Ægir - 01.04.2009, Side 37
37
S J Ó M E N N S K A N
„Þessi túr er búinn að ganga
ansi brösulega. Við verðum
sjálfsagt ekki komnir inn fyrr
en langt verður liðið á kvöld.
Aflabrögðin eru hins vegar
fín,“ segir Þórlinni Sævarson
háseti á dragnótabátnum Agli
ÍS. Stefán Egilsson gerir bát-
inn út og er jafnframt skip-
stjóri en í áhöfninni er valinn
maður í hverju rúmi. Strákar
sem hafa gaman að því að
taka hraustlega til hendi og
kunna að stíga ölduna í tvö-
faldri merkingu þeirra orða.
Egill ÍS er gerður út frá
Þingeyri en vormánuðina er
róið frá Ólafsvík og sótt í
þorsk og ýsu. „Við höfum að
undanförnu mest verið hér út
við Jökul, á Vetrarbrautinni
sem svo er stundum kölluð.
Þangað er um það bil tveggja
stunda stím héðan úr Ólafs-
víkinni. Það er annars mjög
misjafnt hvenær við leggjum
af stað. Eina nóttina í síðustu
viku fórum við út klukkan tvö
en í morgun klukkan fimm
enda megum við ekki setja
veiðarfærin út fyrr en klukkan
sjö á mánudagsmorgnum.“
Með einu hnífsbragði
Fjórir eru í áhöfn Egils og
þann tíma ársins sem róið er
frá Ólafsvík liggur áhöfnin við
í bátnum. „Ég er búinn að
vera eitt ár til sjós,“ segir Þór-
linni. „Ég er frá Þingeyri það-
an sem ég fór fyrir fjórum ár-
um suður á Selfoss þar sem
ég vann við smíðar hjá verk-
takafyrirtæki í ein þrjú ár.
Þegar það ævintýri var úti fór
ég aftur vestur og var þar í
nokkur misseri, einnig við
smíðar. Svo lauk því og þá
varð ég að finna mér eitthvað
nýtt til að starfa við. Hef svo
sem aldrei verið atvinnulaus
enda kom þetta tækifæri al-
gjörlega upp í hendurnar á
mér. Fór á sjóinn í fyrra og
líkar alveg ljómandi vel.
Launin eru líka þannig að
starfið er eftirsóknarvert.“
Fulllestaður tekur Egill ÍS
þrjátíu ker. „Við erum sjaldn-
ast mjög lengi að fylla þau.
En síðan koma inn á milli
lengri dagar; lengsti túrinn hjá
okkur var líklega einhverjir
átján tímar, “ segir Þórlinni
sem kveðst aðspurður vera
orðinn býsna leikinn við að
gera að fiskinum. „Við blóðg-
um um borð og ég er farin að
ná þessu með einu hnífs-
bragði.“
Óviss framtíð
Eftir að hafa starfað í bygg-
ingarvinnu suður á Selfossi
og víðar keypti Þórlinni sér
hús á Þingeyri. Þar kveðst
hann vilja vera, enda liggi all-
ar sínar rætur þar. Þar hafi
hann meðal annars gott tæki-
færi til að stunda áhugamál
sín, sem sé motorsport í víð-
ustu merkingu. Framtíðar-
plönin segir hann hins vegar
næsta óviss, í öllu falli stefni
hann þó ekki á stýrimanns-
nám enda sé það að sínu
mati engin trygging fyrir
skipsrúmi. Hins vegar hafi
allir strákar gott af því að
prófa sjómennsku – þó ekki
sé nema um skemmri tíma –
hafi þeir áhuga.
Allir hafa gott af því að prófa sjómennsku:
Starfið er eftirsóknarvert
- segir Þórlinni Sævarsson háseti á Agli ÍS
Þórlinni Sævarsson. Þingeyringur í húð og hár líkar sjómennskan vel.
SKEIFAN 3E-F · SÍMI 581-2333 · FAX 568-0215 · WWW.RAFVER.IS
Skrúfupressur
lofthreinsibúnaður - loftkútar - loftsíur
lofttengibúnaður - loftþurrkarar
Ýmsar stærðir!
Hafið samand við sölumann.