Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2004, Síða 28

Ægir - 01.11.2004, Síða 28
28 R A N N S Ó K N I R Á ráðstefnu Rann- sóknastofnunar fisk- iðnaðarins á Akureyri 23. nóvember sl. um matvælarannsóknir á Norðurlandi, gerði Gestur Geirsson, framkvæmdastjóri landvinnslu Samherja hf., grein fyrir verk- efni sem Samherji og fleiri sjávarútvegsfyr- irtæki hafa unnið að ásamt Rannsókna- stofnun fiskiðnaðar- ins og nefnist „Veiðar, vinnsla, verðmæti“ - vinnsluspá þorskafla. Í stórum dráttum sagði Gestur að verkefnið fælist í því að safna upplýsingum um breytur sem tengist eðliseiginleikum þorsks, veiðum og vinnslu, gerð séu líkön fyrir flakanýtingu, galla, eðliseig- inleika þorskholdsins ásamt af- urðaskiptingu og þá nefndi Gest- ur að verkefnið væri tæki til þess að nýta líkön og aðrar upplýsing- ar til að stjórna þorskveiðunum þannig að unnt væri að hámarka verðmæti afurðanna. Nota staðsetningarkerfi „Um þetta verkefni erum við í samstarfi við Rf og Háskóla Ís- lands. Þá vinnum við þetta með skipstjórum og vinnslustjórum í landi. Það sem er nýtt í þessu verkefni er að við erum að nota staðsetningarkerfi Við erum að reyna að kortleggja hafsvæðið í kringum Ísland með tilliti til nýtingar á fiskinum, galla o.s.frv. Þá rannsökum við samhengi á milli holdafarstuðuls og annarra náttúrulegra breyta á vinnslugæð- um. Við skoðum sérstaklega verð- mæti lokaafurðarinnar og hvernig hún tengist öllum breytum í virðiskeðjunni, í stað þess að ein- blína á hvern þátt út af fyrir sig. Upphafið á verkefninu var það að í kringum 2000 fóru menn að veita því betur athygli að nýting- in á fiskinum var mismunandi eftir því hvar fiskurinn var veidd- ur við Ísland og á hvaða tíma. Hið hefðbundna bolfiskveiði- svæði Samherja hf., í þorski og ýsu, eru fyrir vestan, norðan og austan land. Á síðasta ári kom tæpur fjórðungur þorskafla skipa Samherja af Vestfjarða- og Norð- vesturmiðum, en rúmlega 75% komu af Austfjarða- og Norðaust- urmiðum. Við byrjuðum að safna gögnum með tilliti til þessara þátta og árið 2001 var ákveðið í samstarfi við Rf að hefja formlegt rannsóknarverkefni í þessu skyni í stærri skala en við höfðum verið að vinna með. Til þess að verkefn- ið væri marktækt voru fengin fleiri sjávarútvegsfyrirtæki í sam- starf - Fiskiðjan Skagfirðingur, sem reyndar er á svipuðu veiði- svæði og Samherji með sín skip, Vísir í Grindavík, sem er mest fyrir suðaustan, sunnan og suð- vestan land með sinn línuflota og Guðmund Runólfsson hf. í Grundarfirði, sem er með skip sín fyrir vestan land. Með þessu telj- um við að hringnum hafi verið lokað og því eru tekin sýni allt í kringum landið, í hverri einustu veiðiferð, í hverju einasta holi. Þar með eru að verða til gríðar- lega miklar upplýsingar. Það sem við erum að skoða er flakanýting, los, hringormar, mar og holdroði, sem allt eru breytur sem hafa áhrif á skiptingu í afurð- ir og þar með verðmætasköpun- ina. Við skoðum líka drip, sýru- stig og vatnsinnhald. Það má spyrja sig hvaða áhrif mikið magn í botnvörpu hefur á aflaverðmæti og hvort ástæða sé til að velja vinnsluleiðir með tilliti til aldurs hráefnisins og veiðislóðar.“ Á fimmta þúsund mælingar Í október sl. var að sögn Gests búið að taka 4.100 mælingar í verkefninu og hefur komið í ljós að það er mikill breytileiki milli veiðisvæða. Jafnframt hefur kom- ið í ljós að oft og tíðum er sam- ræmi milli fiskifræði sjómannsins og niðurstaðna verkefnisins. Gestur sagði að gagnsemin af þessu verkefni væri margháttuð. Til dæmis að framleiðslustjóri viðkomandi fyrirtækis geti út frá niðurstöðunum gert áætlanir lengra fram í tímann, þar sem eiginleikar hráefnisins séu betur þekktir. Unnt sé að bæta stjórnun á hráefni og starfsfólki í fisk- vinnslunni út frá spám um eigin- leika þorsksins. Og síðast en ekki síst nýtist verkefnið til þess að leggja mat á ávinning og kostnað við langar siglingar á miðin. Fiskimiðin við Ísland kortlögð - m.t.t. nýtingar á fiskinum, galla o.fl. - gríðarmikikilla upplýsinga hefur verið aflað Gestur Geirsson: Við rannsökum samhengi á milli holdafarstuðuls og annarra náttúru- legra breyta á vinnslugæðum. Við skoðum sérstaklega verðmæti lokaafurðarinnar og hvernig hún tengist öllum breytum í virðiskeðjunni, í stað þess að einblína á hvern þátt út af fyrir sig. Mynd: Björn Valur Gíslason. aegirdes2004-11tbl 16.12.2004 12:40 Page 28

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.