Ægir - 01.04.2009, Side 47
47
Þ O R S K E L D I S R A N N S Ó K N I R
Matís hefur stundað rann-
sóknir á þorskeldi og þáttum
þar að lútandi í samvinnu við
eldis- og fiskvinnslufyrirtæki
hér á landi. Þar á meðal er
verkefnið „Vinnsla og gæða-
stýring á eldisþorski“ sem
unnið var í samstarfi Hrað-
frystihússins Gunnvarar og
Matís og styrkt af AVS sjóðn-
um. Verkefninu er nú lokið en
í því var leitað leiða til að
þróa hefðbundnar aðferðir við
framleiðslu ferskra, frystra og
léttsaltaðra afurða til að þær
nýtist fyrir eldisfisk. Mark-
miðið var að afurðir úr eldis-
þorski gæfu verðmætar og
fjölbreyttar afurðir sem upp-
fylltu gæðakröfur markaðar-
ins. Að rannsókninni unnu
starfsmenn Matís og HG, þau
Guðrún Anna Finnbogadóttir,
Kristján Jóakimsson og Sigur-
jón Arason, Kolbrún Sveins-
dóttir, Valur Norðri Gunn-
laugsson og Kristín Anna Þór-
arinsdóttir.
Losmeiri fiskur
Eldi á villtum þorski á sér
rætur til ársins 1992 hér á
landi en hefur aukist jafnt og
þétt allra síðustu ár. Talsverð-
ur munur er á eldisþorski og
villtum þorski til vinnslu. Mun
meira los er í fiskholdi eldis-
fisksins og hlutfall innyfla
mun meira, fyrst og fremst
vegna stærðar lifrar í eldis-
fiskinum. Rannsóknir hafa
sýnt að hafa megi áhrif á
vinnslueiginleika fisksins með
fóðri og fóðrunartækni. „Hátt
hlutfall af glykogeni í holdi
eldisþorsks veldur því að
mikil lækkun á sér stað á
sýrustigi eftir slátrun vegna
framleiðslu á mjólkursýru. Los
verður meira, vatnsheldni
vöðvans skerðist og drip
eykst. Hægt er að draga úr
áhrifum dauðastirðnunar á los
með fóðrunartækni, kælingu
og slátrunartækni. Við svelti
dregur úr orkuforða (glýkóg-
en) í vöðvanum og lækkun á
sýrustigi vegna mjólkursýru-
myndunar eftir dauða verður
minni. Einnig benda rann-
sóknir til að draga megi úr
losi með því að vinna fiskinn
fyrir dauðastirðnun. Ókostur
þess er þó sá að drip eykst
vegna kröftugri samdráttar í
vöðvanum eftir flökun þegar
fiskurinn er unninn fyrir
dauðastirðnun.“
SKEIFAN 3E-F · SÍMI 581-2333 · FAX 568-0215 · WWW.RAFVER.IS
Gufudælur
Afkastamiklir vinnuþjarkar
HDS 13/24 PE Cage
■ Þrýstingur: 60-240 bör
■ Vatnsmagn: 680-1250 ltr/klstHDS 79 8 C Eco
■ Þrýstingur: 30-180 bör
■ Vatnsmagn: 350-750 ltr/klst
HDS 895 S
■ Þrýstingur: 30-180 bör
■ Vatnsmagn: 470-1000 ltr/klst
Rannsóknarverkefni Matís og HG um vinnslu og gæðastýringu á eldisþorski:
Eldisþorskurinn í sumum tilfell-
um með forskot á villta fiskinn