Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.2009, Side 52

Ægir - 01.04.2009, Side 52
52 V I Ð T A L Ásbjörn í löndunargallanum eftir góðan túr. Af sjónum og beint á þing! Ásbjörn Óttarsson útgerðarmaður á Rifi ákvað í kjölfar efnahagshrunsins að láta til leiðast að gefa kost á sér til þingmennsku: Í brúnni. Sjórinn hefur alla tíð átt huga Ásbjörns. Honum er mikið í mun að sjávar- útvegurinn búi við sem best starfsskilyrði í framtíðinni og telur ógn í hugmyndum um fyringarleið. „Ég hef starfað lengi í sveitar- stjórnar- og félagsmálum en samt er það nú svo að ég hafði ekki einu sinni hugleitt þingmennskuna eða stjórn- málaþátttöku á landsvísu fyrr en í kjölfar efnahagshrunsins síðastliðið haust. Þá fannst mér ég ekki geta vikist undan áskorunum um að leggja mín lóð á vogarskálarnar til að byggja þjóðfélagið upp á nýjan leik. Og ég held að það veiti ekki af að inni í þingsalnum starfi fólk sem hefur reynslu af sjómennskunni, þekkir sjávarútveginn og þarfir lands- byggðarinnar,” segir Ásbjörn Óttarsson, útgerðarmaður á Rifi sem tók sæti á Alþingi á dögunum. Fór, ef svo má segja, beint úr skipstjóra- stólnum í þingmannsstólinn! Ræturnar í sjávarútveginum Ásbjörn er fæddur árið 1962, uppalinn á Hellissandi og bú- settur á Rifi. Hugur hans hneigðist snemma til sjós og hóf hann sjómennsku árið 1978, þá fimmtán ára gamall. Ásbjörn útskrifaðist úr Stýri- mannaskóla Íslands árið 1983 og keypti sinn fyrsta bát í fé- lagi við annan ári síðar. Ás- björn hefur æ síðan starfað við sjómennsku og útgerð auk þess sem hann rak fisk- verkun á Rifi um nokkurra ára skeið. Samhliða þessum störfum sínum sinnti Ásbjörn kennslu við Stýrimannaskól- ann í nokkur ár. Ásbjörn hefur lengi tekið þátt í félags- og stjórnmálum. Fyrst sat hann í byggingar- nefnd Neshrepps utan Ennis

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.