Ægir

Volume

Ægir - 01.11.2004, Page 46

Ægir - 01.11.2004, Page 46
46 F É L A G S M Á L Í greinargerð með ályktuninni segir m.a. að á undanförnum árum hafi verið dregið úr starf- semi Landhelgisgæslunnar, en með flutningi hennar til Kefla- víkurflugvallar og með auknum verkefnum væri unnt að efla og styrkja stofnunina. „Íslendingar væru þar með orðnir virkir þátt- takendur í vörnum landsins. Einnig myndi þessi breyting tryggja örugga leitar- og björg- unarþjónustu og fullnægjandi eft- irlit úr lofti á hafsvæðinu um- hverfis Ísland,“ segir í greinar- gerð. Og einnig segir þar: „Það er orðið löngu tímabært að setja Landhelgisgæslunni ný markmið og verkefni. Einnig er kominn tími til að endurskoða tækjakost Landhelgisgæslunnar. Miklar breytingar hafa verið á starfsemi stofnunarinnar á þessum tíma, fullnaðarsigur yfir auðlindalög- sögunni, meiri kröfur til björgun- ar- og umhverfismála, ógn af hryðjuverkum o.fl. Þar sem Ís- land er eyja í miðju Atlantshaf- inu, njóta margar þjóðir góðs af öflugri björgunarþjónustu og eft- irliti. Athuga þarf hvort alþjóða- stofnanir svo sem NATO, IMO, ICAO, nágrannaríkin og Banda- ríkin séu tilbúin að taka þátt í kostnaði af þessari starfsemi.“ Leiguframsal verði takmarkað Í annarri samþykkt skoraði for- mannaráðstefnan á ríkisstjórnina að koma í framkvæmd þeirri ákvörðun sem mörkuð er í stjórn- arsáttmálanum um að takmarka verulega leiguframsal innan fisk- veiðiárins. Í greinargerð með samþykkt- inni segir að leiga á aflaheimild- um innan ársins sé og muni verða megin ástæðan fyrir misferli við launauppgjör sjómanna á meðan hún sé heimiluð. „Sú áhersla sem lögð var á að koma línuívilnun í framkvæmd er í hróplegu ósam- ræmi við það athafnaleysi sem einkennt hefur þennan þátt stjórnarsáttmálans. Afgerandi takmörkun á kvótaleigu innan fiskveiðiársins er mun stærra mál en svo að ásættanlegt sé fyrir sjó- menn að látið sé kyrrt liggja árum saman. Ráðstefnan skorar því á sjávarútvegsráðherra að beita sér fyrir því innan ríkis- stjórnarinnar að hrint verði í framkvæmd þessum veigamikla þætti stjórnarsáttmálans,“ segir orðrétt í greinargerðinni. Kjarasamningi fagnað Formannaráðstefnan fjallaði um svokallaða norðausturleið og ályktaði að nauðsynlegt væri að Íslendingar fylgist vel með hugs- anlegum auknum möguleikum okkar varðandi umskipunarhöfn í tengslum við aukna umferð um þessa leið. Ráðstefnan ályktaði að hún vildi að Samkeppnisstofnun láti fara fram skoðun á því hvort sala og verðlagning á fiski í beinum viðskiptum milli aðila standist samkeppnislög. Þá er því fagnað að náðst hafi frjálsir samningar milli skip- stjórnarmanna og LÍÚ í fyrsta skipti um árabil. „Með samn- ingnum hefur verið stigið mikil- vægt skref í átt að sátt milli skip- stjórnarmanna og útvegsmanna. Ráðstefnan telur að þótt sú sátt sé takmörkunum háð, sé hún mikil vægur vegvísir til nánara og heil- brigðara samstarfs um kjaramál skipstjórnarmanna í framtíðinni,“ segir í samþykkt formannaráð- stefnunnar. Formannaráðstefna Farmanna- og fiskimannasambandins: Landhelgisgæslan verði flutt til Keflavíkurflugvallar Á formannaráðstefnu Farmanna- og fiskimannasambandsins á Siglu- firði dagana 25. og 26. nóvember sl. var samþykkt ályktun þar sem skorað er á ríkisstjórnina að efla og styrkja Landhelgisgæslu Íslands. Skoðað verði gaumgæfilega hvort ekki sé raunhæft að flytja stofnunina til Keflavíkurflugvallar og taka að sér björgunarþjónustu og eftirlit úr lofti á hafsvæðinu umhverfis Ísland, sem bandaríski herinn á Keflavík- urflugvelli hafi sinnt hingað til. Frá formannaráðstefnu Farmanna- og fiski- mannasambandsins. Mynd: Þórhallur Ásmundsson. aegirdes2004-11tbl 16.12.2004 12:41 Page 46

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.