Ægir - 01.04.2009, Blaðsíða 42
42
T Æ K N I
Í byrjun apríl samdi Sónar ehf.
um að taka við innflutningi og
þjónustu á Raymarine sigl-
ingatækjum. Raymarine er
einn stærsti framleiðandi
heims á siglingatækjum í
minni og meðalstóra báta.
Einnig framleiðir Raymarine
tæki sem henta fyrir stærri
skip og byggja á nettengingu
allra eininga kerfisins og
tryggir það mikinn sveigjan-
leika í lausnum.
Að sögn Guðmundar
Bragasonar, sölustjóra Sónar
ehf., fellur Raymarine vel inn
tækjaframboð þeirra. „Raym-
arine framleiðir líklega eina
heildstæðustu línu tækja fyrir
báta í heiminum í dag sem
gerir að verkum að við getum
fækkað smærrri birgjum með
þessu og tryggt um leið enn
betri þjónustu við okkar við-
skiptavini,“ segir Guðmundur.
„Raymarine hefur verð þekkt
fyrir vönduð tæki sem einfalt
er að vinna með. Allar val-
myndir eru t.d. á íslensku í
Raymarine tækjunum,“ heldur
Guðmundur áfram.
Vöruúrvalið er mikið og ef
pláss er lítið um borð þá
henta vel sambyggð Raymar-
ine tæki sem geta sýnt m.a.
kortaplotter, dýptarmælir og
radar á sama tækinu/skján-
um.
„Þjónustustig Raymarine
framleiðandans er mjög hátt
sem fellur vel að því sem við
Sónarmenn viljum vera þekkt-
ir
fyrir, þ.e. að skara
fram úr í þjónustu
siglingartækja,“ segir
Guðmundur. Hingað
til lands kom nýverið
þjónustustjóri Raymar-
ine í Evrópu og hélt
námskeið fyrir tækni
og sölumenn Sónar
ehf. „ Við erum með
þrautþjálfaðan Raym-
arine þjónustu-
mann sem leysir
hugsanleg Raym-
arine vandamál
hratt og örugglega,“
segir Guðmundur enn frem-
ur.
Meðal nýjunga frá Raymar-
ine eru hágæða digital radarar
sem og digital dýptarmælir.
Nýverið kom á markaðinn
black box processor sem get-
ur stýrt dýptarmæli, radar o.fl.
Einnig er nýtt Class-B AIS
tæki að koma á markaðinn
sem og nýjar sjálfstýringar.
Vöruþróunin er hröð en samt
sem áður leggur Raymarine
mikið upp með að halda há-
um gæðastuðli og góðu not-
endaviðmóti á tækjum sínum.
Nýr innflytjandi og þjónustuaðili
á Raymarine siglingatækjum