Ægir

Volume

Ægir - 01.11.2004, Page 35

Ægir - 01.11.2004, Page 35
35 E L D I S Þ O R S K U R - V I L LT U R Þ O R S K U R Verkefnið „Framtíðarþorskur“ sem hófst haustið 2003 hefur það að markmiði að móta ákveðið gæðakerfi fyrir eldisþorsk svo stuðla megi að því að framleidd- ar verði verðmætar afurðir sem uppfylla gæðakröfu markaðarins. Öðruvísi þorskur? Það hefur lengi verið þekkt að ýmsar náttúrulegar aðstæður geta haft áhrif á holdgæði villts þorsks. Má þar nefna árstíma, framboð fæðu, kynþroskastig, hitastigið í sjónum o. fl. Mikið los er einkum í villtum þorski í byrjun sumars, en þá er fæðuframboð hvað mest í sjónum og fiskurinn étur mikið og vex mjög hratt. Þessi hraði vöxtur leiðir oft til þess að fiskholdið verður laust í sér og er ástæðan líklega sú að bandvef- urinn sem heldur vöðvunum saman nái ekki að styrkjast í takt við hina hröðu uppbyggingu vöðvamassans. Þegar mikið los er í fiski er erfitt að flaka hann og flökin verða sprungin og lin. Losflök flokkast því yfir- leitt í blokkfrystingu, en ekki í verðmikla, hágæða kæli- eða frystivöru á kröfuharðan markað. Því vaknar upp sú spurning hvernig holdgæði eldisþorsks séu, sem er stríðalinn og vex þar af leiðandi mjög hratt all- an eldistímann. Koma ekki upp svipuð vandamál varðandi los og sést í villtum þorski þegar mikið er af fæðu? Höfundur þessarar greinar er sérfræðingur á rannsóknasviði Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins. Soffía Vala Tryggva- dóttir. aegirdes2004-11tbl 16.12.2004 12:40 Page 35

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.