Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2009, Blaðsíða 46

Ægir - 01.04.2009, Blaðsíða 46
S J Ó M E N N S K A N „Ég er búin að vera þerna á Herjólfi síðan 2005 og uni mér vel á sjónum. Ég hef búið í Vestmannaeyjum alla mína ævi og ég kann einfaldlega ekki annars staðar við mig en við sjávarsíðuna. Því lá beint við að fara að vinna á sjón- um,“ segir Ingibjörg Bryn- geirsdóttir í Vestmannaeyjum sem á dögunum útskrifaðist fyrst kvenna úr sýrimannadeild Framhaldskólans í Vest- mannaeyjum. Ingibjörg hefur öðlast rétt- indi til að vera 2. stýrimaður á skipum upp að 45 metrum að lengd. Námið hefur tekið tvö ár og hún hefur unnið samhliða á Herjólfi. „Mér var eiginlega ýtt út í þetta á sín- um tíma og ég hefði örugg- lega ekki farið í skólann nema vegna þess að þetta var í boði hér í Vetmannaeyjum. Þökk sé miklum liðlegheitum í skólanum og hjá vinnuveit- endum mínum á Herjólfi að ég hef getað unnið samhliða náminu þannig að þetta gekk vel upp,” segir Ingibjörg. Klapp á bakið og hvatning Aðspurð segir hún að fiski- skipin hafi ekki heillað hana sem starfsvettvangur líkt og farþega eða vöruflutninga- skipin gera. „Jú að sjálfsögðu stefni ég að því að færa mig upp í brú og fara að vinna við þetta. Þess vegna ætla ég að flytja til Reykjavíkur í haust og setjast í Stýrimannaskólann og öðlast þar full réttindi á næstu tveimur árum. Þetta er vettvangur sem við konurnar eigum að takast ótrauðar á við. Og því skyldum við ekki geta það. En þetta er mjög gamalt karlaveldi að fara inn í,” segir Ingibjörg og hlær. Hún viðurkennir að stöku sjómenn hafi sent henni glós- ur á léttum nótum. „En grín- laust þá fæ ég oftast klapp á bakið og hvatningu að halda áfram á þessari braut,” segir Ingibjörg Bryngeirsdóttir þernan á Herjólfi sem stefnir í brúna! Ingibjörg Bryngeirsdóttir útskrifaðist fyrst kvenna úr stýrimannanámi í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum á dögunum: Þernan á Herjólfi stefnir upp í brú! Ingibjörg á útskriftardaginn með foreldrum sínum þeim Ástu M. Kristinsdóttur og Bryngeiri Sigfússyni. Mynd: Óskar Pétur Friðriksson. Hafnarfjarðarhöfn Hafnir Ísafjarðarbæjar Kópavogshöfn Seyðisfjarðarhöfn Vestmannaeyjahöfn Faxaflóahafnir Reykjaneshöfn Tálknafjarðarhöfn Sandgerðishöfn Hafnarsjóður Fjarðabyggðar Hafnarsjóður Skagafjarðar Hafnarsjóður Þorlákshafnar Gleðilega sjómannadagshátíð!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.