Ægir

Årgang

Ægir - 01.11.2004, Side 53

Ægir - 01.11.2004, Side 53
53 S J Á VA R Ú T V E G S S A G A N Þann 27. nóvember sl. færði Sigurður Sigurðs- son á Húsavík Sjó- minjasafninu þar í bæ höfðinglega gjöf - tímaritið Ægi frá upp- hafi til dagsins í dag, innbundið og gyllt. Gjöfin er til minningar um föður Sigurðar og nafna, Sigurð Sigurðs- son, sem hefði orðið níræður 17. október sl. Ekki eru upplýsingar um hvort þetta Ægis-safn er það eina sem til er í einkaeigu, en ekki er ólík- legt að telja að svo sé. Hér er um að ræða ómetanlegan fjársjóð um sögu sjávarútvegs á Íslandi á 20. öldinni, en fyrsta tölublað Ægis kom út í júlí 1905. Guðni Hall- dórsson, forstöðumaður Sjóminja- safnsins, sagði safnið ómetanlegt fyrir Sjóminjasafnið og styrkja það enn frekar í sessi. Greitt fyrir bókband með Ægi „Faðir minn, Sigurður Sigurðs- son, átti tæki og tól til að binda inn bækur. Meðal annars batt hann inn fyrir mann hér á Húsa- vík, sem hét Einar Sörensson, afi Einars Njálssonar fyrrverandi bæjarstjóra hér á Húsavík og nú- verandi bæjarstjóra í Árborg. Ein- ar Sörensson átti Ægi frá upphafi og hann greiddi föður mínum fyrir bókbandið með Ægi. Pabbi þáði þetta með þökkum og þannig eignaðist hann fyrstu ár- ganga Ægis. Þegar ég varð 25 ára gamall árið 1968 gaf pabbi mér þetta Ægis-safn í afmælisgjöf. Hann hafði þá bundið inn öll blöðin sem höfðu komið út til þess tíma, gyllt bækurnar og gengið afar vel frá þeim.“ Innbundið jafnóðum „Það kom því ekkert annað til greina en að halda áfram að kaupa Ægi, bæði vegna þess að mér fannst blaðið áhugavert, enda var ég sjómaður til margra ára, allar götur þar til fyrir tuttugu árum síðan, og einnig fannst mér ekki koma til greina að hætta að kaupa blaðið með alla árganga fram að þessum tíma í höndunum. Pabbi hélt áfram að binda blaðið inn fyrir mig fram til ársins 1979, en hann lést síðan í ágúst 1983. Ár- gangana frá 1980 til 1990 batt inn gamall maður á Hvammi, Þórarinn Þórarinsson, ættaður úr Vogum í Kelduhverfi. Frá 1991og til dagsins í dag hefur Adam Jónsson, vistmaður á Hvammi, fyrrverandi bóndi í Kelduhverfi, séð um bókbandið. Það eina sem ég á eftir að skila hingað er árgangur 2004, sem verður lokið við að binda inn eftir áramótin,“ segir Sigurður. Áskrifandi í áratugi Sigurður Sigurðsson skósmiður gaf á sínum tíma verkfæri sem hann notaðist við í sinni vinnu til Safnahússins, sem Sjóminjasafnið er hluti af, og segir Sigurður son- ur hans að í sínum huga hafi ekk- ert annað komið til greina í sín- um huga en að þetta veglega safn af Ægi væri best komið á Sjó- minjasafninu. „Pabbi átti auðvit- að heiðurinn af því að hafa byrjað að safna blaðinu, þó svo að ég hafi haldið því áfram.“ Sigurður hefur því keypt Ægi undanfarna áratugi, en hættir því núna um áramótin. Honum er þökkuð samfylgdin og tryggð við blaðið. Jafnframt er Sjóminjasafn- ið á Húsavík boðið velkomið í áskrifendahópinn, en það tekur við áskrift Sigurðar og tryggir þar með að Ægir verður allur til í safninu fyrir komandi kynslóðir. Ómetanleg gjöf til Sjóminjasafnsins á Húsavík: Innbundinn Ægir frá upphafi Fyrsta tölublaðið kom út í júlí 1905. Um hundrað ára saga Ægis samankomin á hillu í Sjóminjasafninu. Sigurður Sigurðsson segist vera afar sáttur við að þetta ómetanlega safn skuli nú vera komið í Sjóminjasafnið á Húasvík. aegirdes2004-11tbl 16.12.2004 12:41 Page 53

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.