Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2004, Síða 42

Ægir - 01.11.2004, Síða 42
42 U M H V E R F I S M Á L Skólp Óheimilt er að losa skólp frá skipum á hafnarsvæðum eða inn- an netlaga. Sú skylda er sett á hafnir að tryggja aðgengi að við- eigandi móttökuaðstöðu fyrir skólp. Hér er um að ræða umtals- verða breytingu frá ákvæðum eldri laga en þau eru fyllilega í takt við nútíma viðhorf og kröfur í skólpmálum og fráveitumálum þéttbýlis. Tilkynningaskylda Skipum sem flytja olíu og/eða hættulegan varning innan meng- unarlögsögu Íslands ber nú með góðum fyrirvara áður en lagt er úr höfn eða komið er inn ímengun- arlögsöguna að tilkynna Vaktstöð siglinga um ferðir sínar, ásamt því að gefa upp magn og tegund farms. Þetta auðveldar viðbúnað og flýtir fyrir viðbrögðum ef eitt- hvað bregður útaf á siglingu um- hverfis landið. Íhlutun Landhelgisgæsla Íslands fær með þessum nýju lögum víðtækari heimildir til íhlutunar eða að grípa til annarra þeirra ráðstafana sem taldar eru nauðsynlegar inn- an mengunarlögsögu Íslands ef talin er hætta á bráðamengun. Gæslan hefur til dæmis rétt til yfirtöku á stjórn skips ef fyrir- mælum hennar er ekki fylgt. Hér er um að ræða mikilvæga braga- bót á þeim veruleika sem blasti við íslenskum stjórnvöldum þeg- ar skipsstjóri Vikartinds vanmat stórlega aðstæður utan við Háfs- fjöru í apríl 1997 og neitaði að fara eftir fyrirmælum og leiðbein- ingum Landhelgisgæslunnar og fleiri aðila. Eins og hér hefur verið nefnt breyta nýju lögin nokkuð þeim lagaramma sem áður gilti hér á landi. Einnig má nefna að á veg- um IMO er unnið að gerð viða- mikilla breytinga á MARPOL samningnum um varnir gegn mengun sjávar frá skipum. Vegna þessa er nauðsynlegt að endur- skoða nokkrar reglugerðir sem voru settar með stoð í lögum nr. 32/1986, um varnir gegn meng- un sjávar. Þrjár nýjar reglugerðir hafa þegar tekið gildi, nr. 792/2004, um móttöku á úrgangi frá skipum, nr. 800/2004, um umskipun olíu á rúmsjó, og nr. 801/2004, um varnir gegn sorp- mengun frá skipum. Endurskoð- un og viðbætur munu halda áfram næstu mánuði og mun Umhverfisstofnun upplýsa hlut- aðeigandi eftir því sem málinu vindur fram. Að lokum skal bent á að farið hefur fram gagnger endurskoðun Ný lög um varnir gegn mengun hafs og stranda Þann 1. október sl. tóku gildi ný lög nr. 33/2004, um varnir gegn meng- un hafs og stranda. Lögin leystu af hólmi eldri lög frá 1986 og eru í þeim ýmis ný ákvæði, sjá nánar texta í ramma. Ekki er pláss hér til þess að rekja ítarlega ákvæði laganna og er áhugasömum því bent á að frek- ari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Umhverfisstofnunar (www.ust.is). Stofnunin vill þó benda sæfarendum og útgerðum sérstak- lega á þrjú ákvæði: Hin nýju lög um varnir gegn mengun hafs og stranda koma í stað eldri laga frá 1986. Þessi mynd var tekin í Reykjavíkurhöfn. Mynd: Snævarr Guðmundsson. Kristján Geirsson. Greinarhöfundur er fagstjóri hjá Umhverfisstofnun. Pistlar um umhverfismál Umhverfisstofnun og ritstjórn sjávarútvegsblaðsins Ægis hafa tekið höndum saman um upplýsingagjöf til aðila í sjávarútvegi um þau málefni sem tengist hagsmunamálum sæfarenda og útgerða með nokkrum pistlum í næstu tölublöðum Ægis. Er vonast til þess að þeir pistlar verði ykkur lesendur góðir til upplýsinga og fræðslu. Undirritaður er ætíð reiðubúinn að taka við tillögum að efni til um- fjöllunar eða almennt um varnir gegn mengun hafs og stranda hvort sem er ofan af landi eða frá skipum. aegirdes2004-11tbl 16.12.2004 12:41 Page 42

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.