Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2009, Blaðsíða 31

Ægir - 01.04.2009, Blaðsíða 31
31 Þ J Ó N U S T A „Útgerðin og sjómenn eru sér sífellt betur meðvitaðir um mikilvægi og skyldur þess að farga úrgangi og spilliefnum á tilhlýðilegan hátt. Þjóðsagan um að sjórinn taki lengi við vona ég að sé á undanhaldi,“ segir Jón H. Steingrímsson framkvæmdastjóri Efnamót- tökunnar í Gufunesi. Efnamóttakan safnar og tekur á móti spilliefnum og öðrum úrgangsefnum hvar sem þau falla til, þar á meðal frá sjávarútveginum. Dæmi um spilliefni úr sjávarútvegi eru úrgangsolía og olíumeng- uð efni, olíusíur, rafgeymar, málningarafgangar, leysi- og hreinsiefni og slökkvitæki. Þá tekur Efnamóttakan við net- um og kemur þeim til endur- vinnslu sem og öllum raftækj- um svo sem ísskápum, þvottavélum, sjónvörpum og tölvubúnaði. Nú hefur sú breyting orðið á reglum um raftækjaúrgang að kostnaðarbyrðin af söfnun og förgun hefur verið færð inn í vöruverðið. Þessum tækjum er því unnt að skila núna inn á hvaða söfnunar- stöð á landinu eða beint til móttökustöðva Efnamót- tökunnar, án endurgjalds. Netaúrgang má endurvinna Jón segir áætlað að um 1.100 tonn af veiðarfæraúrgangni falli til hér á landi árlega og samkvæmt þeim markmiðum sem opinberir aðilar hafi sett fram sé stefnt því að um 45% þessa magns fari í endur- vinnslu. „Stóran hluta af netaúr- gangi má endurvinna ef hann er meðhöndlaður rétt,“ segir Jón. „Hrein nælonefni má endurvinna en fyrst þarf að fjarlægja auka- og aðskota- hluti svo sem lífrænan úr- gang, teina, kúlur, víra, keðj- ur, lykkjur og lása. Einnig þarf helst að fjarlægja belg- og pokalínur. Þannig er hægt að endurvinna eingirnisnet, hluta úr flottrollum, nótaefni og trollefni svo eitthvað sé nefnt. Reyndar er það svo að yfir 2/3 hlutar allra þeirra efna sem hingað koma inn er hægt að endurvinna. Aðeins þriðjungur fer í brennslu eða er urðaður.” Mest af rafgeymum Jón segir vissulega afstætt hvaða spilliefni sem falla til úr sjávarútveginum séu skað- legust. „Að magni til er mikil- vægast að úrgangsolía og veiðarfæraúrgangur fari í rétt- an farveg til að vernda um- hverfið og náttúruna. Hvað skaðsemi einstakra efna varð- ar má telja að ósoneyðandi efni í slökkvitækjum og slökkvikerfum séu þau skað- legustu.“ Á ári hverju tekur Efna- móttakan á móti 800 til 1000 tonnum af rafgeymum til eyð- ingar. Þar er stærsti einstaki efnaflokkurinn sem kemur í vinnslustöð fyrirtækisins. Ámóta að stærðargráðu er raftækjaúrgangur. Einnig er úrgangsmálning stór flokkur eða yfir 500 tonn á ári. Síðan eru nokkrir flokkar aðrir sem losa 100 tonn svo sem olíuúr- gangur, leysiefni, matarolía, drykkjarvörur til förgunar og trúnaðarskjöl. Spilliefni víða Dótturfyrirtæki Efnamót- tökunnar, Sagaplast, er með starfstöð á Akureyri og þar er móttöku- og flokkunarstöð, sambærileg þeirri sem er í Gufunesi. Sagaplast er aðal- þjónustuaðili margra söfnun- arstöðva sveitarfélaga á lands- byggðinni og sækir til þeirra spilliefni og ýmsa aðra úr- gangsflokka. Sagaplast er jafnframt stærsti söfnunaraðili landbúnaðarplasts á landinu og annast einnig söfnun á drykkjarvöruumbúðum fyrir Endurvinnsluna á sínu þjón- ustusvæði. „Spilliefni falla víða til í sjávarútveginum og áríðandi er, að frá þeim sé gengið á viðeigandi hátt. Kröfurnar sem gerðar eru í þessu sam- bandi eru vaxandi og það ánægjulega er að útgerðin leggur sig fram um að mæta þeim. Íslendingar eru stoltir af hreinleika landsins og mið- anna og vilja vera vissir um að úrgangur mengi þar ekki. Þar getum við hjá Efnamót- tökunni lagt okkar að mörk- um og komið spilliefnum og öðrum úrgangsefnum í réttan farveg, segir Jón H. Stein- grímsson að síðustu. Efnamóttakan veitir sjávarútveginum fjölþætta þjónustu: Útgerðin vill mæta kröfunum Starfsemi Efnamóttökunnar er fjölbreytt og þjónusta fyrirtækisins sömuleiðis. Jón H. Steingrímsson, til vinstri, og Björn Sig- urðsson. Bögguð notuð nælonnet, tilbúin til endurvinnslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.