Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.2009, Side 13

Ægir - 01.04.2009, Side 13
F R É T T I R 13 F R É T I R Ný ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna, undir forsæti Jóhönnu Sigurðardóttur, tók við völdum 10. maí sl. Ráð- herra sjávarútvegs- og land- búnaðarmála er Jón Bjarnason sem kemur úr röðum VG. Jón er 65 ára að aldri og er búfræðikandídat að mennt. Fæddur í Asparvík á Strönd- um en uppalinn í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi. Jón var skóla- stjóri Bændaskólans á Hólum í Hjaltadal frá 1981 til 1999, eða allt þar til hann var kjör- inn á þing. Sem alþingismað- ur hefur Jón mjög látið mál- efni hinnar dreifðu byggða til sín taka, meðal annars með setu í fjárveitinga-, samgöngu- og sjávarútvegsnefndum Al- þingis. Í stefnuyfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar segir að fisk- veiðar umhverfis landið skuli vera hagkvæmar og skapi verðmæti og störf en séu jafn- framt sjálfbærar og vistvænar og í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar um verndun vistkerfa, lífríkis og hafsbotns. Íslenskur sjávarútvegur muni gegna lykilhlutverki við þá endurreisn atvinnulífsins sem framundan er. Þá segir að með sérstöku ákvæði í stjórn- arskrá verði undirstrikað að fiskistofnarnir umhverfis land- ið séu sameign þjóðarinnar. Úthlutun aflaheimilda sé tíma- bundinn afnotaréttur og myndi ekki undir neinum kringumstæðum eignarrétt. Stuðla að vernd Ríkisstjórnin hyggst endur- skoða lög um stjórn fiskveiða og hefur þar fjölmörg atriði að leiðarljósi. Þau eru m.a. að stuðla að vernd fiskistofna og hagkvæmri nýtingu auð- linda sjávar, treysta atvinnu, efla byggð í landinu, skapa sátt meðal þjóðarinnar um eignarhald og nýtingu auð- linda sjávar. Ennfremur að leggja grunn að innköllun og endurráðstöfun aflaheimildaq á 20 ára tímabili í samræmi við stefnu beggja flokka. Þar er um að ræða svonefnda fyrningarleið. Segir að sú endurskoðun verði unnin í samráði við hagsmunaaðila í sjávarútvegi og miðað við að áætlun um innköllun og end- urráðstöfun taki gildi í upp- hafi fiskveiðiárs 1. september 2010. Skipaður verði starfs- hópur er vinni að endurskoð- uninni og kalli til samráðs hagsmunaaðila og sérfræð- inga. Félagslegur kostnaður „Það liggur fyrir að engin sátt er hjá þjóðinni um núverandi fiskveiðistjórnarstefnu. Lítum á fjögur markmið sem fisk- veiðistjórnarkerfinu voru m.a. sett. Þau eru: Að skapa at- vinnu, stuðla að hagkvæmum veiðum, efla byggðir og efla fiskstofna,“ sagði Jón Bjarna- son í ræðu á Alþingi á dög- unum. „Jafnframt þekkjum við öll þann óheyrilega félagslega kostnað sem núverandi fisk- veiðistjórnarkerfi hefur skap- að. Kvótinn hefur verið seldur burt, eignir fólks í mörgum byggðarlögum hafa fallið stórlega í verði og atvinnuör- yggi íbúanna er lítið. Það er ef til vill meginástæðan fyrir því að ekki er sátt um fisk- veiðistjórnarkerfið eins og það er í dag en kveðið er á um í stefnuyfirlýsingunni að ráðast eigi í endurskoðun á því.“ Jón Bjarnason, nýr sjávarútvegsráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur: Engin sátt um núverandi fiskveiðistjórn

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.