Ægir

Volume

Ægir - 01.04.2009, Page 22

Ægir - 01.04.2009, Page 22
22 S J Ó M E N N S K A N ekkert til að setja fyrir sig. Tíu menn eru í áhöfn Hringsins, þar af sjö undir fertugu. „Þegar mikið er af ungum mönnum um borð er móralinn oft léttur. Mér hefur líkað afar vel í þessu skips- rúmi,“ segir Magnús sem er 2. stýrimaður og afleysingamað- ur 1. stýrimanns. Skipstjóri er Ingimar Hinrik Reynisson. Ríkið fái afraksturinn Magnús segist hafa fundið verulega fyrir því hve tekjurn- ar voru lægri þann stutta tíma sem hann starfaði í landi. „Ætli launin hafi ekki verið um það bil helmingi lægri en ég átti að venjast. Ég ákvað því að fara aftur á sjóinn. Bestu laun fá menn þegar afl- inn fer á markað eða er flutt- ur á erlendan markað í gám- um. Þar liggja peningarnir,“ segir Magnús sem kveðst því fylgjandi að gerðar verði breytingar á stjórn fiskveiða eins og nú er ráðgert. Óeðli- legt sé að einstaka menn eigi kvóta og geti lifað á því að leigja hann frá sér, en nýti með engu móti sjálfir. „Mér þætti eðlilegt að ríkið fái afraksturinn af kvótaleig- unni aftur til sín. Menn sem lifa af því að leigja eða braska með kvóta eru hinir raun- verulegu sægreifar.“ Texti og myndir: Sigurður Bogi Sævarsson Hringur SH, er 480 tonna þilskip, smíðað í Skotlandi árið 1997.Stýrimaðurinn. „Áhöfnin er afskaplega ánægð,“ segir Magnús í viðtalinu. plastker og bretti Sendum sjómönnum, fiskvinnslufólki og fjölskyldum þeirra bestu kveðjur á sjómannadaginn

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.