Ægir - 01.04.2009, Side 6
6
R I T S T J Ó R N A R P I S T I L L
Óhætt er að segja að mikill þungi sé í umræðunni innan sjávar-
útvegsins og í samfélaginu öllu vegna fyrningarleiðarinnar svo-
kölluðu sem stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar inniheldur.
Sjaldgæft er að sjá svo harkaleg viðbrögð við fyrirætlunum rík-
isvaldsins í sjávarútvegsmálum koma samtímis frá sveitarfé-
lögum, hagsmunaðilum í greininni og einstökum fyrirtækjum.
Hvort heldur eru útgerðaraðilar smærri báta eða stórra skipa -
öll eru viðbrögðin á sömu lund. Undantekingarlaust varnaðar-
skilaboð eða krafa um að áformin séu sett tafarlaust til hliðar.
Hér er augljóslega á ferðinni mál sem gengur þvert á flokkslín-
ur, samanber þær ályktanir sem koma frá forsvarsmönnum
sveitarfélaganna. Flokksmenn ríkisstjórnarflokkanna sem sitja
í sveitarstjórnum senda harðorð mótmæli við þessum áform-
um, jafnvel þótt stefnumál í þessa veru hafi fylgt flokkunum
frá síðustu landsþingum inn í stefnuskrár þeirra fyrir síðustu
kosningar. Það er út af fyrir sig umhugsunarefni að jafn við-
kvæm mál séu ekki betur til lykta leidd innan lýðræðislegra
stofnana sem stjórnmálaflokkarnir eru áður en þau rata alla
leið inn í stefnuskrá ríkisstjórnar. Að minnsta kosti er ekki
hægt að draga aðra ályktun af atburðarásinni en þá að sjónar-
mið séu vægast sagt mjög mismunandi innan flokkanna þegar
ályktanir flokka í sveitarstjórnum margra sjávarútvegsbyggð-
anna eru skoðuð.
Um sjávarútveginn verða eflaust alltaf deildar meiningar hér
á landi og vandséð hvernig stjórnmálamenn geta notað hug-
takið að ná sátt í þjóðfélaginu um jafn stóra grein sem hér um
ræðir. Gagnrýni á þessa grein líkt og aðrar hlýtur að vera af
hinu góða og ekkert kerfi getur staðið óbreytt um alla eilífð.
Fyrst og síðast skiptir máli að greinin búi við réttlátar leikregl-
ur og að hún geti skilað sem allra mestum arði inn í þjóðarbú-
ið.
Ekkert kerfi er svo heilagt að ekki megi hrófla við því. Svo
er heldur ekki um íslenska fiskveiðistjórnarkerfið. En sú
aðferðafræði að boða fyrningarleið, innköllun aflaheimilda og
endurúthlutun þeirra án þess að t.d. nokkrar leikreglur við end-
urúthlutunina séu skýrðar gat ekki kallað á annað en hörð við-
brögð. Og af fyrstu viðbrögðum nýs sjávarútvegsráðherra við
umræðunni er ekki annað að skilja en ekkert verði gert nema í
sátt við greinina. Vandséð er að þetta tvennt fari saman, fyrn-
ingarleið og sátt, þannig að annað hvort hlýtur víkja þegar upp
verður staðið.
Íslenskur sjávarútvegur er framsækin grein, tæknilega fram-
arlega bæði til sjós og lands og hefur sterka stöðu og ímynd á
alþjóðavettvangi. Um þetta er ekki deilt hér heima. Það sætir
sjaldan ef nokkurn tíma gagnrýni þótt fjárfest sé verulega í
skipum eða vinnslutækni því almennt gerir fólk sé grein fyrir
að það þarf að fjárfesta til að skapa framtíðararð. Deiluefnin
snúast um það að aflaheimildir geti búið til verulega fjármuni
sem þeir sem á heimildunum halda geti farið með út úr grein-
inni og að hægt sé að framleigja aflaheimildir með óeðlilega
miklum arði.
Hér er komið að kjarna málsins. Því hvort hér séu þeir agn-
úar kerfisins sem stjórnmálaöflin hafa haft í hug þegar hug-
myndir um fyrningarleiðina voru settar upp á borðið. Spurningin
er sú hvort ekki sé nær að nálgast þessa agnúa á kerfinu með
öðrum hætti og taka á þeim fremur en rugga öllum bátnum í
einu. Allir sem halda til veiða vita að árangurinn byggist á því
að nota viðeigandi veiðarfæri. Margt bendir til að fyrningarleið-
in sé alltof stórtækt og dramatískt verkfæri fyrir það verkefni
að þróa íslenska fiskveiðistjórnun áfram á réttri braut. Því
aldrei má missa sjónar á því að varðveita þá sterku stöðu sem
íslenskur sjávarútvegur hefur og þeir sem ráða för í samfélag-
inu verða að standa undir þeirri ábyrgð að vanhugsaðar ákvarð-
anir geta kastað á glæ margra áratuga uppbyggingarstarfi á
undraskömmum tíma.
Fyrningarleið
ruggar bátnum
„Þórshöfn og Bakkafjörður eru sjávarþorp sem byggja sína
tilveru á veiðum og vinnslu á sjávarfangi. Við lýsum yfir mikl-
um áhyggjum út af fyrirhugaðri fyrningarleið með aflaheimild-
ir sjávarútvegsfyrirtækja. Það er nóg að þurfa að glíma við
gæftir, aflabrest og stærð fiskistofna.
Undanfarin ár hafa sjávarútvegsfyrirtæki hér á svæðinu
verið að efla sig með fjárfestingum í tækjabúnaði og aflahlut-
deildum. Mikilvægt er að sjávarútvegsfyrirtækin í landinu viti
að hverju þau ganga til framtíðar. Það mun hægja á allri
framþróun í sjávarútvegi ef ekki verður hægt að gera lang-
tímaáætlanir.
Langanesbyggð hefur staðið í miklum hafnarfjárfestingum
síðustu ár til þess að bæta alla aðkomu og aðstæður á
staðnum, og á síðasta ári var fólksfjölgun í Langanesbyggð
með því besta sem gerist á landinu í dag. Það er og mun
verða í okkar verkahring að standa vörð um atvinnulíf og
búsetuskilyrði okkar svæðis og er því ógnað ef fyrirhuguð
fyrningarleið verður farin.“
(Hreppsnefnd Langanesbyggðar um fyrningarleið í sjávarútvegi - vefur LÍÚ)
„Sjávarútvegurinn hefur endurheimt forystusæti sitt sem
undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar. Íslendingar hafa sjaldan,
eða aldrei, átt meira undir því að sjávarútvegurinn gangi vel.
Hrun fjármálakerfisins hefur leitt til þess að þjóðin setur nú
allt sitt traust á að sjávarútvegurinn standist öll fárviðri og
sé fær um að geta lagt sitt að mörkum við að sigla þjóðar-
skútunni í öruggt lægi.
Stjórn Snæfells er þess fullviss að atvinnugreinin muni
standa undir þeim væntingum sem til hennar eru gerðar. Því
er þó ekki að neita að staðan hefur oft verið auðveldari en
nú. Skuldir, sem að mestu eru tilkomnar vegna kaupa á
veiðiheimildum, hafa hækkað gríðarlega, veiðiheimildir í
þorski skertar um tugi prósenta og taka ekki mið af vexti og
viðgangi stofnsins, auk þess sem alþjóðleg kreppa hefur leitt
til verðlækkunar sjávarafurða á helstu mörkuðum.
Stjórn Snæfells mótmælir harðlega öllum hugmyndum rík-
isstjórnarinnar um innköllun veiðiheimilda.
Stjórn Snæfells skorar á stjórnvöld að styrkja íslenskan
sjávarútveg og tryggja þannig viðunandi framtíðarsýn
atvinnugreinarinnar.
(Samþykkt stjórnar Snæfells - félags smábátaeigenda á Snæfellsnesi. Vefur LS)
U M M Æ L I