Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2009, Blaðsíða 52

Ægir - 01.04.2009, Blaðsíða 52
52 V I Ð T A L Ásbjörn í löndunargallanum eftir góðan túr. Af sjónum og beint á þing! Ásbjörn Óttarsson útgerðarmaður á Rifi ákvað í kjölfar efnahagshrunsins að láta til leiðast að gefa kost á sér til þingmennsku: Í brúnni. Sjórinn hefur alla tíð átt huga Ásbjörns. Honum er mikið í mun að sjávar- útvegurinn búi við sem best starfsskilyrði í framtíðinni og telur ógn í hugmyndum um fyringarleið. „Ég hef starfað lengi í sveitar- stjórnar- og félagsmálum en samt er það nú svo að ég hafði ekki einu sinni hugleitt þingmennskuna eða stjórn- málaþátttöku á landsvísu fyrr en í kjölfar efnahagshrunsins síðastliðið haust. Þá fannst mér ég ekki geta vikist undan áskorunum um að leggja mín lóð á vogarskálarnar til að byggja þjóðfélagið upp á nýjan leik. Og ég held að það veiti ekki af að inni í þingsalnum starfi fólk sem hefur reynslu af sjómennskunni, þekkir sjávarútveginn og þarfir lands- byggðarinnar,” segir Ásbjörn Óttarsson, útgerðarmaður á Rifi sem tók sæti á Alþingi á dögunum. Fór, ef svo má segja, beint úr skipstjóra- stólnum í þingmannsstólinn! Ræturnar í sjávarútveginum Ásbjörn er fæddur árið 1962, uppalinn á Hellissandi og bú- settur á Rifi. Hugur hans hneigðist snemma til sjós og hóf hann sjómennsku árið 1978, þá fimmtán ára gamall. Ásbjörn útskrifaðist úr Stýri- mannaskóla Íslands árið 1983 og keypti sinn fyrsta bát í fé- lagi við annan ári síðar. Ás- björn hefur æ síðan starfað við sjómennsku og útgerð auk þess sem hann rak fisk- verkun á Rifi um nokkurra ára skeið. Samhliða þessum störfum sínum sinnti Ásbjörn kennslu við Stýrimannaskól- ann í nokkur ár. Ásbjörn hefur lengi tekið þátt í félags- og stjórnmálum. Fyrst sat hann í byggingar- nefnd Neshrepps utan Ennis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.