. Þessi umræða um sjó- veiki er af sama meiði sprottin og mikilvægi þess að bæta öryggi, aðbúnað og líðan fólks á vinnu- stað. Nema hvað hér er kannski margfalt meira í húfi, það er að fækka óhöppum til sjós og þar er til mikils að vinna.“ Mikilvæg umræða. Hannes Petersen segir fyrirlestur sinn hafa komið mikilvægri um- ræðu af stað, sem hann vonar að þróist áfram. „Umræða um sjóveiki er af sama meiði sprottin og mikilvægi þess að bæta öryggi, aðbúnað og líðan fólks á vinnustað. Nema hvað hér er kannski margfalt meira í húfi.“ Mynd: Sigurður Bogi Sævarsson. aegirdes2004-11tbl 16.12.2004 12:40 Page 25

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.