Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.2009, Side 24

Ægir - 01.04.2009, Side 24
24 U M H V E R F I S M Á L Getur verið að við Íslendingar séum haldnir þeirri trú að við búum við mun hreinni náttúru en nágrannalönd okkar og að umræða um umhverfismengun eigi ekki við hér á landi? Ný doktorsrannsókn sem Hrönn Ólína Jörundsdóttir, efnafræð- ingur og starfsmaður á örygg- is- og umhverfissviði Matís, vann að við Háskólann í Stokkhólmi sýnir svo ekki verður um villst að á sumum sviðum er meiri mengun í náttúrunni hér en t.d. í Fær- eyjum og Noregi. Rannsóknin undirstrikar að mati Hrannar mikla þörf á frekari rannsókn- um og aukinni umhverfisvökt- un þannig að fylgst verði betur með mengun þrávirkra efna í náttúrunni. Niðurstöðurnar bæði jákvæðar og neikvæðar fyrir Ísland Rannsóknin hefur staðið und- anfarin ár og í henni voru langvíuegg notuð til mælinga á magni mengandi efna. Stærstur hluti sýnanna kom frá Vestmannaeyjum en end- urspegla þó allt landið. Nið- urstöður mælinganna á ís- lensku eggjunum voru bornar saman við hliðstæðar mæling- ar á langvíueggjum á hinum Norðurlöndunum. Þannig fékkst svar um stöðu mála eins og hún er í dag. „Niðurstöðurnar eru bæði jákvæðar og neikvæðar fyrir okkur. En almennt er ekki mikil mengun hér á landi og við getum þakkað fyrir það,“ segir Hrönn um þau svör sem úr rannsókninni fengust. „Í flestum tilfellum er íslensk náttúra minna menguð ef borið er saman við Eystrasalt- ið. En ef við horfum hins vegar bara á Norður-Atlants- hafið þá mælist mengun í ís- lenskri náttúru í sumum til- fellum meiri en í Noregi og Færeyjum. Eðlilega vaknar þá sú spurning hverju þetta sæti og það er mjög erfitt að finna einhlíta skýringu á því. Sum af þessum efnum sem við vorum að mæla berast hingað frá Bandaríkjunum og í einu tilfelli sáum við greinileg merki þar um því hér á landi var hlutfallið hæst en síðan fór styrkur lækkandi eftir því sem austar dró. Í öðru tilfelli mældi ég efni með jafn mik- inn styrk hér á landi og í Eystrasaltinu þannig að það er mismunandi eftir því hvaða efni um ræðir hver staðan er hérlendis. Sem skýrist þá af því hvaðan og hvernig þau berast í íslenska náttúru. En það undirstrikar líka að þessa þætti verður að rannsaka mun meira. Við höfum í gegnum tíðina slegið fram þeirri fullyrðingu að Ísland sé hreinasta land í heimi en staðreyndin er sú að við höf- um haft lítil gögn að baki okkur til að styðja þá fullyrð- ingu. Vegna þess að við höf- um talið okkur trú um að mengunin sé mjög lítil hér þá hafa litlir peningar verið settir í þessar rannsóknir en að mínu mati er nauðsynlegt að gefa þessum rannóknum meira vægi því þær skipta okkur miklu máli til lengri tíma litið, t.d. hvað varðar að- gerðir stjórnvalda, markaðs- setningu á íslenskum afurðum og svo framvegis. Það er gíf- urlega fjárhagslega hagkvæmt að geta sýnt fram á hreinleika íslenskrar náttúru og afurða upp á markaðssetningu lands- ins,“ segir Hrönn. Efni sem berast í náttúruna af manna völdum Þau efni sem horft var eftir í rannsókninni teljast mengandi efni, þ.e. efni sem borist hafa út í náttúruna af völdum manna og eiga ekki að vera þar. „Þau efni sem ég var að- allega að skoða eru þrávirk lífræn efni og þar má til dæm- is nefna skordýraeitrið DDT sem við erum enn að mæla í Langvíuegg notuð í nýrri doktorsrannsókn til mælinga á styrkleika þrávirkra efna í íslenskri náttúru: Mengun í sumum tilfellum meiri en í Noregi og Færeyjum - rætt við Hrönn Ólína Jörundsdóttur, doktor í efnafræði og starfsmann Matís Langvíur. „Það er gífurlega fjárhagslega hagkvæmt að geta sýnt fram á hreinleika íslenskrar náttúru og afurða upp á markaðssetningu landsins.“

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.