Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.2009, Side 18

Ægir - 01.04.2009, Side 18
18 F R É T T I RI S K V E I Ð I S T J Ó R N U N Eins og hefur verið rakið í síð- ustu þremur greinum þá var stjórn fiskveiða á tímabilinu 1984-1990 lituð af tveimur meginþáttum, ofveiði og of- fjárfestingu. Að þessu leyti var ekki ýkja mikill munur á þessu sjö ára tímabili og sjö ára tímabili skrapdagakerfisins 1977-1983. Sumir fiskifræð- ingar telja að hinn mikli sókn- arþungi á níunda áratug 20. aldar hafi skaðað þorskstofn- inn.1) Ætla má að helmingi færri fiskiskip hafi landað u. þ.b. jafn miklu magni Íslands- þorsks árið 1977 og yfir 2500 skip gerðu árið 1990. Flotinn árið 1990 var þess utan ný- tískulegri og mun afkastameiri en sá sem stundaði veiðar árið 1977, en það var fyrsta heila árið sem íslenskir aðilar sátu einir að botnfiskveiðum á Ís- landsmiðum eftir viðurkenn- ingu allra ríkja á útfærslu 200 sjómílna fiskveiðilandhelgi Ís- lands. Þjóðhagslega óhag- kvæmnin af alltof stórum fiski- skipaflota og of mikilli af- kastagetu fiskvinnslustöðva var augljós. Færa má afar sterk rök fyrir því að róttækra breytinga hafi verið þörf og að nokkru leyti var gripið til þeirra með setningu laga um stjórn fiskveiða nr. 38/1990 sem tóku formlega gildi 18. maí 1990 en komu til fram- kvæmda 1. janúar 1991. Áður en fjallað verður um efnisreglur fiskveiðistjórnar- laga nr. 38/1990 um úthlutun veiðiheimilda þykir rétt að greina með hvaða hætti stað- ið var að setningu laganna. Þetta er gert af gefnu tilefni þar sem um langt árabil hafa fræðimenn hinna ýmsu greina tekið ákvörðunartöku í sjáv- arútvegi til gagnrýninnar skoðunar. Um gagnrýni á ákvörðunar- töku í sjávarútvegi Þar sem sú staðalímynd er líf- seig að öllum kvóta í botn- fiski hafi verið skipt árið 1984 hafa margir fræðimenn fyrst og fremst kannað með hvaða hætti tekin var upp ný fisk- veiðistjórn fyrir árið 1984. Hér má nefna sem dæmi grein stjórnmálafræðingsins Hall- dórs Jónssonar „Ákvarðana- taka í sjávarútvegi og stjórnun fiskveiða” frá árinu 1990 en í greininni er gagnrýnt hvernig staðið var að upptöku afla- markskerfis við stjórn botn- fiskveiða árið 1984. Þeir sem hafa talið úthlutun fiskveiði- réttinda í íslenska fiskveiði- stjórnkerfinu ósanngjarna hafa ósjaldan vísað til greinar Halldórs, sbr. t.d. Þorsteinn Gylfason: Réttlæti og ranglæti, bls. 125-126. Með þessu vilja þeir sem gagnrýna fiskveiði- stjórnkerfið undirstrika að því hafi verið komið á með ólýð- ræðislegum hætti og m.a. af þeim sökum hafi úthlutun fiskveiðiréttinda orðið ósann- gjörn. Veigamesti ágallinn við aðferðafræði Halldórs og fleiri fræðimanna er að þeir velja sér of þröngt sjónarhorn, þ.e. forsendurnar sem þeir leggja til grundvallar eru að ákvarð- anirnar, sem mestu máli skipta, hafi verið teknar árið 1984. Þetta sjónarhorn er ómálefnalegt sé litið til þess hversu fiskveiðistjórnin breytt- ist mikið á árunum 1985-1990. Þetta gerir að verkum að ákvörðunartakan fyrir árið 1984 skiptir að sumu leyti takmörkuðu máli. Mun mál- efnalegra er að líta á þróun fiskveiðistjórnarinnar frá 1977- 1990 sem langt og flókið ferli þar sem margar útgáfur af fiskveiðistjórnkerfum voru reyndar. Það var svo ekki fyrr en með setningu laga um stjórn fiskveiða nr. 38/1990 sem komist var að þeirri nið- urstöðu að langtímabundið aflamarkskerfi með einstakl- ingsbundnum og framseljan- legum aflaheimildum væri það kerfi sem líklegast væri til að ná mikilvægustu mark- miðum fiskveiðistjórnarinnar. Telja verður að löggjafar- ferlið fram að setningu laga um stjórn fiskveiða nr. 38/1990 hafi á margan hátt verið ítarlegt. Lög um stjórn fiskveiða 1988-1990 nr. 3/1988 byggðust t.d. á tillög- um fjölmennar nefndar, svo- kallaðrar ráðgjafarnefndar um fiskveiðistefnu. Í samræmi við ákvæði til bráðabirgða I í lög- um um stjórn fiskveiða 1988- 1990 nr. 3/1988 skipaði sjáv- arútvegsráðherra nefnd eftir tilnefningu þingflokka og helstu hagsmunaðila í sjávar- útvegi, en verkefni nefndar- innar var að móta tillögur um fyrirkomulag fiskveiðistjórnar að loknum gildistíma laga nr. 3/1988. Sú nefnd varð enn fjölmennari en sú fyrri og lagði að lokum til frumvarp það sem varð að lögum um stjórn fiskveiða nr. 38/1990. Það var starf þeirrar nefndar sem markaði veruleg þáttaskil í íslenskri fiskveiðistjórn og er tilhlýðilegt að greina nánar frá því. Starf ráðgjafarnefndarinnar frá júlí 1988-janúar 1990 Árni Kolbeinsson, ráðuneytis- stjóri í sjávarútvegsráðuneyt- inu, var skipaður formaður ráðgjafarnefndarinnar í júlí 1988 og tók nefndin til starfa haustið 1988. Á starfstíma nefndarinnar sátu í henni 24 einstaklingar sem komu úr þremur ólíkum áttum. Í fyrsta lagi voru alls níu stjórnmála- menn sem voru fulltrúar þeirra flokka sem áttu sæti á Alþingi, í öðru lagi voru tíu fulltrúar ólíkra hagsmunaðila í sjávarútvegi og í þriðja lagi fimm embættismenn. Nefndin hafði jafnframt á að skipa nokkrum starfsmönnum. Þessari stóru nefnd var skipt í fjóra verkefnahópa og lagði hver hópur fram sínar álits- gerðir vorið 1989. Þessar til- lögur voru ræddar í ráðgjafar- nefndinni en formaður nefnd- arinnar, ásamt verkefnastjór- um hópanna, sömdu svo drög að frumvarpi til laga um stjórn fiskveiða sumarið 1989. Haustið 1989 voru frumvarps- drögin til umfjöllunar hjá ráð- gjafarnefndinni og á fundum og þingum hagsmunaðila í sjávarútvegi. Í framhaldinu voru gerðar ýmsar breytingar á hinum upphaflegu drögum. Kaflaskil – fiskveiðistjórn- arlögin nr. 38/1990

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.