Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.2009, Side 44

Ægir - 01.04.2009, Side 44
44 Þ J Ó N U S T A Nýlega fluttu Samhentir ehf. starfsemi sína á nýjan stað að Suðurhrauni 4 í Garðabæ. Þar er afgreiðsla, lager og skrif- stofuaðstaða fyrirtækisins sem nú er með allt sitt á ein- um stað. Í næsta húsi, þar sem höfuðstöðvar fyrirtækis- ins voru áður, er kryddblönd- un, verkstæði og geymsluað- staða. Alls er gólfrýmið í þess- um tveimur húsum um 5.000 fermetrar og því er aðstaða fyrirtækisins afskaplega rúm- góð, rétt eins og þarf að vera. Samhentir veita matvæla- iðnaðinum þjónustu með um- búðalausnum og ýmsum rekstrarvörum og má þar nefna salt og krydd bæði fyrir fisk- og kjötvinnslur. Einnig hnífa, fatnað og pökkunarvél- ar af ýmsum gerðum og er þá fátt eitt nefnt. Öryggið er meira „Við keyptum starfsemi Valdi- mars Gíslasonar ehf. fyrir nokkrum misserum og settum strax stefnuna á að vera fyrr en síðar með allt okkar á ein- um stað. Til skamms tíma vorum við með starfsemi á nokkrum stöðum hér í hverf- inu og sömuleiðis á Vöruhót- eli Eimskips við Klettagarða. Með því að hafa sameinað allt á einum stað teljum við okkur geta aukið þjónustu- framboð okkar, afgreiðsluör- yggið er meira og sömuleiðis er hægt að ná fram margvís- legri hagræðingu,” segir Jó- hann Oddgeirsson, fram- kvæmdastjóri. Starfsemi Samhentra VGI hefur eflst mikið í seinni tíð, ekki síst á innanlandsmark- aði. „Við höfum ekki fundið fyrir neinum teljandi sam- drætti þrátt fyrir efnahagssam- drátt. Matvælaiðnaður er alltaf nokkuð föst stærð, því allir þurfa að borða hvað sem kreppunni líður. Við fundum fyrir mjög greinilegri aukn- ingu í öllum viðskiptum þeg- ar þorskkvóti var aukinn í vetur og vonandi gefur ástand stofnsins tilefni til að haldið verði áfram á sömu braut.“ Verksmiðjur erlendis Samhentir starfsrækja eigin umbúðaverksmiðjur í Bret- landi og Færeyjum en leggja hér heima mikið upp úr því að bjóða innlenda framleiðslu þar sem því verður við kom- ið. Auk höfuðstöðvanna í Garðabæ er fyrirtækið með starfstöð á Akureyri, þaðan sem markaði nyrðra og aust- anlands er þjónað, auk heldur sem sölumenn að sunnan fara um landið eins og þarf. Nýjar höfuðstöðvar Samhentra að Suðurhrauni 4 í Garðabæ. Samhentir ehf. flytja sig um set í Garðabæ: Með allt á einum stað Samhentir félagar! Bjarni Hrafnsson rekstrarstjóri og Jóhann Oddgeirsson fram- kvæmdastjóri. Gengið frá umbúðasendingu til við- skiptavinar.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.