Ægir

Volume

Ægir - 01.11.2004, Page 45

Ægir - 01.11.2004, Page 45
45 S Ö F N Sjóminjasafnið á Húsavík er deild í Safnahúsinu á Húsavík og þar er útgerð og sjósókn í Suður- og Norður-Þingeyjarsýslu gerð skil á skemmtilegan hátt. „Það tók tólf ár að byggja sjálft safnahúsið, en það var síðan opn- að fyrir tveimur árum. Hér hafði hins vegar verið safnað munum tengdum sjósókn síðan árið 1952. Þeir voru í geymslum og einnig voru munir tengdir hákarlaveið- um geymdir á Grenjaðarstað. Helgi Bjarnason var mikill áhugamaður um uppbyggingu þessa safns og sömuleiðis vann Finnur Kristinsson, fyrsti for- stöðumaður hér, ötullega að upp- byggingu safnsins. Og það átti líka við um sjómenn hér á Húsa- vík, sem sýndu þessari sögu mik- inn áhuga. Sjóminjasafnið er deild í okkar byggðasafni sem tekur til sjó- sóknar og sjávarnytja hér á norð- austurhorninu. Við horfum til sjósóknar frá upphafi, en ekki síst tuttugustu aldarinnar. Við höfum verið að vinna að þingeyskum sögugrunni, þar sem við skráum öll bátamið Þingeyinga frá sýslu- mörkum Eyjafjarðarsýslu og aust- ur fyrir Langanes. Þessum upplýs- ingum ætlum við síðan að koma á tölvutækan kortagrunn þannig að þær verði aðgengilegar safngest- um hér,“ segir Guðni Halldórs- son, forstöðumaður Safnahússins á Húsavík og um leið forstöðumað- ur Sjóminjasafnsins, sem er í sér- stöku húsi, en áfast öðru rými Safnahússins. Útgerðarsaga Einars Sörenssonar Það vekur athygli þegar inn í Sjó- minjasafn Þingeyinga er komið að þar inni eru nokkrir glæsilegir bátar, sem Guðni segir að eigi sína ríku sögu. Þá eru áberandi gríðarmiklar selabyssur, en óvíða var kraftmeiri selveiði stunduð en einmitt á Skjálfanda. Ýmsan vél- búnað er þarna að finna og ótal margt sem minnir á sjósókn fyrri tíma. „Ég geri ekki upp á milli hlut- anna hér, en það er óhætt að segja að margir þessara muna séu mjög merkilegir. Ég nefni til dæmis ýmsa muni frá Einari Sörenssyni. Einar fleygði aldrei neinu. Hér er til dæmis bátur Einars, sem upp- haflega var árabátur. Á honum er upphaflegur seglabúnaður og öll helstu áhöldin frá því að hann gerði út. Það má segja að hér sé varðveitt útgerðarsaga Einars,“ segir Guðni. Sjóminjasafnið á Húsavík: Sjóminjasögu Þingeyinga gerð skil Guðni Halldórsson, forstöðumaður Safnahússins á Húsavík. Vélbúnaði er gerð skemmtileg skil á safninu. Nokkrir glæsilegir bátar eru á safninu, sem vitna um liðna tíð. Sjóminjasafnið á Húsavík hefur verið opið undanfarin tvö ár, en söfnun muna sem tengjast útgerð og sjósókn í Þingeyjarsýslum hófst á sjötta áratugnum. Guðni Halldórsson: Ég geri ekki upp á milli hlutanna hér, en það er óhætt að segja að margir þessara muna séu mjög merkilegir. aegirdes2004-11tbl 16.12.2004 12:41 Page 45

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.