Ægir - 01.04.2009, Síða 28
28
V I Ð T A L
menntaður búfræðingur frá
Hvanneyri. Hann á því til að
bregða fyrir sig líkingamáli úr
landbúnaði, meðal annars í
orðaskiptum við sjávarútvegs-
ráðherrann fyrir kosningar í
vor. Ráðherranum þótti tiltek-
in samlíking Eyjamannsins við
sauðfjárrækt á æskuheimilinu
Gunnarsstöðum í Þistilfirði
ekki vera viðeigandi og gerði
athugasemd á heimasíðu LÍÚ.
Binni svaraði að bragði í ítar-
legu máli á eyjafrettir.is. Sá
pistill vakti mikla athygli og
fór víða enda ekki hvunn-
dagsviðburður að útvegs-
bóndi og sjávarútvegsráðherra
rökræði sauðfjárbúskap.
Fyrningin gengur frá
fyrirtækjunum
Ótrúlegt er það en samt satt
að enginn hafi tekið saman í
einn gagnagrunn allt það sem
Binni hefur sankað að sér um
stöðu sjávarútvegsfyrirtækj-
anna. Hann færir til dæmis
sannfærandi rök fyrir því að
heildarskuldir sjávarútvegsins
séu minni en sjálfur Seðla-
bankinn færir greininni til
skulda í skýrslum sínum.
Hann sýnir fram á að
• skuldir sjávarútvegsfyrir-
tækja séu að aukast og
eiginfjárhlutfall að lækka
en að atvinnugreinin standi
samt undir sér þó að mörg
fyrirtæki þurfi vissulega að
lengja í lánum sínum til að
hafa það af.
• sum sjávarútvegsfyrirtæki
hafi tekið þátt í hlutabréfa-
veislunni miklu 2006-2007
og keypt þá meðal annars
hlutabréf í fjármálafyrir-
tækjum.
• í árslok 2007 hafi fyrirtæk-
in í sjávarútvegi vantað að
meðaltali 5,3 krónur á
hvert þorskígildi til að ná
endum saman í rekstrinum
miðað við lán til 15 ára,
þ.e. til að greiða fyrir ný-
fjárfestingar, fjárfestingar í
nýsköpun, markaðsetningu
eða rannsóknum og þróun
og að lokum til að greiða
eigendum arð.
• ef aflaheimildir hefðu verið
fyrndar um 5% á ári frá
2001 hefði sömu fyrirtæki
vantað að meðaltali 20
krónur á hvert þorskígildi
til að standa undir afborg-
unum lána í árslok 2007.
Upphafleg lán til 15 ára
hefði þurft að lengja strax
í 45 ár að því gefnu að
fyrningin hætti eftir sjö ár!
Fyrning um 5% á ári í 20
ár þýddi í raun að sjávar-
útvegurinn í heild gæti
Binni á fréttamannafundi 2007 þegar út kom bókin Þjóðareign sem hann skrifaði ásamt fleirum. Við háborðið sitja tveir meðhöfundar hans, prófessorarnir Ragnar Árna-
son og Sigurður Líndal. Lengst til hægri er Birgir Tjörvi Pétursson, ritstjóri bókarinnar fyrir hönd RSE – Rannsóknarmiðstöðvar um samfélags- og efnahagsmál.
„Fyrst á sem sagt að leggja drápsklyfjar á fyrirtækin
og atvinnugreinina alla með því að hirða af okkur
aflaheimildirnar og ætla sjávarútveginum svo að fara
á fjórum fótum til forystuverka í Brüssel. Þetta er nú
pólítík sem bragð er að!“
www.tskoli.is
Diplómanám
• Almenn lína í rekstri og stjórnun (45 ein.)
• Útvegsrekstrarfræði (45 ein.)
• Flugrekstrarfræði (45 ein.)
• Rekstrarfræði (60 ein.)
Nánari upplýsingar um nám á háskólastigi
í s. 514 9601 eða á ave@tskoli.is