Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.2009, Side 35

Ægir - 01.04.2009, Side 35
35 N Ý S K Ö P U N Í S J Á V A R Ú T V E G I hefur starfað hjá Norrænu ný- sköpunarmiðstöðinni í Osló í rúm fjögur ár tók þátt í undir- búningi ráðstefnunnar og sat hana. Miðstöðin heyrir undir Norrænu ráðherranefndina sem Íslendingar fara nú með forsæti í. Sigríður sér mörg nýsköpunartækifæri í sjávar- útvegi og telur möguleikana ekki síst felast í samstarfi um nýsköpunarverkefni á sjávar- útvegssviðinu með hinum Norðurlandaþjóðunum. Þar geti Norræna nýsköpunarmið- stöðin leikið umtalsvert hlut- verk. Sigríður segir að of lítið hafi verið horft til nýsköpun- artækifæra í sjávarútvegi og það eigi ekki aðeins við á Ís- landi heldur í öðrum löndum einnig. „Svo virðist sem sjávarút- vegurinn hafi setið eftir þegar kemur að fjármagni til ný- sköpunar. Það er helst að greinin komi við sögu í verk- efnum sem lúta að líftækni. Skýringin kann að felast í því að sjávarútvegurinn, líkt og landbúnaðurinn, hafi verið flokkaður sem grein með lágt tæknistig og því hafi fjármagn til nýsköpunar fremur leitað inn í aðrar greinar. Við hjá Norræna nýsköpunarmiðstöð- inni teljum að nú sé tímabært að gera átak á þessu sviði, horfa á sjávarútveginn frá mjög víðu sjónarhorni og horfa til nýsköpunartækifæra í öllu því sem tengist sjávarút- vegi almennt. Þar getum við nefnt hafið í tengslum við orkuframleiðslu, veiðarfæra- tækni, eldi, líftækni og áfram væri hægt að telja. Með öðr- um orðum má segja að kannski höfum við nýtt sjáv- arútveginn á einhæfari hátt en hægt væri. Kastljósið hefur verið á allt sem lýtur að hrá- efninu og hráefnisnýtingu en ég er ekki í vafa um að þegar skipulega er kafað ofan í sjáv- arútvegssviðið þá leynast tækifæri mun víðar en fólk gerir sér í hugarlund í dag,“ segir Sigríður. Nýtum styrkleika hverrar þjóðar Ráðstefnan í Reykjavík á dög- unum var sú fyrsta sinnar teg- undar þar sem leitt er saman fólk frá Norðurlöndunum og Kanada til að ræða nýsköp- unarmöguleika í sjávarútvegi. Sigríður segir engan vafa leika á því að aðkoma Kanada- manna auki tækifærin. Allt samstarf sé af hinu góða og nú sem aldrei fyrr þurfi Ís- lendingar á öflugu samstarfi að halda við grannþjóðir til atvinnusköpunar. Tækifærin muni opnast. „Að mínu mati eru ákveðn- ir styrkleikar í sjávarútvegi á Íslandi sem ekki eru með sama hætti í Noregi svo dæmi sé tekið. Á sama hátt eru aðr- ir styrkleikar í greininni í Nor- egi og Danmörku, enn aðrir í Finnalandi, Svíþjóð og Fær- eyjum. Með því að leiða þessa styrkleika saman í verk- efnum skapast grunnur sem gefur okkur hjá Norrænu ný- sköpunarmiðstöðinni tækifæri til að koma að málum. Þá gerist tvennt; annars vegar að þekkingin verður sterkari í heild en í hverju landi fyrir sig og hins vegar leiðir sam- starfið af sér nýja skriðu í framþróun. Út á við, til að mynda innan Evrópu sem heildar verður sjávarútvegur- inn á Norðurlöndunum sterk- ari og það skapar sem slíkt tækifæri í hverju landi fyrir sig. Norðurlöndin sem heild eiga í alþjóðlegri samkeppni og eftir því sem þau ná betur saman í atvinnugreinum, þeim mun sterkari verða þau á alþjóðavettvangi.“ Getum lært af Dönum og þeir af okkur! Noregur og Færeyjar eru gjarnan fyrst nefnd þegar tal- að er um samstarf Íslendinga á sjávarútvegssviðinu við aðr- ar þjóðir. Ástæðan er líkast til sú að margt er líkt með sjáv- arútvegi þjóðanna þriggja. Sigríður segir að samt sem áður geti Íslendingar nýtt sér margt af því sem Danir eru að gera á sjávarútvegssviðinu. „Það á til dæmi við um reynslu Dana og Færeyinga í eldi og vinnslu á eldisfiski. Síðan sé ég fyrir mér að inn í þessi verkefni geti Finnar lagt mikið í formi tækniþekkingar því það má ekki gleyma því að tækniþekking úr einni at- vinnugrein getur vel nýst til nýsköpunarverkefna í annarri atvinnugrein. Við Íslendingar höfum sýnt að við erum mjög móttækileg fyrir nýrri tækni, ekki hvað síst í sjávarútvegi Sigríður Þormóðsdóttir, starfsmaður Norrænu nýsköpunarmiðstöðvarinnar í Osló. SJÓMANNADAGURINN 2009 hedinn. is

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.