Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.2009, Side 8

Ægir - 01.04.2009, Side 8
8 L I S T A H Á T Í Ð 2 0 0 9 Listahátíð í Reykjavík 2009 stendur í sumar að myndlist- arsýningu í fjórum vitum hringinn í kringum landið, ein- um í hverjum landsfjórðungi. Listamönnum hefur verið boð- ið að setja upp verk sín í vit- unum, sem verða opnir ferða- löngum fram yfir verslunar- mannahelgi. Sýningarnar í vitunum eru samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík, Siglingastofnunar, Menningaráðs Vestfjarða, Menningarráðs Suðunesja, Menningarráðs Eyþings, Menningarráðs Austurlands, Lúðrasveitarinnar Svans og Vegagerðarinnar. Menningarferðalag milli vita Listamennirnir sem taka þátt í sýningunni eru af sömu kyn- slóð og eiga það sammerkt, þrátt fyrir að vera mjög ólík innbyrðis, að kallast markvisst á við sitt nánasta umhverfi, samfélagið og áhorfendur og fara óhefðbundnar leiðir í að miðla sinni list. Heiti sýning- arinnar er sótt í ljóð Davíðs Stefánssonar, ort í tilefni Al- þingishátíðar árið 1930, þar sem vitum er lýst sem leiðar- ljósum sjófarenda. Nú verður dæminu snúið við, enda síður þörf á að senda ljósmerki á haf út í bjartri sumarnóttinni. Vitunum er ætlað að beina annars konar leiftri inn til lands og „lýsa hverjum landa“ eftir harðan vetur upplausnar og óvissu. Fólk er hvatt til að ferðast á milli vita í sumar, taka þátt í sérstökum menn- ingarviðburði, heimsækja þessi forvitnilegu mannvirki og njóta einstakrar náttúru- fegurðar. Aukinheldur teygir sýningin anga sína í hina ýmsu miðla og munu berast leiftur frá hverjum vita hér og hvar í allt sumar, þar sem listamennirnir verða í sér- stöku samstarfi við útvarp, sjónvarp, dagblöð og vef- miðla. Eftirtaldir listamenn sýna í vitunum í sumar: Ásdís Sif Gunnarsdóttir sýnir myndabanda- og gjörn- ingalist í Kópaskersvita við Öxarfjörð. Curver Thoroddsen sýnir í Bjargtangavita á Vestfjörðum. Hans sérgrein eru raunveru- leikagjörningar og mun hann bjóða gestum vestustu pizzur í Evrópu! Gjörningaklúbburinn, sem staði hefur að fjölbreyttum gjörningum og sýningum, sýnir í Garðskagavita á Suður- nesjum. Gestir geta búist við að sjá hér gjörning með ævin- týralegum blæ. Myndlistarmaðurinn Unnar Örn sýnir í Dalatangavita á Austfjörðum en hann skoðar þær hefðir og venjur sem mótast hafa í skrásetningu fólks á umhverfi sínu. Unnar Örn notar innviði stofnana og safna í verk sem draga dám af uppröðun og flokkun raunveruleikans. Sýningar í vitunum standa til 3. ágúst og verða opnar fimmtudaga til sunnudaga kl. 13.00-18.00 Fjórir vitar fá nýtt hlutverk: Vitar verða listhús í sumar! Meðfylgjandi myndir voru teknar við opnun sýningarinnar í Garðskagavita á dögunum. Eins og sjá má er þetta umhverfi óvenjulegt og skemmtilegt fyrir nútímalist og laðaði að mikinn fjölda gesta.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.