Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2009, Blaðsíða 19

Ægir - 01.04.2009, Blaðsíða 19
19 F R É T T I R Í lok janúar 1990 skilaði ráðgjafarnefndin af sér. Þó að ágreiningur væri um einstök atriði á milli nefndarmanna var meirihluti nefndarinnar sammála. Meginatriði tillagna nefndarinnar, sem settar voru fram í frumvarpsformi, var að tekið yrði upp eitt samræmt aflamarkskerfi og sérreglur varðandi sóknarmark afnumd- ar og reglur um veiðar smá- bátar að verulegu leyti færðar til samræmis við þær reglur er skyldu gilda um stærri skip. Gert var ráð fyrir því að afla- heimildir miðuðust við skip og þær væru framseljanlegar. Margir nefndarmenn skiluðu sérstökum bókunum og komu sjónarmiðum sínum á fram- færi. Sú skoðun var m.a. sett fram að upptaka einstaklings- bundinna og framseljanlegra aflaheimilda myndi færa eig- endum fiskiskipa of mikil völd og hætta væri á röskun í einstökum byggðarlögum. Fulltrúi Kvennalistans lagði til að tekinn yrði upp byggða- kvóti og nokkrir aðilar lögðu til að aflahlutdeild yrði að hluta til bundin við fisk- vinnslustöðvar. Meðferð Alþingis á frumvarpi til laga um stjórn fiskveiða Um það leyti sem frumvarp til fiskveiðistjórnarlaga var tekið fyrir á Alþingi sat ríkis- stjórn Steingríms Hermanns- sonar sem studdist við naum- an meirihluta þingmanna Framsóknarflokks, Alþýðu- flokks, Alþýðubandalags og hluta þingmanna Borgara- flokks. Allir þingmenn stjórn- arandstöðunnar mótuðu hægt og sígandi þá afstöðu að vera á móti samþykkt frumvarps- ins, en þó á mismunandi for- sendum. Frumvarpið var lagt fram um miðjan febrúar 1990 en þegar nær dró þinglokum um mánaðamótin apríl/maí 1990 var óvíst hver yrðu afdrif þess. Þessi óvissa stafaði ekki síst af verulegri andstöðu margra þingmanna sem studdu ríkisstjórnina. Fram- sóknarmenn lögðu þunga áherslu á að frumvarpið yrði samþykkt en sumir þingmenn Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags voru á móti því, í heild eða að hluta. Að lokum náðist pólitísk málamiðlun milli þeirra sem studdu ríkis- stjórnina og niðurstaðan varð sú að gera þó nokkrar breyt- ingar á frumvarpinu. Sam- hliða því var frumvarpi til laga um Hagræðingarsjóð sjávarútvegsins breytt, en frumvarp þess efnis var einn- ig til umfjöllunar Alþingis á sama tíma og frumvarpið til laga um stjórn fiskveiða. Bætt var ákvæði í það lagafrum- varp sem kvað á um að sjóð- urinn hefði allt að 12.000 þorskígildistonnum úr að spila, m.a. til að efla fisk- vinnslu í byggarlögum er höllum fæti stæðu, sbr. 5. gr. laga um Hagræðingarsjóð sjávarútvegsins nr. 40/1990 Tvær af mikilvægustu breytingunum sem gerðar voru á frumvarpinu til laga um stjórn fiskveiða í meðför- um þingsins voru annars veg- ar sú yfirlýsing í 1. gr. lag- anna að úthlutun veiðiheim- ilda samkvæmt lögunum myndi ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði ein- stakra aðila yfir veiðiheimild- um og hins vegar var með bráðabirgðaákvæði kveðið á um skyldu sjávarútvegsráð- herra til að láta fara fram út- tekt á mismunandi kostum við stjórn fiskveiða og til að endurskoða lögin í samráði við sjávarútvegsnefndir Al- þingis og helstu hagsmunaað- ila í sjávarútvegi. Báðar þess- ar breytingar og fleiri til voru til þess fallnar að slá á vænt- ingar þeirra sem fengu veiði- heimildum úthlutað sam- kvæmt upphaflegum ákvæð- um laga um stjórn fiskveiða, þ.e. að breytingar á eðli veiðiheimilda og úthlutun þeirra gætu átt sér stað þótt ótímabundin lög um stjórn fiskveiða hafi verið samþykkt. Ályktanir Stefán Guðmundsson, þáver- andi þingmaður Framsóknar- flokksins og formaður sjávar- útvegsnefndar efri deildar þingsins, sagði m.a. í þing- ræðu að fullvíst mætti telja að fá þingmál hefðu verið jafn rækilega undirbúin og frum- varpið um fiskveiðistjórnar- lögin. Þessi lýsing á meðferð frumvarpsins er á margan hátt orð að sönnu. Starf ráðgjafar- nefndarinnar frá síðsumri 1988 til upphafs ársins 1990 var mikið að vöxtum og vandað að flestu leyti. Hjá því varð ekki komist að mikill ágreiningur yrði uppi um hvert skyldi stefna. Átti fisk- veiðistjórnin að miða við samræmt aflamarkskerfi eða skyldi taka upp sóknarmarks- kerfi? Að fenginni reynslu var ákveðið að leggja til upptöku samræmds aflamarkskerfis. Sú tillaga var umdeild bæði inn- an ráðgjafarnefndarinnar sem og innan Alþingis. Afdrif frumvarpsins, rétt fyrir þinglok, voru óljós þar til að pólitískt samkomulag náðist á meðal þeirra sem studdu þáverandi ríkisstjórn. Meginefni tillagna ráðgjafar- nefndarinnar var fylgt eftir en breytingar gerðar til að draga úr væntingum einstakra hand- hafa veiðiheimilda og auka möguleika ríkisvaldsins til að dreifa aflaheimildum eftir pól- itískum sjónarmiðum, sérstak- lega til að viðhalda tilteknu byggðamynstri. Niðurstaðan var því einskonar málamiðl- un. Ferlið við að koma þeirri málamiðlun á var varla óeðli- legt í lýðræðisríki. Sé hlutlausum mælistikum beitt, er augljóst að róttækra breytinga var þörf ef takast ætti að halda heildarafla inn- an skynsamlegra marka og stuðla að fækkun óþarfra at- vinnutækja í sjávarútvegi. Telja má að samþykkt laga um stjórn fiskveiða nr. 38/1990 hafi verið forsenda þess að von um slík markmið næðust. Slíkum markmiðum var ekki hægt að ná nema með því að taka erfiðar ákvarðanir, sem m.a. gætu haft áhrif á byggðaþróun. Hafa verður þó í huga að sú byggðaþróun yrði hvort eð óumflýjanleg ef atvinnufisk- veiðar hefðu haldið áfram á ósjálfbæran og óarðbæran hátt. Þegar litið er til heildar- hagsmuna var samþykkt laga um stjórn fiskveiða nr. 38/1990 bæði lýðræðisleg og líklegast nauðsynleg. Það er hins vegar athyglisvert, frá pólitískum sjónarhóli, að þeir flokkar sem stóðu að sam- þykkt frumvarpsins, hafa margir hverjir gagnrýnt fram- kvæmd fiskveiðistjórnarlag- anna, á meðan fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins, stærsta stjórn- arandstöðuflokksins, greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Þetta er ekki síður áhugavert vegna þess að frá 30. apríl 1991 til 31. janúar 2009 kom ráðherra sjávarútvegsmála frá Sjálfstæðisflokknum. 1) Í Morgunblaðsgrein Hjálmars Vilhjálmssonar, fiskifræðings, frá 19. nóvember 2007, segir m.a. svo um veiðarnar á síðari hluta níunda áratugarins: „Slíkur var atgangurinn á mið- unum að síðustu stóru [þorsk] árgangarnir (1983 og 1984) voru veiddir upp sem ungfisk- ur með þeim hætti að þeir skiluðu sér aldrei inn í hrygn- ingarstofninn - hvað þá þeir árgangar sem á eftir komu.“ Síðar í greininni sagði Hjálmar: „Ég vek enn og aftur athygli á að síðasti vonarneistinn, risa- árgangarnir frá 1983 og 1984, komu aldrei fram á radarnum þegar kom að því að sjá þá í formi hrygnandi fisks, enda búið að moka þeim upp áður en þeir komust á þann eðli- lega aldur.“ Í umfjöllun Haf- rannsóknarstofnunar síðustu ár um viðmiðunarstofn þorsks hefur verið sagt að hann hafi náð sögulegu lágmarki á ár- unum 1992-1995 og ástæða þessa hafi fyrst og fremst ver- ið mjög mikil sókn á árunum á undan og lélegnýliðun á síðari hluta níunda áratugarins og upphafi þess tíunda. Sjá t.d. Nytjastofna sjávar 2007/2008, Aflahorfur fiskveiðiárið 2008/2009, bls. 22. F I S K V E I Ð I S T J Ó R N U N Höfundur er sérfræðingur hjá Lagastofnun Háskóla Íslands. Skoðanir sem kunna koma fram í greininni lýsa viðhorfum höf- undar en ekki stofnunarinnar. Helgi Áss Grétarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.