Ægir - 01.04.2009, Blaðsíða 40
40
S J Á V A R Ú T V E G S N Á M
Nú í vor var Sjávarútvegsmið-
stöð formlega stofnuð við Há-
skólann á Akureyri þegar und-
irritaður var samningur þar
um milli Háskólans á Akureyri
og sjávarútvegsráðuneytisins.
Hreiðar Þór Valtýsson, for-
stöðumaður miðstöðvarinnar,
segir að tilgangurinn sé að
auka tengsl háskólans út í
sjávarútveginn en sem kunn-
ugt er býður skólinn nám í
sjávarútvegsfræðum og hefur
útskrifað um 150 manns úr
því námi.
Sjávarútvegsmiðstöðinni
við Háskólann á Akureyri er
ætlað er að styðja við þá
stefnu Háskólans á Akureyri
að efla tengsl atvinnulífs og
skóla; styrkja gagnkvæm
tengsl og rannsóknir svo og
öflun og miðlun þekkingar
innan sjávarútvegs. Markmið
miðstöðvarinnar er að styrkja
forystuhlutverk HA á sviði
menntunar og rannsókna í
sjávarútvegi með eflingu hag-
nýtra rannsókna, verkefna og
kennslu tengdri sjávarútvegi.
Í því felst m.a. að efla sam-
starf HA við atvinnugreinina,
að stuðla að bættri ímynd
sjávarútvegs meðal almenn-
ings og eflingu náms í sjávar-
útvegsfræðum við HA.
Skýr markmið
Sjávarútvegsmiðstöðin mun
leitast við að ná markmiðum
sínum með því að:
• Afla og miðla upplýsingum
til fyrirtækja og samstarfsað-
ila.
• Annast gerð rannsóknaráætl-
ana og framkvæmd þeirra.
• Stuðla að nýsköpun og
styðja við frumkvöðlastarfs-
semi í sjávarútvegi.
• Stuðla að samvinnu við inn-
lendar og erlendar rann-
sóknastofnanir, svo og aðra
aðila, um málefni er varðar
sjávarútveg.
• Standa fyrir ráðstefnum, um-
ræðufundum, námskeiðum,
fyrirlestrum og annarri
fræðslustarfsemi.
• Tengja nemendur HA við
verkefni í fyrirtækjum.
• Annast þjónusturannsóknir í
eigin nafni.
• Safna upplýsingum um sjáv-
arútvegs í gagnagrunn sem
nýtist í rannsóknum.
• Standa fyrir útgáfu rita og
söfnun bóka, tímarita og
annars efnis um sjávarútveg.
Liður í eflingu sjávarútvegsins
„Með stofnunun Sjávarútvegs-
miðstöðvarinnar styrkjum við
ímynd okkar út á við í sjávar-
útveginn, bæði á þann hátt
að efla sjávarútvegsnámið
okkar og tengja það betur út
í atvinnulífið. Því til viðbótar
erum við með rannsóknir hér
hjá okkur sem sömuleiðis er
ætlunin að tengja betur út í
avinnulífið og ég sé fyrir mér
eflingu á því sviði líka,“ segir
Hreiðar og bætir við að hann
og Hörður Sævaldsson, sem
einnig er starfsmaður mið-
stöðvarinnar, hafi nú þegar
farið víða í heimsóknir úti í
greininni og fengið góðar
viðtökur.
„Við höfum verið að reyna
að kynnast íslenskum sjávar-
útvegi beint í æð og vinnum
þannig strax markvisst að
þessum auknu tengslum.
Heimsóknum okkar er und-
antekningalaust mjög vel tek-
ið og við finnum því fyrir
mikilli jákvæðni,” segir Hreið-
ar og bætir við að í gegnum
tíðina hafi Háskólinn á Akur-
eyri átt góð samskipti við
greinina og hafi því á góðum
grunni að byggja. „Allt miðar
þetta í sömu átt, þ.e. að efla
íslenskan sjávarútveg og við
teljum okkur hafa hlutverk að
rækja í þeim efnum.“
Kastljósið á sjávarúteginn
meira en áður
Hreiðar segir fyrirtæki al-
mennt jákvæð fyrir að efna til
verkefna af ýmsu tagi með
HA, bæði nemendaverkefna
og annarra verkefna sem geti
skilað báðum aðilum árangri.
„Í sjávarútvegi hafa menn
lengi átt við ímyndarvanda-
mál að etja en vegna ástands-
ins hefur staðan svolítið
breyst, kastljósið á sjávarút-
veginn aukist. Menn eru með-
vitaðir um að það er verið að
gera margt gott í sjávarútvegi
en engu að síður skynja ég
mikinn nýsköpunarvilja, það
að gera enn betur á sem flest-
um sviðum. Þar getum við
komið að málum sem stofnun
sem rannsakar eða miðlar
upplýsingum sem geta komið
að gagni. En því má heldur
ekki gleyma að nú njótum við
þess að mjög margir starfandi
sjávarútvegsfræðingar frá
okkur eru komnir inn í fyrir-
Ný Sjávarútvegsmiðstöð Háskólans á Akureyri hefur að markmiði
að efla tengsl skólans og sjávarútvegsins:
Finnum fyrir auknum áhuga á
sjávarútvegsnáminu á nýjan leik
- segir Hreiðar Þór Valtýsson, forstöðumaður
Hreiðar leiðbeinir nemendum í stofnmælingarleiðangri á Eyjafirði.