Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2009, Blaðsíða 20

Ægir - 01.04.2009, Blaðsíða 20
20 „Sjómennskan togaði aftur í mig,“ segir Magnús Hilmars- son stýrimaður á Grundar- fjarðartogaranum Hring SH. Og það er kannski ekki að undra að Magnús hafi viljað aftur til sjós. Hann byrjaði sextán ára á bátum í Þorláks- höfn og var seinna á togaran- um Freyju sem Gunnar Haf- steinsson gerði út frá Reykja- vík. Þegar því sleppti hafði Magnús verið liðlega þrjátíu ár til sjós og kom í land. En sjómennskan er hálft líf Magnúsar. Í landi var hann útkeyrslumaður hjá heild- verslun Ásbjörns Ólafssonar sem líklega er best þekkt fyrir að flytja inn súkkulaðikexið Prins póló. Til lengdar fannst Magnúsi starfið ekki heillandi og hefur verið í skipsplássi í Grundarfirði sl. tvö og hálft ár. Á grunnslóðinni Við hittum á Magnús við Grundarfjarðarhöfn þegar áhöfnin á Hring var að gera sjóklárt fyrir veiðiferð. Strák- arnir voru að draga trollið um borð og ganga frá vírum. Það gafst því ekki mikill tími í spjall og því var rabbað við Magnús þegar hann kom aft- ur í land. „Þessi túr gekk ljómandi vel. Uppleggið er að hver túr sé aldrei lengri en sex dagar og nú vorum við bara tvo sólarhringa. Við höldum okk- ur mikið hér á Breiðafirðinum og svo á grunnslóð við Vest- firði, þar sem við vorum ein- mitt nú og fiskuðum vel. Komum í land með 210 kör eða líklega um 60 tonna afla. Í einu hali náðum við til dæmis 16 tonnum af ýsu sem var alveg frábært. Þessi túr var satt að segja ansi góður, dálítið stíf törn en skemmti- leg. En þannig er sjómennsk- an líka,“ segir Magnús. Hann bætir við að á Hringnum sé sérstök áhersla lögð á að veiða ýsu og karfa enda séu þær tegundir uppistaðan í landsvinnslu Guðmundar Runólfssonar. Þorskur og annar meðafli fer hins vegar á markað, alla jafna. Á blómatímanum Magnús byrjaði til sjós árið 1974. Hann var mörg fyrstu árin í Þorlákshöfn á togurun- um Þorláki og Jóni Vídalín sem Meitillinn gerði út. Var einnig á netabátnum Klængi, sem einnig var gerður út af Meitlinum en allir bátar og skip fyrirtækisins voru nefnd eftir Skálholtsbiskupum. Lengst var Magnús í áhöfn Guðmundar Kjalars Jónssonar skipstjóra. „Á þessum árum vorum við mikið á spærlingsveiðum hér við suðurströndina, frá vori og fram undir áramót. Á vetrarvertíðinni vorum við hins vegar í þorski og ýsu á þessari hefðbundnu fiskislóð Þorlákshafnarflotans, til dæm- is á Selvogsbankanum, við Þykkvabæ og austur við Vest- mannaeyjar, meðal annars suður við Surtsey. Ef til vill má segja að þessi ár hafi ver- ið blómatími útgerðar í Þor- lákshöfn. Aflabrögð voru ein- staklega góð og landburður af fiski, stundum svo að menn voru í vanda staddir með að vinna úr öllu því hrá- efni sem barst á land. Algengt var að á bátunum væri verið að fiska þetta 500 til 1.000 tonn á vertíðinni,“ segir Magnús. Mórallinn er léttur Hringur SH er 480 tonna þil- skip, smíðað í Skotlandi árið 1997. Er tæpir 28 metrar á lengd og rúmir níu metrar á breidd. „Þetta er skip sem fer afskaplega vel með mann- skapinn. Skip með þessu lagi hafa oft verið veltikollar en þetta skip er hins vegar nokkru lengra og byggt hærra upp sem aftur tryggir stöðug- leikann. Áhöfnin er afskap- lega ánægð á þessu skipi,“ segir Magnús sem býr í Reykjavík en sækir vinnu sína fyrir vestan. Segir slíkt ekkert tiltökumál, úr bænum vestur í Grundarfjörð sé ekki nema tveggja og hálfrar stundar akstur hvora leið og slíkt sé Aftur á sjóinn eftir eitt ár í útkeyrslu á Prins Pólói: Stífar tarnir en skemmtilegar - segir Magnús Hilmarsson stýrimaður á Hring SH S J Ó M E N N S K A N Strákarnir á Hringnum á bryggjunni. Frá vinstri talið: Kjartan Kjartansson háseti, Lýður Jóhannesson vélavörður, Adam Branski háseti og Magnús Hilmarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.