Ægir - 01.04.2009, Side 31
31
Þ J Ó N U S T A
„Útgerðin og sjómenn eru sér
sífellt betur meðvitaðir um
mikilvægi og skyldur þess að
farga úrgangi og spilliefnum á
tilhlýðilegan hátt. Þjóðsagan
um að sjórinn taki lengi við
vona ég að sé á undanhaldi,“
segir Jón H. Steingrímsson
framkvæmdastjóri Efnamót-
tökunnar í Gufunesi.
Efnamóttakan safnar og
tekur á móti spilliefnum og
öðrum úrgangsefnum hvar
sem þau falla til, þar á meðal
frá sjávarútveginum. Dæmi
um spilliefni úr sjávarútvegi
eru úrgangsolía og olíumeng-
uð efni, olíusíur, rafgeymar,
málningarafgangar, leysi- og
hreinsiefni og slökkvitæki. Þá
tekur Efnamóttakan við net-
um og kemur þeim til endur-
vinnslu sem og öllum raftækj-
um svo sem ísskápum,
þvottavélum, sjónvörpum og
tölvubúnaði.
Nú hefur sú breyting orðið
á reglum um raftækjaúrgang
að kostnaðarbyrðin af söfnun
og förgun hefur verið færð
inn í vöruverðið. Þessum
tækjum er því unnt að skila
núna inn á hvaða söfnunar-
stöð á landinu eða beint til
móttökustöðva Efnamót-
tökunnar, án endurgjalds.
Netaúrgang má endurvinna
Jón segir áætlað að um 1.100
tonn af veiðarfæraúrgangni
falli til hér á landi árlega og
samkvæmt þeim markmiðum
sem opinberir aðilar hafi sett
fram sé stefnt því að um 45%
þessa magns fari í endur-
vinnslu.
„Stóran hluta af netaúr-
gangi má endurvinna ef hann
er meðhöndlaður rétt,“ segir
Jón. „Hrein nælonefni má
endurvinna en fyrst þarf að
fjarlægja auka- og aðskota-
hluti svo sem lífrænan úr-
gang, teina, kúlur, víra, keðj-
ur, lykkjur og lása. Einnig
þarf helst að fjarlægja belg-
og pokalínur. Þannig er hægt
að endurvinna eingirnisnet,
hluta úr flottrollum, nótaefni
og trollefni svo eitthvað sé
nefnt. Reyndar er það svo að
yfir 2/3 hlutar allra þeirra
efna sem hingað koma inn er
hægt að endurvinna. Aðeins
þriðjungur fer í brennslu eða
er urðaður.”
Mest af rafgeymum
Jón segir vissulega afstætt
hvaða spilliefni sem falla til
úr sjávarútveginum séu skað-
legust. „Að magni til er mikil-
vægast að úrgangsolía og
veiðarfæraúrgangur fari í rétt-
an farveg til að vernda um-
hverfið og náttúruna. Hvað
skaðsemi einstakra efna varð-
ar má telja að ósoneyðandi
efni í slökkvitækjum og
slökkvikerfum séu þau skað-
legustu.“
Á ári hverju tekur Efna-
móttakan á móti 800 til 1000
tonnum af rafgeymum til eyð-
ingar. Þar er stærsti einstaki
efnaflokkurinn sem kemur í
vinnslustöð fyrirtækisins.
Ámóta að stærðargráðu er
raftækjaúrgangur. Einnig er
úrgangsmálning stór flokkur
eða yfir 500 tonn á ári. Síðan
eru nokkrir flokkar aðrir sem
losa 100 tonn svo sem olíuúr-
gangur, leysiefni, matarolía,
drykkjarvörur til förgunar og
trúnaðarskjöl.
Spilliefni víða
Dótturfyrirtæki Efnamót-
tökunnar, Sagaplast, er með
starfstöð á Akureyri og þar er
móttöku- og flokkunarstöð,
sambærileg þeirri sem er í
Gufunesi. Sagaplast er aðal-
þjónustuaðili margra söfnun-
arstöðva sveitarfélaga á lands-
byggðinni og sækir til þeirra
spilliefni og ýmsa aðra úr-
gangsflokka. Sagaplast er
jafnframt stærsti söfnunaraðili
landbúnaðarplasts á landinu
og annast einnig söfnun á
drykkjarvöruumbúðum fyrir
Endurvinnsluna á sínu þjón-
ustusvæði.
„Spilliefni falla víða til í
sjávarútveginum og áríðandi
er, að frá þeim sé gengið á
viðeigandi hátt. Kröfurnar
sem gerðar eru í þessu sam-
bandi eru vaxandi og það
ánægjulega er að útgerðin
leggur sig fram um að mæta
þeim. Íslendingar eru stoltir
af hreinleika landsins og mið-
anna og vilja vera vissir um
að úrgangur mengi þar ekki.
Þar getum við hjá Efnamót-
tökunni lagt okkar að mörk-
um og komið spilliefnum og
öðrum úrgangsefnum í réttan
farveg, segir Jón H. Stein-
grímsson að síðustu.
Efnamóttakan veitir sjávarútveginum fjölþætta þjónustu:
Útgerðin vill mæta kröfunum
Starfsemi Efnamóttökunnar er fjölbreytt og þjónusta fyrirtækisins sömuleiðis. Jón H. Steingrímsson, til vinstri, og Björn Sig-
urðsson.
Bögguð notuð nælonnet, tilbúin til endurvinnslu.