Ægir

Volume

Ægir - 01.11.2004, Page 43

Ægir - 01.11.2004, Page 43
43 U M H V E R F I S M Á L á vefsíðum Umhverfisstofnunar um málefni hafsins og er það von okkar sem að þeim málum standa að þar sé komin upp víðtæk upp- lýsingaveita fyrir hagsmunaaðila og almenning um þennan mikil- væga málaflokk. Umhverfisstofn- un hefur einnig gefið út 4. ritið í ritröðinni „Upplýsingar og stað- reyndir“, um mengun hafs og stranda. Ritið má fá hjá Um- hverfisstofnun með því að senda beiðni í póstfangið ust@ust.is eða með því að sækja það á heimasíðu stofnunarinnar www.ust.is. Lynghálsi 4 - 110 Reykjavík Sími: 588 8881 - Fax: 588 8944 Heimasíða: simnet.is/jonbergsson - E-mail: jonbergsonehf@simnet.is Samkvæmt nýju lögunum hefur Landhelgisgæslan rétt til yfirtöku á stjórn skips ef fyrirmælum hennar er ekki fylgt. Hefðu þessi lög verið komin þegar Vikartindur strandaði í Háfsfjöru í apríl 1997 hefði skipsstjóri Vikartinds borið lagaleg skylda til þess að fara eft- ir fyrirmælum og leiðbeiningum Gæslunnar. Mynd: Eyjólfur Magnússon. Helstu nýmæli í lögum nr. 33/2004 um varnir gegn mengun hafs og stranda eru: • Bann við losun skólps á hafnarsvæðum og innan net- laga (8. gr.). • Lagning sæstrengja og sæsíma er háð samþykki Umhverfisstofnunar (9. gr.). • Auknar kröfur eru gerðar um móttökuaðstöðu í höfn- um fyrir úrgang frá skipum og gjaldtökuheimildir hafna þar að lútandi (11. gr.). • Auknar skyldur varðandi til- kynningar skipa um ferðir sínar (12. gr.). • Aukinn réttur til íhlutunar ef hætta er talin á mengun hafs og stranda (15. gr.). • Krafa um að ákveðin meng- andi starfsemi sé með ábyrgðartryggingar vegna hugsanlegra bráðameng- unaróhappa (16. og 17. gr.). • Krafa um að mengandi at- vinnurekstur láti gera við- bragðsáætlanir (18. gr.). Ákvæði um að strönduð og sokkin skip verði fjarlægð (20. gr. og bráðabirgðaákvæði I). aegirdes2004-11tbl 16.12.2004 12:41 Page 43

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.