Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2009, Blaðsíða 35

Ægir - 01.04.2009, Blaðsíða 35
35 N Ý S K Ö P U N Í S J Á V A R Ú T V E G I hefur starfað hjá Norrænu ný- sköpunarmiðstöðinni í Osló í rúm fjögur ár tók þátt í undir- búningi ráðstefnunnar og sat hana. Miðstöðin heyrir undir Norrænu ráðherranefndina sem Íslendingar fara nú með forsæti í. Sigríður sér mörg nýsköpunartækifæri í sjávar- útvegi og telur möguleikana ekki síst felast í samstarfi um nýsköpunarverkefni á sjávar- útvegssviðinu með hinum Norðurlandaþjóðunum. Þar geti Norræna nýsköpunarmið- stöðin leikið umtalsvert hlut- verk. Sigríður segir að of lítið hafi verið horft til nýsköpun- artækifæra í sjávarútvegi og það eigi ekki aðeins við á Ís- landi heldur í öðrum löndum einnig. „Svo virðist sem sjávarút- vegurinn hafi setið eftir þegar kemur að fjármagni til ný- sköpunar. Það er helst að greinin komi við sögu í verk- efnum sem lúta að líftækni. Skýringin kann að felast í því að sjávarútvegurinn, líkt og landbúnaðurinn, hafi verið flokkaður sem grein með lágt tæknistig og því hafi fjármagn til nýsköpunar fremur leitað inn í aðrar greinar. Við hjá Norræna nýsköpunarmiðstöð- inni teljum að nú sé tímabært að gera átak á þessu sviði, horfa á sjávarútveginn frá mjög víðu sjónarhorni og horfa til nýsköpunartækifæra í öllu því sem tengist sjávarút- vegi almennt. Þar getum við nefnt hafið í tengslum við orkuframleiðslu, veiðarfæra- tækni, eldi, líftækni og áfram væri hægt að telja. Með öðr- um orðum má segja að kannski höfum við nýtt sjáv- arútveginn á einhæfari hátt en hægt væri. Kastljósið hefur verið á allt sem lýtur að hrá- efninu og hráefnisnýtingu en ég er ekki í vafa um að þegar skipulega er kafað ofan í sjáv- arútvegssviðið þá leynast tækifæri mun víðar en fólk gerir sér í hugarlund í dag,“ segir Sigríður. Nýtum styrkleika hverrar þjóðar Ráðstefnan í Reykjavík á dög- unum var sú fyrsta sinnar teg- undar þar sem leitt er saman fólk frá Norðurlöndunum og Kanada til að ræða nýsköp- unarmöguleika í sjávarútvegi. Sigríður segir engan vafa leika á því að aðkoma Kanada- manna auki tækifærin. Allt samstarf sé af hinu góða og nú sem aldrei fyrr þurfi Ís- lendingar á öflugu samstarfi að halda við grannþjóðir til atvinnusköpunar. Tækifærin muni opnast. „Að mínu mati eru ákveðn- ir styrkleikar í sjávarútvegi á Íslandi sem ekki eru með sama hætti í Noregi svo dæmi sé tekið. Á sama hátt eru aðr- ir styrkleikar í greininni í Nor- egi og Danmörku, enn aðrir í Finnalandi, Svíþjóð og Fær- eyjum. Með því að leiða þessa styrkleika saman í verk- efnum skapast grunnur sem gefur okkur hjá Norrænu ný- sköpunarmiðstöðinni tækifæri til að koma að málum. Þá gerist tvennt; annars vegar að þekkingin verður sterkari í heild en í hverju landi fyrir sig og hins vegar leiðir sam- starfið af sér nýja skriðu í framþróun. Út á við, til að mynda innan Evrópu sem heildar verður sjávarútvegur- inn á Norðurlöndunum sterk- ari og það skapar sem slíkt tækifæri í hverju landi fyrir sig. Norðurlöndin sem heild eiga í alþjóðlegri samkeppni og eftir því sem þau ná betur saman í atvinnugreinum, þeim mun sterkari verða þau á alþjóðavettvangi.“ Getum lært af Dönum og þeir af okkur! Noregur og Færeyjar eru gjarnan fyrst nefnd þegar tal- að er um samstarf Íslendinga á sjávarútvegssviðinu við aðr- ar þjóðir. Ástæðan er líkast til sú að margt er líkt með sjáv- arútvegi þjóðanna þriggja. Sigríður segir að samt sem áður geti Íslendingar nýtt sér margt af því sem Danir eru að gera á sjávarútvegssviðinu. „Það á til dæmi við um reynslu Dana og Færeyinga í eldi og vinnslu á eldisfiski. Síðan sé ég fyrir mér að inn í þessi verkefni geti Finnar lagt mikið í formi tækniþekkingar því það má ekki gleyma því að tækniþekking úr einni at- vinnugrein getur vel nýst til nýsköpunarverkefna í annarri atvinnugrein. Við Íslendingar höfum sýnt að við erum mjög móttækileg fyrir nýrri tækni, ekki hvað síst í sjávarútvegi Sigríður Þormóðsdóttir, starfsmaður Norrænu nýsköpunarmiðstöðvarinnar í Osló. SJÓMANNADAGURINN 2009 hedinn. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.