Ægir

Årgang

Ægir - 01.11.2004, Side 31

Ægir - 01.11.2004, Side 31
31 S J Á VA R Ú T V E G S S A G A N ana segir Óttar að sér sé minnis- stæður sá skelfingarsvipur sem var á andlitum mannanna þegar þeir lýstu fyrir honum ásigling- unum á Tý. Tveir þeirra fylgdust með atburðarásinni úr brúnni á Falmouth, einn frá þyrluþilfarinu en sá fjórði var yfirvélstjóri og var neðanþilja að stjórna sínum mönnum. ,,En þrátt fyrir að þeim litist ekkert á blikuna og þætti þetta skelfilegt þá stóðu þeir engu að síður fast og einarðlega með sínum skipsherra. Studdu hans ákvörðun.“ Óttar leitaði einnig fanga á skjalasöfnum vegna ritun bókar- innar sem og í White Hall, breska flotamálaráðuneytinu í London. ,,Sum skjalanna sem varða þorskastríðið teljast enn trúnaðarmál, falla undir hina svokölluðu þrjátíu ára reglu. Ég fékk engu að síður aðgang að „leyniskjölum“. Þennan dag sem ásiglingarnar voru gerðar á Tý, 6. maí 1976, óskaði breska flota- deildin eftir því við flotamála- ráðuneytið að fá heimild til að hleypa af tundurskeytum og fall- byssuskotum í áttina að íslensk- um varðskipum. Þessari beiðni höfnuðu bresk stjórnvöld, en auð- vitað sýnir þetta í hnotskurn hve harkan í deilunni var orðin mikil á þessum tímapunti,“ segir Óttar og heldur áfram: ,,Þær bardagareglur sem skip- herrar freigátanna fóru eftir höfðu þennan dag verið rýmkaðar og dagskipunun var að neyta allra bragða sem gæfust til að stöðva íslensku varðskipin. Hve langt ganga skyldi var hinsvegar á valdi skipherranna sjálfra. Ákvörðun Gerald Plumer um að sigla á Tý var alfarið hans sjálfs, en tilgang- urinn með henni virðist hafa verið að sökkva Tý. Ég spyr íslenska sjómenn, og aðra lesendur Ægis að því; þegar 2.400 tonna freigáta er látin ,,taka tilhlaup“ og er siglt á 26 sjómílna hraða með krafti tveggja 15 þúsund hestafla véla á 1.100 tonna varðskip nánast með 90 gráða horni - hvað vakir þá fyrir stjórnanda skipsins?“ Í viðtalinu sem Guðni Th. tók við Plumer skipherra sagði hann að þessar ásiglingar hafi átt sinn þátt í því að hann fékk mjög al- varlegt hjartaáfall. Þessar ásigl- ingar gengu á endanum næst þeim manni sem tók ákvörðun um þær,“ segir Óttar. Með báðar hendur bundnar Þegar freigátan sigldi á Tý var varðskipið Óðinn nærstatt og skipverjar þar fylgdust gjörla með atburðarásinni. Þeir töldu sumir að Týr væri að fara niður - og sama taldi skipstjórinn á togaran- um Carlisle, en sem fyrr segir var varðskipið að eltast við hann þeg- ar atlögur freigáturnar voru gerð- ar. Skipstjóri togarans, Keith Herron, er meðal viðmælenda Óttars í bókinni. „Herron lýsir þessum ásigling- um þannig að honum fannst rangt af skipherra Falmouth að sigla á Tý með þeim hætti sem gert var. ,,Svona gerir enginn sjó- maður við annan sjómann,“ eru hans orð. Sjálfur hef ég oft spurt mig þeirrar spurningar hvort við Íslendingar hefðum nokkru sinni fyrirgefið Bretum ef Týr hefði far- ið niður og 21 maður farist með skipinu.“ Eins og segir hér að framan var mjög farið að vatna undan Bret- um þegar komið var fram á vor- daga 1976. ,,Þó freigáturnar væru auðvitað öflugar og mikil vopna- skip þá voru sjóliðarnir með báðar hendur bundnar fyrir aftan bak, ef svo má segja. Þeim var þröngur stakkur sniðinn til aðgerða á meðan skipherrar íslensku varð- skipanna höfðu mun frjálsari „Þorskastríðin eru því miður mikið til að gleymast. Sérstak- lega hefur mér virst að ungt fólk þekki ekki lengur til þeirra. Þetta finnst mér miður, ekki endilega fyrir hönd okkar á varð- skipunum, sem stóðum þarna í eldlínunni, heldur finnst mér málið snúast um sjálfstæði þjóðarinnar. Því miður þekkir ungt fólk ekki lengur að Íslendingar þurftu að berjast fyrir sjálfstæði sínu og hafa mikið fyrir. Þetta gekk ekki alveg þrautalaust og lýsir bókin því. Þorskastríðin voru hluti af þessari sjálfstæðisbaráttu,“ segir Guðmundur Kjærnested, fyrrum skipherra. Guðmundur stóð í brúnni á Tý í ásiglingum Falmouth á varðskipið. Seigla og baráttuþrek hans - og raunar margra annara í sveitum Landhelgisgæslunnar - vakti athygli meðal sjóliða á freigátum og breska sjómanna í þorskastríðunum. En ekki síður íslensku þjóðarinnar. Ekki er ofmælt að Guðmund- ur og raunar allir skipherrarnir hafi orðið þjóðhetjur og orð- sporið lifir enn. Að minnsta kosti þekkja allir sem komnir eru til vits og ára eitthvað til afreka þessara manna. Ósagt skal hér hinsvegar látið með yngri kynslóðir. „Ég er fæddur 1923 og er alinn upp í anda ungmennafélag- anna, þar sem sjálfstæði þjóðarinnar var mikið kappsmál. Í skóla lærði ég líka Íslandssögu Jónasar frá Hriflu og varð fyrir vikið óskaplegur Danahatari,“ segir Guðmundur og kímir. „Umræðan í dag snýst talsvert um hvort við eigum að ganga í Evrópusambandið. Fyrir slíku hef ég ekki séð skynsamleg rök, þá með tilliti til fiskveiðistefnu sambandsins,“ segir Guðmundur, sem þykir nýútkomin bók Óttar Sveinssonar vera spennandi og til þess falin að vekja fólk til umhugsunar um til hvers var raunverulega barist í þorskastríðunum þrem- ur. Þorskastríðin voru sjálfstæðisbarátta Þorskastríðin eru að gleymast og er það miður, segir Guðmundur Kjærnested, „... og þá ekki endilega fyrir hönd okkar á varðskipunum sem stóðum þarna í eldlínunni, heldur finnst mér málið snúast um sjálf- stæði þjóðarinnar.“ Mynd: Sigurður Bogi Sævarsson. aegirdes2004-11tbl 16.12.2004 12:40 Page 31

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.