Ægir - 01.04.2009, Blaðsíða 12
12
U M Æ Ð A N
útvegsmálum er því mjög al-
varleg og kallar á breytingar
ef sjávarbyggðirnar eiga ekki
að hrynja. Margt bendir til
þess að aflaheimildir safnist á
hendur fárra útgerða sem
leggja skipum sínum til lönd-
unar í útflutningshöfnunum
og herða enn frekar á þensl-
unni í atvinnulífinu þar, allt
í nafni hagræðingar sem
mun koma hart niður á þeim
byggðum sem allt eiga undir
veiðum og vinnslu sjávar-
fangs. ... Sveiflur í þorskveið-
um og framsal aflaheimilda
milli verstöðva ógnar nú at-
vinnulífinu og byggðunum.
Við það verður ekki búið. Við
verðum að snúa vörn og
undanhaldi í sókn.“
Ræða Sturlu Böðvarsson
vakti talsverða athygli og
fékk mikil viðbrögð. Meðal
þeirra sem brugðust við orð-
um Sturlu var Einar Oddur
Kristjánsson sem hafði m.a.
þetta að segja um málið:
„Það hlýtur hver einasti mað-
ur sem er ekki blindur og
heyrnarlaus að sjá að þetta
hefur mistekist. Við hljótum
og verðum að nálgast þessa
hluti með opnum huga. Við
verðum að vera reiðubúnir til
þess að endurskoða allt, al-
gjörlega frá grunni. Þetta er
slík katastrófa sem býður okk-
ar að við komumst ekki hjá
því að taka á málinu nú þeg-
ar.“
Einar Oddur benti einnig á
að í stefnuyfirlýsingu þá nýrr-
ar ríkisstjórnar Sjálfstæðis-
flokks og Samfylkingar væri
kveðið á um að gera ætti sér-
staka athugun á reynslunni af
aflamarkskerfinu við stjórn
fiskveiða og áhrifum þess á
þróun byggða. „Ég sé enga
ástæða til að bíða neitt með
það að undirbúa slíka athug-
un,“ sagði Einar Oddur af
þessu tilefni í viðtali við
Morgunblaðið 18. júní 2007.
Fleiri sjálfstæðismenn sáu
á þessum tíma ástæðu til að
vekja athygli á sjávarútvegs-
málum í ræðuhöldum á þjóð-
arhátíðni árið 2007. Einn
þeirra var þáverandi forsætis-
ráðherra Geir H. Haarde sem
sagði í ræðu sinni á Austur-
velli þennan ágæta dag að
vandinn í sjávarútvegi væri
helsta úrlausnarefnið í ís-
lensku þjóðlífi það árið. Geir
taldi reyndar engar líkur á
því að til væri í veröldinni
annað og betra kerfi til að
takmarka veiðarnar en það
sem í daglegu tali er kallað
kvótakerfið. Hann bætti því
hinsvegar við að það væri
ekki fullkomið og mætti ugg-
laust bæta það og laga á
margan hátt.
Ég nefni þetta hér til að
sýna að deilurnar um stjórn
fiskveiða eru þvert á allar
stjórnmálaskoðanir og þær
rista djúpt í samfélagið allt.
Sanngirniskröfum ekki
fullnægt
Eins og fram hefur komið þá
tel ég að flestir landsmenn
séu þeirra skoðunar að tak-
marka þurfi aðgang að auð-
lindum sjávar. Við getum
deilt um það hvort rétt sé að
veiða meira eða minna af
ákveðinni tegund hverju sinni
en við erum þó flest sammála
um að ekki megi taka ótak-
markað magn úr fiskistofnun-
um. Flest erum við einnig
sammála um að stýra beri
veiðum og vinnslu þannig að
sem mest hagkvæmni náist
fram og að afraksturinn af
nýtingu sjávarauðlinda nýtist
samfélaginu öllu sem mest.
Við erum held ég sammála
um flest öll grundvallaratriði í
því að nýta eigi fiskistofna
við strendur landsins með
sjálfbærum hætti. Það sem
deilan stendur um er sá hluti
kerfisins sem snýr að framsali
veiðiheimilda og meintri eign
útgerða á veiðiheimildum. Í
rauninni mætti að mínu viti
einfalda afstöðu þjóðarinnar
til kvótakerfisins niður í það
að rétt sé að takmarka að-
gang að fiskistofnunum en í
dag sé það hinsvegar gert
með óréttlátum hætti. Réttlæt-
is- og sanngirniskröfum er
ekki fullnægt að mati meiri-
hluta þjóðarinnar.
Í samstarfsyfirlýsingu Sam-
fylkingar og Vinstri grænna
er kveðið á um að lög um
stjórn fiskveiða verði endur-
skoðuð. Sú endurskoðun
mun snúa að því að reyna að
leggja mat á það hvort við
höfum nálgast þau markmið
sem sett eru í núgildandi lög-
um og nefnd eru hér að
framan og þá í leiðinni hverju
þarf að breyta til að þeim
markmiðum verði náð. End-
urskoðunin á jafnt að leiða til
þess að ná betri árangri við
stjórn fiskveiða og ekki síður
því að ná sem mestri sátt um
þessa mikilvægustu atvinnu-
grein okkar Íslendinga. Það
er löngu kominn tími til að
fara yfir þessi mál af fullri
einlægni og í samstarfi við
alla sem hagsmuna eiga að
gæta.
Rétti tíminn til að klára málið
Fiskveiðistjórnunarkerfið er
mesta deilumál síðustu ára-
tuga á Íslandi að meðtöldum
deilunum um Kárahnjúka,
aðild Íslands að EES, rimm-
unni um fjölmiðlafrumvarpið
og endalausri umræðu um
hugsanlega aðild Íslands að
ESB. Deilumál ber að leiða til
lykta sé þess nokkur kostur.
Óleystar langvarandi þjóðfé-
lagsdeilur eru hverju samfé-
lagi skaðlegar. Deilur af því
tagi sem hér um ræðir blossa
upp með reglulegum hætti
og mynda smám saman sár í
samfélaginu sem erfitt getur
orði að græða. Því ber okkur
að leysa deilurnar um stjórn
fiskveiða og því fyrr, því
betra.
Ég hef margsinnis á und-
anförnum árum sett fram þá
ósk mína að hagsmunaaðilar
í sjávarútvegi og stjórnmála-
menn geti sest niður og rætt
þessi mál af meiri yfirvegun
en gert hefur verið til þess.
Ég hef sjálfur óbilandi trú á
því að hægt sé að ná sáttum
um stjórn fiskveiða á milli
sjávarútvegsins og þjóðarinn-
ar og vil mikið á mig leggja
til að svo geti orðið. Þjóð
sem byggir afkomu sína að
svo stórum hluta á fiskveið-
um eins og við gerum, þarf
að sameinast um farsæl og
sanngjörn markmið í sjávarút-
vegsmálum. Nú er rétti tíminn
til að klára það mál.
Björn Valur Gíslason
alþingismaður og skipstjóri
á Kleifabergi ÓF-2
„Við erum held ég sammála um flest öll grundvallar
atriði í því að nýta eigi fiskistofna við strendur landsins
með sjálfbærum hætti. Það sem deilan stendur um er
sá hluti kerfisins sem snýr að framsali veiðiheimilda og
meintri eign útgerða á veiðiheimildum.“