Ægir - 01.04.2009, Side 54
54
V I Ð T A L
kringum mig í mínu heima-
héraði og símhringingar sem
ég hef fengið úr sjávarútvegs-
byggðunum hringinn í kring-
um landið segja nákvæmlega
sömu sögu. Það eru allir í
óvissu og áfalli,” segir Ásbjörn
og lýsir eftir rökum að baki
fyrningarleiðinni. Hann segir
skuldsetningu sjávarútvegsins
nefnda sem rök, líkt og sú
grein hafi verið sú eina sem
sat uppi með gríðarlega
hækkun skulda við efnahags-
áfallið í haust. „Ég veit ekki
betur en skuldaaukningin eigi
jafn mikið við um heimilin og
aðrar atvinnugreinar eins og
sjávarútveginn þannig að
þetta geta ekki verið rök í
málinu,” segir hann ákveðinn.
Fyrningarleiðin fjarri því sátta-
leið og versta ógn nýliðanna
Ásbjörn segist þekkja þess
dæmi að aðilar hafi selt sínar
aflaheimildir en haldið eftir
bátum kvótalausum og bíði
þess nú að fá aflaheimildum
úthlutað sem verði teknar í
nafni fyrningar af þeim sem
hafi keypt sömu heimildir af
þeim. „Mér finnst mjög alvar-
legt að slíkt eigi að gera undir
þeim boðorðum að ná eigi
sátt í þjóðfélaginu. Með því er
gengið að fólki sem hefur
keypt kvóta, gengið í gegnum
niðurskurð aflaheimilda og
stórhækkun skulda en nú ætl-
ar ríkið að ná tekjugrunninum
af því en skilja það eftir með
skuldirnar. Er að undra þó
okkur sem höfum þraukað í
greininni áratugum saman
blöskri þegar þannig á að
fara að. Og það á tímum þeg-
ar öllu skiptir að ná sem
mestum árangri í sjávarútveg-
inum fyrir ríkiskassann,” segir
Ásbjörn og bætir við að full
ástæða sé til að hafa hvað
mestar áhyggjur af nýliðum í
greininni, því fólki sem hafi
fjárfest í bátum og aflaheim-
ildum allra síðustu ár.
„Þetta er fólkið sem má síst
við umróti af þessu tagi, sá
hópur sem fyrst gefst upp.
Þar er þá komin ein mótsögn-
in enn í málinu - sú að fyrn-
ingarleiðin tryggi nýliðun því
staðreyndin er sú að hún er
mesta ógnin fyrir nýliðana í
greininni í dag.”
Byrjaði 10 ára gamall í frysti-
húsinu
Ásbjörn byrjaði 10 ára gamall
að vinna með skólanum í
frystihúsinu á Hellissandi og
segir að aldrei hafi annað
staðið til en gera sjávarútveg-
inn á starfsvettvangi lífsins.
„Lengstum hef ég verið á
sjónum þó við höfum um
tíma líka verið með fisk-
vinnslu, flatt á höndum og
unnið myrkranna á milli. En
síðustu ár höfum við gert út
og selt á mörkuðum,” segir
Ásbjörn en fyrirtæki fjölskyld-
unnar hefur gert út tvo báta,
þ.e. 15 tonna línubát árið um
kring og síðan lítinn hand-
færabát sem gerður hefur ver-
ið út á sumrin. Sá bátur brann
og sökk tveimur dögum eftir
að Ásbjörn hóf störf á Alþingi
en því betur björguðust
mennirnir tveir sem um borð
voru. Annar þeirra er sonur
Ásbjörns. „Svona lagað er allt-
af mikið áfall en guðsþakkar-
vert að þarna fór ekki verr,”
segir Ásbjörn.
Fjölskylda Ásbjörn tekur
nú alfarið við útgerðinni þeg-
ar hann hefur skipt um starfs-
vettvang en hjarta þingmanns-
ins mun áfram slá í heima-
byggðinni. „Já ég tel mig á
engan hátt í neinni sérhags-
munabaráttu þó ég muni berj-
ast fyrir hag sjávarútvegsins
og landsbyggðarinnar inni á
þingi. Það veitir einfaldlega
ekki af.”
Fornubúðir 3 - 220 Hafnarfjörður - Sími 555 6677 - oli@umb.is
Aflinn kominn í land.